19.10.1962
Neðri deild: 5. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

7. mál, Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Eins og segir í aths. við þetta lagafrv., hefur á undanförnum árum farið fram endurskoðun á samningi Norðurlandanna um innheimtu meðlaga, er gerður var árið 1931 og lögfestur hér sama ár, og var síðan gerð breyting á árið 1953, sem lögfest var hér 1954.

Þessi samningur og þessi endurskoðun leiddi til samnings, sem undirritaður var 23. marz 1962. Breytingarnar, sem gerðar voru frá gildandi reglum, varða fyrst og fremst framkvæmdaatriði og miða að því að gera framkvæmd innheimtunnar einfaldari en verið hefur.

Ég sé enga ástæðu til að rekja þetta í einstökum atriðum. Hér er um tæknileg atriði að ræða. Legg ég til, að frv. verði vísað til 2. umr, og n., mundi ætla, að annaðhvort allshn. eða heilbr: og félmn. fengi málið til meðferðar.