04.04.1963
Neðri deild: 65. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í C-deild Alþingistíðinda. (2564)

127. mál, sala Litlagerðis í Grýtubakkahreppi

Gísli Jónsson:

Herra forseti. tilefni af vitum hv. 4. þm. Norðurl. e. vil ég fyrst og fremst víkja þeim til heimahúsanna. Ég gaf ekki hér neinar aðrar upplýsingar en þær, sem eru sannar og réttar, og það hefði verið nær fyrir hv. þm. að kynna sér, hvort það væri ekki farið hér með rétt mál, áður en hann fór að víta mig fyrir þær upplýsingar, sem ég gaf. Ef þær upplýsingar eru ekki sæmilegar, þá er það ekki mér að kenna, þá er það einmitt hinum fyrirhugaða kaupanda að kenna, sem hefur hagað sér þannig í því máli, og það er full ástæða fyrir mig að halda, að hann hafi ekki breytt neitt um hugarfar.

Ég vildi gjarnan, að hv. landbn., sem fær þetta mál til athugunar, aflaði sér þeirra upplýsinga, sem ég hef hér gefið, frá þeim aðilum, sem hlut eiga að máli, Barðstrendingafélaginu og stjórn þess. Og ef það kemur í ljós, að þær upplýsingar eru réttar, sem ég veit, að þær eru, þá vildi ég óska, að hv. 4. þm. Norðurl. e. bæði Alþingi afsökunar á þeim orðum, sem hann hafði hér alveg að ástæðulausu. Ég hafði fullkomna ástæðu til þess að draga minar ályktanir af þeirri reynslu, sem ég hef haft í jarðarkaupamálum Jóhanns Skaftasonar.