18.04.1963
Efri deild: 75. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1977 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (SÓÓ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 10. apríl 1963.

Vegna anna heima fyrir mun ég ekki geta sinnt þingstörfum nú um skeið. Óska ég því þess, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að 1. varamaður landsk. þm. Sjálfstfl., Sigurður Bjarnason ritstjóri, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.

Bjartmar Guðmundsson.

Til forseta Ed. Alþingis.“

Samkv. þessu bréfi tekur Sigurður Bjarnason ritstjóri sæti sem 1. varamaður landsk. þm. Sjálfstfl. Kjörbréf hans hefur verið rannsakað áður, og býð ég hann velkominn til starfa.