19.04.1963
Sameinað þing: 51. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í D-deild Alþingistíðinda. (2846)

62. mál, senditæki í gúmbjörgunarbáta

Frsm (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Allshn. hefur eytt í það miklu af tímasínum í vetur að ræða um ýmsar till., sem varða öryggi sjómanna. Ein þeirra er þessi till. um senditæki í gúmbjörgunarbáta, flutt af Ragnari Guðleifssyni og Birgi Finnssyni. Hún gerir ráð fyrir því að endurskoða reglugerð um eftirlit með skipum með það fyrir augum að fyrirskipa, að gúmbjörgunarbátar verði búnir senditækjum.

Samkv. upplýsingum, sem n. fékk frá ýmsum fagmönnum á þessu sviði, verða nú miklar og örar framfarir í öryggistækjum, þ. á m. senditækjum, en þær hafa ekki orðið svo örar, að þau tæki séu komin á markað, sem hægt er að nota til að fullnægja till. Þess vegna telur n. ekki hægt að samþykkja till. óbreytta. En þar sem hún hefur mikla samúð og mikinn áhuga á því efni, sem í till. felst, leggur allshn. til, í trausti þess, að íslenzk yfirvöld fylgist vel með öllum nýjungum, sem aukið geti öryggi sjómanna, og stuðli að skjótri hagnýtingu þeirra hér á landi, að till. verði visað til ríkisstjórnarinnar.