13.03.1963
Sameinað þing: 38. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í D-deild Alþingistíðinda. (2645)

35. mál, ferðir íslenzkra fiskiskipa

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Herra forseti. Til allshn. var vísað máli því, sem nú er hér aftur komið til umr., þáltill. um, hvernig daglega megi fylgjast með ferðum íslenzkra fiskiskipa.

N. leitaði álits margra aðila um mál þetta, þ. á m. skipaskoðunarstjóra, sem er samþykkur, að till. verði samþykkt. Það má segja það sama um alla aðra aðila, sem til var leitað. Landhelgisgæzlan mælir með því, Alþýðusamband Íslands, Slysavarnafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands, þessir aðilar mæta allir með, að till. verði samþ. Slik hin sama er afstaða allshn., sem er einróma á þeirri skoðun sinni að mæla með samþykkt tillögunnar.