13.03.1963
Sameinað þing: 38. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í D-deild Alþingistíðinda. (2819)

42. mál, hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri

Gísli Jónsson:

Herra forseti. í fjarveru mínni við störf í Norðurlandaráði bar varamaður minn, Sigurður Bjarnason, ásamt tveimur öðrum þm. fram þáltill, á þskj. 42, þess efnis, að Alþingi skori á ríkisstj. að láta rannsaka og gera till. um, hvernig megi bezt koma á hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulagi í atvinnurekstri íslendinga og á hvern hátt þing og stjórn geti starfað að eflingu slíks fyrirkomulags. Hafa slíkar till. verið bornar áður fram af sömu hv. þm., þótt þær hafi ekki verið útræddar. Ætlazt er til þess, að hægt sé að koma á slíku arðskiptifyrirkomulagi, að það á einhvern hátt mildi þá baráttu, sem stendur um skiptingu arðsins á milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda og oft hefur valdið mikilli stöðvun í atvinnurekstri og stórkostlegu tjóni og margvíslegu böll. Væri sannarlega gleðilegt, ef hægt væri að koma á einhverju því fyrirkomulagi, sem gæti bætt úr þeim skaða, sem þeir árekstrar milli atvinnurekenda og atvinnuþiggjenda valda þjóðinni.

Þessi till. var send til hv. allshn. til athugunar. Hún var send til umsagnar til Vinnuveitendasambands Íslands, til Vinnumálasambanda samvinnufélaganna, til Alþýðusambandsins, til Iðnaðarmálastofnunar og Félags Ísl. iðnrekenda. Eru skoðanir þessara aðila nokkuð skiptar um till., en allir telja þeir þó, að það sé nauðsynlegt að freista nýrra aðferða til þess að sætta fjármagn og vinnu og koma í veg fyrir árekstra á vinnumarkaðinum, og það er raunverulega höfuðtilgangur till. Hvort unnt er að gera það á þann hátt, sem farið er fram á í till., verður en. í spáð um, fyrr en gerðar hafa verið um það raunhæfar tilraunir. En nú er það svo, að sett hefur verið nefnd til þess að athuga, hvernig þetta megi verða, og það er skoðun allshn., að að nefnd, sem vinnur að athugun á lengd vinnutíma og öðrum hugsanlegum úrræðum til þess að bæta sambúð vinnuveitenda og vinnulaunþega, taki einnig þetta mál til athugunar. Og í trausti þess, að svo verði gert og það verði krufið til mergiar að þeim mönnum, sem með þessi vandamál fara, leggur n. einróma til, að till, sé vísað til ríkisstjórnarinnar.