07.11.1962
Sameinað þing: 9. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í D-deild Alþingistíðinda. (2628)

34. mál, Stýrimannaskóli Íslands og sjóvinnuskóli

Flm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti, Ég hef leyft mér, ásamt hv. 10. þm. Reykv. (EggÞ), að flytja till. þá, sem er á þskj. 34, um endurskoðun l. um stýrimannaskóla Íslands og athugun á stofnun sjóvinnuskóta o.fl. Till. þessi er tvíþætt: Annars vegar, að ríkisstj. láti endurskoða lög og reglugerðir um stýrimannaskóla Íslanda og inntökuskilyrði í hann og við þá endurskoðun verði sérstaklega haft í huga, hvernig auka megi þekkingu væntanlegra nemenda í meðferð og notkun nýrra. siglinga- og fiskileitartækja, sjóvinnu, fiskverkun og meðferð sjávarafurða. Og hins vegar láti ríkisstj. jafnframt fara fram athugun á, hvort ekki sé tímabært og þá hvernig auka megi og taka upp kennstu í þessum síðasttöldu greinum við verknám gagnfræðastigsins og hvort ekki sé tímabært að stofnsetja sérstakan sjóvinnuskóla, þar sem væntanlegir nemendur stýrimannaskólans og aðrir fái m.a. kennslu í sjóvinnu, fiskverkun, meðferð sjávarafurða, fiskmati og verkstjórn.

Þessi þáltill. var flutt á síðasta þingi, en varð eigi útrædd og er því endurflutt nú. Bæði þá og nú fylgir till. ýtarleg grg., og eins var mælt mjög ýtarlega með henni á síðasta þingi, þegar hún var flutt þá, svo að ég að ekki ástæðu til að orðlengja frekar um hana. Ég legg til, þegar umr. þessari lýkur, að henni verði frestað og málinu vísað til allshn.