19.04.1963
Sameinað þing: 51. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í D-deild Alþingistíðinda. (2802)

201. mál, stöðvun á fólksflótta úr Vestfjarðakjördæmi

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Þáltill. á þskj. 402 hefur verið athuguð af allshn., og leggur hún til á þskj. 667, að gerðar séu nokkrar breytingar á till.

Það mætti að sjálfsögðu ræða margt um það mál, sem hér er til umr., en með því að það fylgir tíu. ýtarleg grg. ásamt skýrslum, sem birtar eru sem fskj., og það var gerð ýtarleg grein fyrir henni í framsögu, er ekki rétt að fara mörgum orðum um till. við þessa umr.

Brtt., sem gerð er í n., er, að á eftir orðinu „atvinnubótasjóðs“ komi: og hlutaðeigandi sýslunefndir og bæjarstjórn. Þá kemur 1. liður till. til með að orðast þannig:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að fela Framkvæmdabanka Íslands að semja 5 ára áætlun í samráði við stjórn atvinnubótasjóðs og hlutaðeigandi sýslunefndir og bæjarstjórn til stöðvunar fólksflótta úr Vestfjarðakjördæmi:

Mér þykir rétt að taka hér fram, að þó að hér sé aðeins átt við eitt kjördæmi, þá er þess vænzt, að þann árangur, sem fæst af þeirri rannsókn, sem hér fer fram, og þeim áætlunum, megi síðar nota sem uppistöðu í öllum þeim hlutum í landinu, þar sem fólksfækkun hefur orðið, og með þeim fyrirvara eru allir nm. sammála um, að till. verði samþykkt eins og lagt er til á þskj. 667.