30.01.1963
Sameinað þing: 27. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í D-deild Alþingistíðinda. (2996)

72. mál, bankaútibú á Snæfellsnesi

Flm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í bankakerfi landsins. Stafar þessi vöxtur bæði af hinni öru fjölgun þjóðarinnar, blómlegri framleiðslu og fjármálastefnu. sem hefur leitt til mikillar aukningar á sparifé. Vöxtur bankakerfisins hefur komið fram á þann hátt, að sparisjóðir hafa verið gerðir að bönkum og bæði gamlir og nýir bankar hafa stofnað fjölda útibúa. Enn sem komið er hefur mestur fjöldi þessara útibúa verið í Reykjavík. Þó hafa þau verið sett á staði úti á landi, t.d. í Húsavík og á Blönduósi. í Keflavík hefur þegar verið tilkynnt eitt útibú og sagt er, að tveir aðrir bankar leiti þar að húsnæði. Þá mun vera von á útibúum á enn fleiri stöðum innan skamms.

Nú er svo komið, að fleiri eða færri bankaútibú eru í öllum kjördæmum landsins nema Vesturlandskjördæmi. Að vísu hefur nokkuð verið rætt um stofnun útibúa á Akranesi og í Borgarnesi, en ekki verið teknar ákvarðanir um það enn, að því er bezt verður vitað.

Snæfellsnes er nú eitt þeirra héraða, sem erfiðasta aðstöðu hafa hvað bankaþjónustu snertir. Má heita, að þaðan sé dagleið í næsta banka, og þurfa athafnamenn að verja óhóflega löngum tíma frá beinni stjórn atvinnutækja til að komast í banka. Af þessum sökum er tili, flutt og í þeirri von, að hún megi stuðla að því, að úr þessu verði skjótlega bætt.

Bankaþjónusta er nauðsynlegur þáttur í allri framleiðslu og fjárfestingu svo og öðru athafnalífi. Bankakerfi landsins er að verulegu leyti ríkiseign og fjárhagsástæður þjóðarinnar allar slíkar, að óhjákvæmilegt er fyrir hv. alþm. að láta. sig þessi mál einhverju skipta. Sjáifsagt er, að bankakerfið aukist og veiti landsmönnum sem bezta þjónustu. Hin vegar er rétt að gæta þess, að óeðlileg samkeppni verði ekki til þess, að bankaútibú verði eins og benzínstöðvar, margfalt kerfi þeirra um allt landið, og af því hljótist óþarfakostnaður. Það sjónarmið verður að ráða, an helztu framleiðsluhéruð hafi greiðan og eðlilegan aðgang að bankaþjónustu, en með það í huga er þessi till. flutt.

Herra forseti. Ég legg til, að till. verði vísað til hv, allshn.