06.02.1963
Sameinað þing: 28. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í D-deild Alþingistíðinda. (3024)

96. mál, jarðhitarannsóknir á Norðurlandi eystra

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Mér þykir leitt, að bæði hæstv. forseti og hv. flm. till. hafa misskilið mig í aths. um atkvgr. Ég talaði aðeins um það að fresta ekki atkvgr. um málið á þingfundi. Í till., sem hér var til meðferðar áðan, var atkvgr. frestað um að senda málið til nefndar, og þetta hefur verið gert hvað eftir annað hér. Það tefur um heila viku að afgreiða málið til nefndar. Það var þetta eina, sem ég óskaði eftir, en alls ekki það, að málið væri afgreitt án nefndar, nema síður sé.

Ég vil svo leyfa mér að þakka hv. flm. fyrir ummæli hans um það, sem ég gerði fsp. um. Ég vænti þess eftir það, að hann muni ekki sýna neina ósanngirni í málinu, og ég vænti þess, að sú nefnd, sem fær málið til athugunar, taki til athugunar till., sem fram kunna að koma til breytingar í þá átt, sem ég talaði um. Skal ég ekki að öðru leyti ræða málið á þessu stigi.