06.03.1963
Sameinað þing: 35. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í D-deild Alþingistíðinda. (2622)

28. mál, hagfræðilegar leiðbeiningar fyrir bændur

Frsm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. á þskj. 28, og leggur meiri hl. n. til, að hún verði samþ. óbreytt.

Eins og fram kemur í áliti n. á þskj. 258, var leitað umsagnar um till. hjá Búnaðarfélagi Íslands, landnámsstjóra Pálma Einarssyni og Stéttarsambandi bænda. Stjórn Búnaðarfélags Íslands lýsti yfir stuðningi sínum við till. og tjáði sig fyrir sitt leyti reiðubúna til þátttöku af hálfu félagsins til samstarfs við að vinna að hagfræðilegum upplýsingum á því sviði, sem till. fjallar um. Stjórnin bendir á, að það verði þó ekki gert nema með nokkuð auknu fjárframlagi frá því opinbera. Landnámsstjóri sendi n. allýtarlega álitsgerð, þar sem hann leggur til, að till. verði samþ. Hann bendir m.a. á, að stofnanir landbúnaðarins, Búnaðarfélag Íslands eða Stéttarsamband bænda, þurfi að hafa hagfræðilega stofnun, sem annist rannsókn allra hagfræðilegra atriða, sem landbúnaðinn varða. Áætlanir og rannsóknir á þessu sviði verða umfangsmiklar og erfiðar viðfangs, ekki sízt vegna þess, að búin eru hlutfallslega smá og margar rekstrareiningar. Stéttarsamband bænda tekur undir efni till., en leggur til. að búreikningaskrifstofu ríkisins verði falið að leysa það hlutverk af hendi, sem till. gerir ráð fyrir. Þurft þá að hækka fjárframlag til stofnunarinnar.

Eins og ég hef tekið fram, mælir meiri hl. n. með því, að till. verði samþ. óbreytt. Það er án eða mjög til bóta. að þeir, sem eru að hefja búskap, geti átt kost á leiðbeiningum um það, hvers konar búskapur er fjárhagslega hagkvæmastur, miðað við aðstæður á hverjum tíma, og hvernig framkvæmd um uppbyggingu búsins verði haganlegast fyrir komið. Mál þetta þarf að athuga í samráði við helztu stofnanir landbúnaðarins, því að án efa koma margar leiðir til greina. Það fyrirkomulag ber að velja, sem auðveldast verður í framkvæmd og hagkvæmast.