03.04.1963
Sameinað þing: 44. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í D-deild Alþingistíðinda. (2892)

14. mál, raforkumál

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Allshn. Sþ. hefur skilað áliti um þessa till. okkar á þskj. 14. Og nál. eru tvö. Því miður varð ekki samkomulag í n. um að mæla með samþykkt till. Ég verð að láta í ljós vonbrigði mín yfir afgreiðslu meiri hl. n. á málinu, og ég tel, að afgreiðsla meiri hl. sé þannig, að hann verðskuldi ekki þakkarávarp frá okkur flm. fyrir meðferð málsins.

Hv. meiri hl. birtir í sínu nál. yfirlit yfir rekstrarhalla hjá rafveitunum undanfarin ár. Hann skýrir frá því, að fjárhagsafkoma rafmagnsveitna ríkisins hafi verið örðug, þar hafi orðið rekstrarhalli á árinu 1961 13.5 millj. og að viðbættu tapi fyrri ára sé heildartap þeirra í árslok 1961 37.8 millj.

Ég tel ástæðu til að fara um þetta nokkrum orðum. Þessar tölur eru rétt upp teknar hjá hv. meiri hl. úr reikningum rafmagnsveitnanna. En þess má geta um leið, að þá er búið að færa með gjöldum á reikningum þeirra afskriftir þessi ár. Árið 1961 var þetta þannig, að það voru færðar með gjöldum afskriftir 11.3 millj. Það voru ekki til tekjur á móti þeim, og vantaði þar að auki 2.3 millj. til þess, að rafveiturnar bæru sig á þessu ári. Það hefði vantað til, þótt engar afskriftir hefðu verið reiknaðar. Ef maður tekur öll árin, þá er útkoman sú, eins og segir í áliti meiri hl., að halli er á höfuðstólsreikningi eignamegin samtals 37.8 millj., en skuldamegin eru færðar afskriftir á móti 29.9 millj. Mér finnst rétt að láta þetta koma fram. Þá vil ég enn vekja athygli á því, að á efnahagsreikningi rafmagnsveitna ríkisins í árslok 1961 er talinn eignamegin liður, sem raunverulega engin eign er, en það er gengisbreyting erlendra skulda, 130.6 millj., og á móti þessu eru svo skuldir. Þessum gengishalla hefur ekki verið jafnað niður á hina einstöku eignarliði, og ég tel líka, að það hafi verið rétt, að það hafi ekki átt að gera það. í árslok 1958 og árslok 1959 var tilsvarandi eignarliður vegna yfirfærslugjalds 12.9 millj. Við sjáum af þessu, að þessar 130,6 millj. eru að langsamlega mestu leyti afleiðingar af gengisbreytingum núv. ríkisstjórnar, árin 1960 og 1961. Þetta á ríkið að borga. Ríkið hefur þegar borgað gengishallann, sem varð vegna erlendra skulda þjóðarinnar á árinu 1960 og 1961, að þessu undanskildu og að undanskildum gengishallanum, sem var hjá sjóðum Búnaðarbankans, en ríkinu ber skylda til að greiða þetta hvort tveggja, bæði til búnaðarsjóðanna og rafmagnsveitna ríkisins. Það á ekki að láta rafveiturnar bera vexti af þessari fjárhæð eða láta það með öðrum hætti hvíla á rafveitunum. Það væri rangt að gera það.

Þá, eru það héraðsrafmagnsveiturnar. Árið 1961 var afkoman hjá þeim þannig, að afskriftir voru lítið eitt meiri en rekstrarhallinn, sem þá er bókfærður hjá þeim. Að vísu munar það ekki miklu, en þó er afskriftaupphæðin nokkru hærri. Og ef maður athugar efnahagsreikning héraðsrafmagnsveitnanna í árslok 1961, þá kemur fram, að eignir héraðsrafmagnsveitnanna eru samtals um það bil 241 millj. kr., en skuldir, sem á þeim hvíla, eru 116.7 millj., — eignirnar 241 millj. með bókfærðu verði, en skuldirnar 116.7 millj. Það er því alls ekki hægt að segja, að hagur héraðsrafmagnsveitnanna sé slæmur. Það fyrirtæki á miklar hreinar eignir.

Ég vil vekja athygli á því í þessu sambandi, eins og reyndar er gert í grg. með okkar till., að ríkisframlögin til rafmagnsframkvæmdanna hafa lækkað mjög síðustu árin. Þau hafa verið lækkuð að krónutölu þrátt fyrir það gífurlega verðfall, sem hefur orðið á peningunum, eða hina gífurlegu verðgildisrýrnun krónunnar. Vitanlega hefði þurft að hækka framlögin frá ríkinu, til þess að þau væri í svipuðu hlutfalli við framkvæmdakostnaðinn og áður var, og ef það hefði verið gert, þá væri útkoman vitanlega allt önnur hjá rafveitunum heldur en hún er nú skv. reikningunum. Þetta hefði þurft að gera.

Ég tel, að það komi ekki til mála að stöðva framkvæmdir í raforkumálum, þó að nokkur rekstrarhalli hafi orðið hjá þeim að undanförnu. Hallinn er alls ekki tilfinnanlegur, eins og ég hef þegar gert grein fyrir, t.d. á héraðsrafmagnsveitunum. Hann er alls ekki tilfinnanlegur. En mér finnst mega lesa það milli línanna í nál. hv. meiri hl., að hann telji, að þetta sé svo mikið vandamál, þessi halli, að það sé stór vafi á því, að það sé hægt að halda áfram rafvæðingunni vegna þessa halla. Hér segist meiri hl. í nál. t.d. ekki geta fallizt á, að samþykkt þáltill. flýti fyrir raforkuframkvæmdum eða leysi þann vanda, sem vaxandi rekstrarhalli rafveitnanna hefur þegar valdið, en m.a. á því, að sá vandi verði leystur, byggist, að unnt sé að hraða nauðsynlegum raforkuframkvæmdum umfram það, sem nú er gert. Og síðar í áliti meiri hl. segir, að það hafi verið skipuð þriggja manna nefnd til að athuga allan rekstur rafveitnanna og gera till. um, á hvern hátt helzt megi skapa þeim öruggan rekstrargrundvöll, sem geri það kleift, að komið verði sem fyrst rafmagni á hvert heimili á landinu. Og í niðurlagi nál, segir:

„Meiri hl. allshn. lítur svo á, að þáltill. sú á þskj. 14, sem hér um ræðir, greiði á engan hátt úr þeim vanda, sem hér er við að eiga, og leggur því til, að henni verði vísað til ríkisstj.

Þarna sýnist mér vera hægt að lesa milli línanna það álit meiri hl., að það geti farið svo, að þessi rekstrarhalli, sem verið hefur síðustu árin, stöðvi framkvæmdirnar og það eigi í raun og veru ekki að halda áfram með þær, fyrr en þessi nefnd, sem ríkisstj. hefur skipað, sé búin að finna einhverja lausn á því vandamáli, þessum rekstrarhatta. Mér sýnist þetta gægjast út hjá meiri hl. En ég vil algerlega mótmæta þessu. Þessi rekstrarhalli er ekki það mikill, að hann sé neitt vandamál, og með því að stöðva þær framkvæmdir, sem unnið hefur verið að í raforkumálum, væri ranglæti framið gegn þeim, sem hafa ekki enn fengið rafmagnið. Slíkt má ekki koma fyrir. Það verður að halda þeim framkvæmdum áfram með þeim hraða, sem mögulegt er, hvað sem þessum rekstrarhalla líður.

Ég sagði áðan, að till. meiri hl. í þessu máli hefði valdið mér vonbrigðum. Ég tel það ekki góða afgreiðslu á málinu að vísa því til hæstv. ríkisstj. Ríkisstj. hefur þegar látið dragast úr hófi fram að gera nýjar áætlanir um framkvæmdir um rafvæðingu sveitanna., er tækju við af 10 ára áætluninni. Þetta mál var til umr. hér fyrir rúmum þremur árum í Sþ. Þá lá einnig fyrir till. frá okkur framsóknarmönnum um raforkumál, mjög svipuð efnislega og þessi, sem nú liggur fyrir. Við umr. um þá till., sem fram fór 2. marz 1960, eða fyrir rúmum þremur árum, sagði hæstv. raforkumálaráðh. Ingólfur Jónsson m.a. á þessa leið:

“Raforkumálaskrifstofan er að vinna að því að gera áætlun yfir þá bæi, sem ekki fá rafmagn samkv. 10 ára áætluninni 1953–1963.“ Þá nefndi hann ekki 1964, heldur 1983. Og hann sagði enn fremur þá: „Raforkumálaskrifstofan hefur um nokkurt skeið unnið að þessu, en óformlega þó, en núna fyrir áramótin hef ég lagt áherzlu á það við raforkumálastjóra, að hann hraði þessari áætlun, eftir því sem unnt er.“

Þetta sagði hæstv. ráðh. fyrir rúmum þremur árum, sagðist hafa lagt áherzlu á það við raforkumálastjóra, að áætlun yrði hraðað, eftir því sem unnt er. En áætlunin er ekki komin enn. Þess vegna er þarna um brigðmæli að ræða hjá hæstv. ríkisstj. Þessu hefur ekki verið hraðað, eftir því sem unnt var, það er langt frá því. Það hefði verið mögulegt að hafa þessa framhaldsáætlun til þegar fyrir alllöngu. Og menn eiga vissulega heimtingu á því, þeir sem bíða og hafa beðið lengi eftir rafmagninu, að fá að vita, hvers þeir mega vænta í þessu efni. Ég tel það því alls ekki góða afgreiðslu á málinu að vísa því til ríkisstj., því að hún hefur ekki staðið sig þannig, að það sé afsakanlegt af þinginu að vísa málinu þangað. Það hefur ekki verið uppfyllt fyrirheitið um að hraða áætlunargerðinni. Og það þarf að bæta úr þessu nú þegar, eins og við leggjum til í okkar till., og það þarf að auka ríkisframlögin, til þess að þau verði ekki eins og nú, langtum minni en þau voru síðustu árin, áður en þessi ríkisstj. kom til valda. Það eitt er viðunandi, að bætt verði úr raforkuþörf þeirra, sem enn vantar rafmagnið, og það á allra næstu árum, eins og lagt er til í þáltill. okkar framsóknarmanna. Ríkinu ber skylda til að gera þetta tvímælalaust.

Hæstv. ráðh. flutti hér ræðu áðan. Hann sagði í upphafi ræðu sinnar, að það væri útlit fyrir, að svonefndri 10 ára áætlun yrði lokið 1964. Það er gott að taka því, ef svo verður. En ég verð þó að láta í ljós nokkurn ugg um það, að þetta muni ekki takast. Ég vetur var raforkuráð á fundi að gera samþykktir um framkvæmdir héraðsrafmagnsveitnanna, og mér er kunnugt um það, að þá gerði það samþykktir um allmargar rafveitur, sem ætti að koma upp á árunum 1964–1965, eins og það var orðað hjá raforkuráði. Þetta bendir til þess, að þeir reikni með því, að þetta dragist fram á árið 1965. Það væri gott, ef það yrði ekki, en ég óttast það nokkuð, að það geri það. Mér er ekki heldur grunlaust um, að enn séu svæði á landinu, sem eiga rétt á því að fá rafmagn skv. þeim reglum, sem fylgt hefur verið við framkvæmd 10 ára áætlunarinnar, en ekki er enn búið að gera samþykktir um í raforkuráði. Þannig hefur það verið til skamms tíma, og ég efast mjög um, að það sé búið að taka öll þau svæði inn á framkvæmdaáætlun, — ég efast um það.

Hæstv. ráðh. segir, að till. sé tilefnislaus. Hún er alls ekki tilefnislaus, þegar athuguð eru ummæli hæstv. ráðh. fyrir meira en þremur árum, þar sem hann lofaði að hraða þessu eftir föngum, en hefur ekki gert það. Hún er ekki tilefnislaus. Þá var hæstv. ráðh. að birta upplýsingar, sem hann taldi vera um, hve mikið hefði verið unnið að rafveitubyggingum í sveitum síðustu árin. En þarna fór hann með rangar tölur. Hann hélt því fram, að það hefði aldrei verið eins mikið gert og árin 1981 og 1962 í rafvæðingu sveitanna. En þetta er ekki rétt hjá honum. Ég hef hér yfirlit, sem ég hef fengið frá raforkumálaskrifstofunni, fékk það í s.l. mánuði, yfir það, hve mörg sveitabýli hala verið tengd við héraðsrafmagnsveiturnar, síðan 10 ára áætlunin kom til framkvæmda, hvert árið fyrir sig, og ég ætla að lesa upp þessa skýrslu. Hún segir aðra sögu en hæstv. ráðh, var hér með áðan. Skýrslan er þannig:

Fyrir 1954 voru 487 býli búin að fá rafmagn frá héraðsrafmagnsveitum. 1954, fyrsta ár áætlunarinnar, eru tengd 218 býli við héraðsrafmagnsveiturnar. 1955 eru þau 234, 1958 208 býli, 1957 282 býlí, 1958 148 býli, 1959 127, 1980 215, 1981 137 býli. 1962, sagði fulltrúinn mér á raforkumálaskrifstofunni nú í s.l. mánuði, að býlin hefðu verið um 200, það væri ekki hægt að segja það alveg nákvæmlega enn þá, en þau væru mjög nálægt 200.

Af þessari skýrslu kemur það fram, að flest sveitabýli eru tengd við héraðsrafmagnsveiturnar 1957 eða 262 talsins, þar næst 1955, 234 býli. Ég efast ekkert um, að þessi skýrsla, — ég hef fengið upplýsingar um þetta áður og fylgzt með þessu, — þessi skýrsla frá héraðsrafmagnsveitunum er rétt, og hún sýnir það, að hæstv. ráðh. fór hér með alrangar tölur. Ég veit ekkert, hvernig hann finnur þetta út, enda skiptír það ekki máli, það er rangt, sem hann fór með. Hann var að tala um í sambandi við okkar till., að kosningar væru á næsta leiti. Ég tel það alls ekki afsakanlegt af hæstv. ráðh, að fara með rangar tölur, þó að kosningar séu á næsta leiti.

Þetta er vitanlega réttasta aðgerðin við að sýna þetta, eins og raforkumálaskrifstofan gerir, að birta skýrslu um það, hve mörg býli eru tengd við héraðsrafmagnsveiturnar hvert árið fyrir sig. Þá, fyrst hefur fólk not at rafmagninu, þegar búið er að tengja heimili þess við rafveiturnar. Það hefur ekki not af þessu, á meðan rafveitur eru í smíðum. Það hefur komið fyrir öll árin, að það hefur verið byrjað á framkvæmdum með rafveitur um áramót, sem ekki var lokið fyrr en einhvern tíma á næsta ári eða þar næsta ár, og þetta er eini mælikvarðinn, sem hægt er að leggja á þessar framkvæmdir, hve mörg býli hafa lengið rafmagn, hafa verið sett í samband við rafmagnið hvert árið um sig.

Ég vil þá einnig vekja athygli á því, sem raunar kemur fram í nál. hv. minni hl., að þar er gerð grein fyrir, að það hefur langtum mínna verið gert í heild af rafmagnsframkvæmdum síðustu árin heldur en áður var. Hv. 3. þm. Norðurl. e. gerði grein fyrir þessu í sinni framsöguræðu. Ef teknar eru saman heildarframkvæmdirnar, þ.e.a.s. bæði við rafmagnsveitur ríkisins og héraðsrafmagnsveiturnar þessi ár, kemur það út, að nokkrum árum áður en núv. stjórnarflokkar komu til valda var lagt í þetta að meðaltali 132 millj. á ári, þegar búið er að umreikna þetta eftir byggingarvísitölu á verðlaginu 1962, en reiknað á sama hátt ekki nema 75 millj. árin 1959–1982, sem þessi stjórn hefur verið við völd. Hæstv. ráðh. var að tala um, að það væri rangt að telja ekki þarna með Keflavíkurveituna, sem byggð var hér á árunum. Hún kostaði nú ekki nema rúmar 22 millj., svo að það breytir ekki miklu, þó að því væri bætt þarna við þessi ár. En það á bara ekki að gera það. Á árinu 1959 var skuldaaukning raforkusjóðs ca. 50 millj. Þar af voru 10 millj. erlent lán, PL-480, vegna Keflavíkurlínu. Auk þessara 10 millj., sem fóru til þess að greiða innlendan kostnað við Keflavíkurveituna, fengu rafmagnsveiturnar sérstaklega lán fyrir erlendu efni til hennar, þegar hún var byggð, svo að ekki þurfti að verja til hennar neinu af því fé, sem áætlað var til 10 ára áætlunarinnar, enda utan hennar. Þetta eru þær upplýsingar, sem ég fékk á þeim tíma hjá raforkumálastjóra um það mál.

En jafnvel þó að á það væri fallizt eða gert fyrir hæstv. ráðh. að telja þetta með, þá breytir það ósköp litlu um heildarniðurstöðuna, þar sem þetta voru ekki nema eitthvað röskar 22 millj.

Nú var hæstv. ráðh. að tala um, að nú hefði miklu fé verið varið til rannsókna og undirbúnings virkjana. Ég hef haldið, að það væri ekki í fyrsta skipti í sögunni sem það væri varið fé til slíkra hluta. Það er enginn vafi á. því, að það hefur verið æðimiklu fé varið til rannsókna og undirbúnings rafveitunum á Vestfjörðum og Austurlandi, sem byggðar voru á tímum vinstri stjórnarinnar. Þannig hefur þetta verið fyrr en nú og lagt fé í rannsóknir og undirbúningsathuganir. Hæstv. ráðh. segir, að það þurfi ekki að tefja fyrir framkvæmdum, þó að þessi framhaldsáætlun, sem við viljum fá, komi ekki fyrr en á næsta hausti. En það er bara þannig með þetta mál, að menn eiga heimtingu á að vita, hvers þeir mega vænta í þessu lífshagsmunamáli. Þeir áttu að vera búnir að fá að vita þetta fyrir löngu. Það er óhæfilegur dráttur á því orðinn að ganga frá slíkri áætlun og birta hana almenningi. Menn eiga að geta fengið að vita, hvers þeir mega vænta.

Þó að nefnd sé sett á laggirnar til að athuga fjárhag rafveitnanna, og ég er ekkert að finna að því út af fyrir sig, það getur verið ágætt, þá er eftir sem áður rétt og skylt að ljúka við rafvæðingu landsins á allra næstu árum, eins og við leggjum áherzlu á í okkar till. Starf slíkrar n. má á engan hátt tefja eða hindra slíkar framkvæmdir. Þessi halli, sem mjög er talað um á rafveitunum, er ekki það mikill, að þess vegna sé nokkur ástæða til þess að hika við að halda áfram þessum framkvæmdum, og vitanlega þarf að auka ríkisframlagið til þessara mála. Við höfum flutt till. um það áður, og þær hafa verið felldar, en hér þarf að breyta til. Það þarf að auka til muna ríkisframlagið, og þá er engin hætta sjáanleg viðkomandi rekstri rafmagnsveitnanna. Það er vel hægt að láta það fyrirtæki ganga.