28.11.1962
Sameinað þing: 17. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í D-deild Alþingistíðinda. (2941)

53. mál, vinnsla grasmjöls á Skagaströnd

Flm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 53 flutt þáltill. á þá. leið:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta athuga, hvort hagkvæmt sé að vinna grasmjöl í síldarverksmiðju ríkisins á Skagaströnd.“

Á árunum eftir stríðið létu síldarverksmiðjur ríkisins reisa 6500 mála síldarverksmiðju á Skagaströnd. Þessi verksmiðja hefur ekki orðið atvinnulífinu á Skagaströnd sú lyftistöng, sem ætlað var í fyrstu. Ástæðan er sú, hve sumarsíldaraflinn á vestursvæðinu hefur jafnan verið rýr, og hefur reynslan orðið sú, að síldin hefur ekki verið brædd í verksmiðjunni á Skagaströnd nema örfáa daga á ári hverju. Síðustu tvö sumur, þegar ágætur afli hefur verið á austursvæðinu og síldarverksmiðjurnar á Norðurlandi hafa fengið allmikið hráefni að austan á flutningaskipum, hefur Skagastrandarverksmiðjan orðið mjög afskipt, að því er Skagstrendingar telja, og ríkir mikil óánægja yfir því þar á staðnum. Í framtíðinni getur verið valt að treysta á aðflutt síldarhráefni frá austursvæðinu, þar sem til þess mundi naumast koma nema í beztu aflaárum, auk þess sem afköst síldarverksmiðjanna á Austurlandi fara sívaxandi. Þó er þetta vissulega mál, sem þyrfti að athugast.

Megintilgangurinn með þessari þáltill. um athugun á því, hvort hagkvæmt sé að vinna grasmjöl í síldarverksmiðjunni á Skagaströnd, er að reyna að benda á leið til að nýta betur þessa stóru verksmiðju og gera hana arðbærari, og þar með að gera verksmiðjuna að styrkari stoð undir atvinnulífi Skagstrendinga en hún hefur verið fram til þessa. Talið er, að grasmjölsvinnsla geti farið fram í verksmiðjunni án nokkurra teljandi breytinga á. henni og án þess að takmarka síldarvinnsluna, það megi t.d. bræða síld í verksmiðjunni annan daginn og vinna grasmjöl hinn daginn, ef hráefni og aðstæður eru fyrir hendi.

Í nágrenni Skagastrandar er stórt ræktanlegt landssvæði í landi jarðanna Höfðahóta og Finnsstaða. Er önnur jörðin eign ríkisins, en hin Höfðahrepps. Stofnkostnaður vegna grasmjölsvinnslunnar yrði því væntanlega fyrst og fremst kostnaður við ræktun og kostnaður við öflun heyvinnuvéla, þar sem verksmiðjan sjálf er þegar fyrir hendi.

Ég tel mál þetta sannarlega vel þess virði, að það sé ýtarlega athugað. En með þeirri athugun, sem ég legg til að gerð verði, er að sjálfsögðu ekki eingöngu átt við það, að kannað sé, hvort verksmiðjan sjálf sé hæf til grasmjölsvinnslu, heldur verði einnig athugaðir ræktunarmöguleikarnir, kostnaður við öflun tækja og markaðsmöguleikar fyrir grasmjöl, eða m.ö.o., að athugað verði, hvort aðatæður séu fyrir hendi til grasmjölsvinnslunnar og hvort reksturinn geti borið sig. Það hefur þegar Parið fram nokkur undirbúningsathugun á þessu máli. Hún var framkvæmd af Jóhanni Frankssyni bústjóra á Stórólfshvoli og að undirlagi hreppsnefndarinnar í

Höfðahreppi. Og í þessari skýrslu Jóhanns Frankssonar segir svo í upphafi, með leyfi forseta:

„Vegna beiðni hreppsnefndar Höfðahrepps hefur undirritaður í vetur athugað möguleika til grasvinnslu í Höfðakaupstað. í fyrsta lagi, hvort vélar síldarverksmiðjunnar geti verið notaðar til þurrkunar og mölunar á grasi. Í öðru lagi aðstöðu til framleiðslu hráefnis í nágrenni þorpsins. Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta hér, en vil aðeins taka fram, að svörin við báðum þessum spurningum á þessum aðalathugunarefnum voru mjög jákvæð.“

Og í niðurlagi skýrslu sinnar segir Jóhann Franksson:

„Í Höfðakaupstað eru skilyrði til þess að framleiða grasmjöl til útflutnings þau beztu, sem völ er á hér á landi.“

Þá. hefur hæstv. landbrh. ritað í sumar bréf til stjórnar síldarverksmiðja ríkisins og farið fram á það við verksmiðjustjórnina, að hún léti fara fram athugun á því, hvort fært væri að vinna grasmjöl í síldarverksmiðjunni á Skagaströnd, en af þeirri athugun mun ekki hafa orðið enn. Er nauðsynlegt til áréttingar og til að tryggja athliða athugun á málinu undir forustu ríkisvaldsins að samþykkja þáltill. í þessu skyni.

Herra forseti. Ég legg til, að umr. verði frestað og málinu vísað til hv. allshn.