17.10.1962
Sameinað þing: 3. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í D-deild Alþingistíðinda. (2875)

13. mál, síldarleit

Eysteinn Jónsson:

Það er út af þessu, sem hæstv. ráðh. upplýsti. Ég held, að það sé enginn vafi á því, að það er álit þeirra, sem bezt þekkja til síldveiðanna, að það sé allt of lítið að hafa aðeins eitt skip við síldarleitina. Og ég vil mjög eindregið skora á hæstv. ráðh. og hæstv. ríkisstj. að endurskoða þá afstöðu og hafa a.m.k. tvö og helzt þrjú skip við síldarleitina, eins og er tekið fram í till. og atlan ársins hring. Það er frá mínu sjónarmiði alveg rangt að miða síldarleitina eingöngu við, að síldarflotinn sé úti á veiðum. Það finnst mér ekki vera rétt stefna. Mér finnst eiga að hafa síldarteitina stöðugt til þess að reyna að komast eftir því, eins og 1. flm. þessarar till, sagði, hvar síldin heldur sig allan ársins hring. Og þá getur komið ástæða fyrir veiðiskipin að fara af stað, þegar síldarleitarskipin hafa kynnt sér nokkuð, hvar síldina er að finna. Þessi hugsunarháttur, að hafa síldarleitina ekki starfandi nema flotinn sé úti, kom líka nokkuð fram í haust, þegar síldarleitinni var hætt, og því var borið við, að skipin voru hætt að veiða og þá væri engin ástæða til, að síldarleitin héldi áfram. En þetta er hinn herfilegasti misskilningur. Þá á síldarleitin einmitt að halda áfram til þess að kynna sér, hvernig viðhorfið er á miðunum, og koma þannig flotanum að gagni.

Það er ekki von, að einstakir útvegsmenn geti lagt stórfé í að teita að síldinni á þeim tímum, sem hún fram að þessu hefur venjulega ekki veiðzt. En reynslan undanfarið sýnir það og leitin, þegar hún hefur farið fram, að síldin getur haldið sig þannig í sjónum, að það sé hægt að veiða hana á þeim tímum, sem áður hafa ekki verið taldir vænlegir til síldveiða. Það er alls ekki hægt að búast við því, að einstakir útvegsmenn geti haldið uppi slíkri síldarleit. Það verður hið opinbera að gera með því að hafa a.m.k. þrjú síldarleitarskip í gangi og beita þeim allan ársins hring.

Ég tók eftir því, að nú kom fram hjá hæstv. ráðh. einmitt þessi sami hugsunarháttur, þar sem mér skilst ekki betur en hann geri ráð fyrir því, að síldarleitarskipin fari út jafnskjótt og síldveiðideilan er leyst. Þetta er að mínum dómi alveg röng stefna. Ég álít, að síldarleitarskip eigi að fara út strax — og það raunar fleiri en eitt — og hefði átt að vera úti undanfarið til þess að kynna sér, hvernig viðhorfið var varðandi síldveiðarnar, og eigi alls ekki að biða einn einasta dag eftir því, að síldveiðideilan leysist.

Þetta vildi ég láta í ljós til frekari áréttingar því, sem komið hefur fram frá okkur flm. varðandi meginstefnuna í síldarleitinni. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að ef hæstv. ríkisstj. og hennar ráðunautar í þessu leituðu álits þeirra, sem bezt er hægt a5 treysta í þessu máli, þ.e.a.s. síldveiðiskipstjóranna og síldveiðimannanna yfir höfuð, sem bezt þekkja hér til, þá mundu þeir aus staðar verða varir við þetta sama sjónarmið, — bjargfasta trú á því, að það borgi sig að leita stöðugt, og það eigi að leita og kynna sér síldargöngurnar, ekki aðeins á sjálfri hávertíðinni, heldur sífellt, til þess að reyna að komast að raun um, hvernig göngurnar haga sér allan ársins hring.

Svo vil ég að lokum aðeins aftur minna á áskorun mína um, að hæstv. ríkisstj. beiti sér fyrir því að leysa sjálfa síldveiðideiluna, og skal ekki endurtaka neitt af því, sem ég sagði áðan um það. En ég vona, að hæstv. ríkisstj. taki það til atvarlegrar íhugunar nú strax, sem þar kom fram.