17.04.1963
Efri deild: 74. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í C-deild Alþingistíðinda. (2062)

132. mál, stofnlánadeild landbúnaðarins

Sigurður Ó. Ólafsson:

Herra forseti. Ég kem hér í ræðustól vegna fjarveru hv. 10. landsk. þm., en hann hafði tekið að sér að hafa framsögu fyrir meiri hl. landbn. í þessu máli.

Frv. það, er hér liggur fyrir og flutt er af hv. framsóknarmönnum í þessari d., er um það að gerbreyta l. um stofnlánadeild landbúnaðarins, 1. frá 1962. Með þeim lögum var á raunhæfan hátt lagður grundvöllur að viðunandi lausn stofnlánaþarfar landbúnaðarins.

Landbn. hefur haft þetta mál til meðferðar, en ekki orðið sammála um afgreiðslu þess. Leggur minni hl. til, að frv. verði samþ. óbreytt. Meiri hl. lítur aftur á móti svo á, að með samþykkt frv. væri afkomu stofnlánadeildarinnar stefnt í hættu, og er því lagt til, að frv. verði afgreitt með rökst. dagskrá, sem prentuð er með nál. meiri hl. á þskj. 626, en hin rökst. dagskrá hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Með lögum um stofnlánadeild landbúnaðarins frá 1962 er á raunhæfan hátt lagður grundvöllur að viðunandi lausn stofnlánaþarfar landbúnaðarins. Þar eð frv. teflir í hættu afkomu stofnlánadeildarinnar og í trausti þess, að ríkisstj. afli samkv. gildandi lántökuheimildum fjár til eflingar veðdeildar Búnaðarbankans, telur n. ekki rétt að samþykkja frv. og tekur fyrir næsta mál á dagskrá: