21.02.1963
Neðri deild: 44. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í C-deild Alþingistíðinda. (2409)

155. mál, sala Lækjabæjar í Fremri-Torfustaðahreppi

Flm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 284, fjallar um það eitt að heimila sölu á eyðijörðinni Lækjabæ í Fremri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Þessi jörð er búin að vera mjög lengi í eyði, og bóndinn Sigurgeir Jónatansson á Skeggjastöðum, sem hefur haft landið á leigu á undanförnum árum, óskar nú að fá það keypt.

Ég sé enga ástæðu til að fjölyrða um þetta einfalda og eðlilega mál, en óska, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. landbn.