12.12.1962
Sameinað þing: 20. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í D-deild Alþingistíðinda. (2692)

48. mál, endurskoðun veðlaga

Flm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Á þskj. 48 hef ég leyft mér að flytja svo hljóðandi till. til þál.:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta endurskoða ákvæði löggjafarinnar um veð, sbr. l. nr. 18 4. nóv. 1887, ásamt síðari breyt. þeirra laga, og undirbúa nýja heildarlöggjöf um það efni.“

Ástæðurnar fyrir flutningi þessarar till. eru þær, að veðlögin eru að stofni til orðin allgömul. Þau eru frá árinu 1887, eins og kunnugt er. Það er auðvitað síður en svo athugavert, að lög séu gömul. Það eitt út af fyrir sig þarf ekki að gefa neitt tilefni til breytinga á þeim. En á því málefnasviði, sem veðlögin taka til, hafa hins vegar orðið stórkastlegar og gagngerar breytingar hér á landi !rá því árið 1887. Þegar veðlögin voru sett, var lánastarfsemi litil hér á landi, viðskiptalífið fábreytt og atvinnuvegirnir frumstæðir. Veðsetningar voru þá auðvitað einnig mjög fátíðar. Landsbanki Íslands hafði verið stofnaður árið áður. Að starfsemi sparisjóða kvað lítið og hinir elztu þeirra höfðu þá nýlega verið stofnaðir. Ísland var þá enn á stigi landaurabúskapar. Á þeim áratugum, sem síðan eru liðnir, hefur orðið hér á landi stórfelld breyting í þessum efnum, eins og alkunnugt er og hér er óþarft að fjölyrða um. Atvinnuvegir landsmanna hafa tekið miklum breytingum, atvinnulífið er orðið fjötbreyttara og með allt öðru sniði en áður fyrr. Fjárþörf atvinnuveganna er m.a. margföld á við það, sem hún var áður fyrr. Flestar framkvæmdir, sem nokkuð kveður að, eru að einhverju leyti og oftast nær að verulegu leyti gerðar fyrir lánsfé. Lánastarfsemi í ýmsum myndum hefur aukizt og margfaldazt. Af þessu hefur svo leitt, að hvers konar veðsetningar hafa færzt í aukana og eru nú veigamikill þáttur viðskiptalífsins. Ég held, að með nokkrum sanni megi ægja, að lánastarfsemi hvers konar og veðsetningar séu orðin áberandi einkenni í nútímaþjóðfélagi.

Það segir sig sjálft, að hin gömlu veðlög frá 1887 voru ekki miðuð við þvílíkar gerbreytingar, sem átt hafa sér atað á þessum

vettvangi. Þau hafa því engan veginn getað fullnægt að öllu leyti nýjum kröfum viðskiptalífsins og breyttum þörfum. Úr þeim vanköntum hefur verið reynt að bæta, eftir því sem aðkallandi þörf hefur verið til á hverjum tíma. Hefur verið reynt að bæta úr þeim með breytingum á lögunum og viðaukum við þau. Þær lagfæringar hafa að sjálfsögðu verið óhjákvæmilegar, eins og á stóð hverju sinni, og hafa þá bætt úr brýnni þörf. Á hinn bóginn hafa þær verið gerðar án nokkurrar heildaryfirsýnar yfir veðmálefnin almennt. Þær hafa því verið eins og bætur á gamalt fat.

Þá hefur það einnig gerzt á þessum tíma, að það hefur mjög færzt í vöxt í löggjöfinni, að heimilað hefur verið svokallað lögveð, sem vitaskuld getur verið réttmætt og eðlilegt, en getur þó, ef of langt er gengið, grafið undan reglunum um samningsveð, og getur þar með í rauninni grafið undan lánstrausti almennt, ef þeir, sem tryggingar taka með samningsveðum og þinglýsa þeim, mega við því búast síðar meir, að löggjafinn setji ákvæði um það, að tilteknar kröfur, sem hann metur meir, skuli hafa forgangsrétt fyrir áður settum samningsveðum.

Af því, sem hér hefur stuttlega verið rakið, er ljóst, að veðlögin eru að ýmsu leyti orðin úrelt. Það er þess vegna að mínum dómi tímabe2rt að taka löggjöfina um það efni til gagngerðrar endurskoðunar og setja nýja heildarlöggjöf um veðmálefni.

Til þeirrar lagaendurskoðunar þarf vel að vanda, og þarf þess vegna að setta henni rúman tíma. Þess vegna er ekkert tímatakmark sett í þessari þáltill., enda verður ekki sagt, að þó að sé í sjálfu sér mjög nauðsynlegt að endurskoða þessa löggjöf, þá er það ekki svo, að það að þannig, að það bráðliggi á því.

Ég tel það liggja í hlutarins eðli, að þegar þessi endurskoðun yrði framkvæmd, þá yrði haft samráð við aðallánastofnanir, sem hafa mest með veðsetningar að gera, enda þótt það sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því í þessari þáltill.

Ég leyfi mér svo, herra forseti, að leggja til, að umr. sé frestað og málinu vísað til allshn.