13.03.1963
Sameinað þing: 38. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í D-deild Alþingistíðinda. (2833)

52. mál, launabætur af ágóða atvinnufyrirtækja

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Till. þessi er á þskj. 52, borin fram af Jóni Þorsteinssyni, hv. alþm.:

„Alþingi skorar á ríkisstj. að láta athuga, hvort fært sé að setja löggjöf, er geri atvinnufyrirtækjum, sem rekin eru með hagnaði, skylt að verja hluta að ágóða sínum til launauppbóta handa verkamönnum, verkakonum og öðru starfsfólki, sem vinnur í þjónustu þeirra.“

Þessi till. fer raunverulega aumikið í sömu átt og sú till., sem ég ræddi um áðan, enda hefur það orðið niðurstaða hjá hv. allshn., að hún leggur til, að þessari till. verði á sama hátt vísað til hæstv. ríkisstj., í trausti þess, að hún feli þeirri mþn., sem um þessi mál fjallar, málið til athugunar. Þetta eru svo skyld mál, að það er eðlilegast, að þau lúti bæði hér sömu afgreiðslu. Það er því einróma till. allshn., að till. sé vísað til hæstv. ríkisstj.