17.04.1963
Neðri deild: 72. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í C-deild Alþingistíðinda. (2075)

73. mál, gatnagerð bæjar- og sveitarfélaga

Frsm. meiri hl. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir hönd meiri hl. fjhn., sem var ekki sammála um afgreiðslu málsins, en meiri hl. leggur til á þskj. 571, að málið sé afgr. með rökstuddri dagskrá, og færir þau rök fyrir þeirri afgreiðslu, að það lágu fyrir n. upplýsingar um, að það vandamál, sem hér er um að ræða og frv. tekur til, sé tekið til meðferðar í till. frá vegamálanefnd, sem einnig lágu fyrir upplýsingar um og vitað er að hefur skilað áliti sínu, og því líklegt, að vegalög í heild verði tekin til endurskoðunar, væntanlega á næsta þingi, og því eðlilegra, að þetta mái verði þá tekið til athugunar, því enda þótt við séum að vissu leyti efnislega sammála ýmsu því, sem fram kemur í frv., þá er það þó í ýmsum atriðum öðruvísi en við vildum hafa kosið og ef til vill gæti orðið samkomulag um, þegar málið væri athugað í heild í sambandi við endurskoðun vegalaganna. Á þetta benti einnig vegamálastjóri í áliti, sem hann lét n. í té, og taldi sig af þeim ástæðum ekki geta stutt eða mælt með samþykkt þessa frv. nú. Við leggjum því til, að málið sé afgr. með svofelldri rökstuddri dagskrá:

„Þar sem væntanlega verður lagt fyrir næsta Alþingi frv. til nýrra vegalaga og fyrir liggja upplýsingar um, að það vandamál, sem frv. þetta fjallar um, verði þar tekið til meðferðar, þykir ekki ástæða til að afgreiða þetta mál nú, og tekur d. því fyrir næsta mál á dagskrá.“