20.02.1963
Sameinað þing: 31. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í D-deild Alþingistíðinda. (3035)

100. mál, heitt vatn á Selfossi og að Laugardælum

Helgi Bergs:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir ágætar undirtektir undir þetta mál. Enn fremur vil ég þakka honum fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf hér um það, að þegar hefði verið ákveðið að verja 500 þús. kr. til jarðborana á Selfossi á árinu 1983.

Mér virtist á máli hæstv. ráðh., að hann teldi, að lítið gagn væri í að samþykkja þessa till., þar sem hún fjallaði um framkvæmdir, sem þegar væri búið að ákveða að ráðast í. Hins vegar held ég, að það hafi verið rétt hjá hæstv. ráðh., sem hann bætti við, að það kæmi vissulega ekki að sök, þó að hér væri á hv. Alþingi hreyft þessu stórfellda hagsmunamáli, og sjálfsagt væri, eins og hæstv. ráðh. sagði, að taka málinu vel. Ég sé þess vegna ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um þetta eftir þessar góðu undirtektir hæstv. ráðh. og vit ítreka till. mína um, að umr. verði frestað og málinu vísað til hv. fjvn.