13.03.1963
Sameinað þing: 38. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í D-deild Alþingistíðinda. (3140)

165. mál, tryggingarsjóður landbúnaðarins

Flm. (Karl Guðjónsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér ásamt hv. 5. þm. Norðurl. e. að flytja hér till. til þál. um tryggingarsjóð landbúnaðarins. þess efnis, að Alþingi feli ríkisstj. að undirbúa í samráði við samtök bænda löggjöf um tryggingarsjóð landbúnaðarins, sem ætlað verði það hlutverk að bæta bændum að einhverju þann uppskerubrest eða annað það afurðatjón, sem þeir kunna að verða fyrir í búskap sínum af náttúrunnar völdum, vegna t.d. óhagstæðs tíðarfars, kalskemmda eða annarra náttúruhamfara, og að til undirbúnings löggjafar um slíkan tryggingarsjóð landbúnaðarins verði höfð hliðsjón af þeim kjörum, sem sjávarútvegurinn nýtur samkvæmt lögunum, sem í gildi eru um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins.

Það er alkunna, að aflatryggingasjóður sjávarútvegsins og áður hlutatryggingasjóður, þeir fleyttu útgerðinni oft yfir tíma- og staðbundna örðugleika, sem hún varð fyrir vegna aflabrests. En alveg á sama hátt er hin fyllsta ástæða til þess, að bændastétt landsins geti notið hliðstæðrar fyrirgreiðslu af opinberri hálfu um sjóðsstofnun til tryggingar því, að bændur þurfi ekki bótalaust að bera afurðatjón, afurðarýrnun eða uppskerubrest eða ef uppskera eða afurðamagn fer niður úr ákveðinni prósentutölu af því, sem venjulegt er á undangengnum árum. Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins er miðaður við það, að úr sjóðnum verði greiddar bætur, ef aflamagnið fer niður fyrir 85% eða 75% af því, sem venjulegt er, eftir atvikum, og að þar með verði stuðlað að því, að þessi atvinnuvegur geti sem snurðuminnst haldið áfram, þótt slíkan aflabrest hendi. Sjávarútveginum er gert að skyldu að borga ákveðna prósentutölu af heildarútflutningsmagni sínu í þennan sjóð, en ríkissjóði gert að gjalda jafnmikið gjald á móti í aflatryggingarsjóðinn. það verður að teljast eðlilegt, að hér verið afkoma bænda tryggð á hliðstæðan hátt, eins og afkoma útgerðarmanna hefur þegar verið tryggð.

Ég hygg, að engum hv. þm. mundi detta í hug að telja hlutatryggingasjóð óþarfan í dag, og allir munu á hinn bóginn viðurkenna, að slíkur sjóður hefur stórmerku hlutverki að gegna, og er ekki einasta viðkomandi útgerðarmönnum til mikils öryggis, heldur tryggir það einnig, að framleiðsla íslenzka þjóðarbúsins geti orðið sem traustust og þurfi ekki að verða fyrir verulegum töfum, þó að eitthvað bjáti á um aflamagn á einstökum stöðum og á einstökum tímum. En það verður ekki annað séð en eðlilegt sé, að alveg hliðstæðar reglur séu látnar gilda að því er landbúnaðinn varðar.

Hér er hins vegar af okkar flm. hálfu ekki lagt fram lagafrv. um þetta mál, vegna þess að það verður að teljast óhjákvæmilegt, að sérfræðileg athugun fari fram á því, með hverjum hætti tjónbætur eiga að fara fram, og því er hér gert ráð fyrir, að settir verði starfsmenn á vegum hins opinbera til að undirbúa slíkt frv. til þess mundi, að því er ég ætta, vera eðlilegt að ráða tryggingafræðing eða tryggingafræðinga svo og sérfróða menn í landbúnaði, auk þess sem, eins og í till. segir, væri sjálfsagt, að við undirbúning slíkrar löggjafar störfuðu fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda og frá Búnaðarfétagi Íslands.

Í landinu starfar nú að opinberri tilhlutan sjóður, sem nefnist bjargráðasjóður. í einstökum tilfellum hafur annaðhvort bjargráðasjóður eða ríkissjóður sjálfur komið til móts við bændur. þegar um hreint hallæri hefur verið að ræða af náttúruvöldum. Sú starfsemi ríkissjóðs eða bjargráðasjóðs getur þó alls ekki jafnazt á við starfsemi eðlilegs tryggingasjóðs, sem innkallaði sín iðgjöld, en bætti líka tjón eftir ákveðnum, fyrir fram gerðum reglum.

Ég sé, að í dag hefur verið útbýtt hér á Alþingi annarri till. til þál., sem fjallar raunar alveg um það sama efni og hér er á dagskrá. Það er till., sem þeir hv. þm. Jónas Pétursson og Magnús Jónsson flytja hér á bskj. 389. Þar er að vísu gengið út frá því, að lögunum um bjargráðasjóð verði breytt í þá átt, að hann verði tryggingarsjóður fyrir landbúnaðinn, en ef það þyki ekki hagkvæmt, þá skilst mér, að till. geri ráð fyrir, að efnt verði til sérstakrar tryggingastofnunar á þessu sviði, og er það okkur flm. þeirrar till., sem hér er á dagskrá, að sjálfsögðu fagnaðarefni að sjá svo tekið undir það mál, sem við höfum hér flutt. sem till. um endurskoðun l. um bjargráðasjóð ber með sér. En það sýnir og sannar þörf málsins, að það skuli koma hér fram tvær till. á Albingi um, að ríkið skorist ekki undan þeirri þörf, sem á því er, að líkum sjóði verði komið upp.

Ég tel, herra forseti, að eðlilegt sé, að umr. um þessa till. verði á þessu stigi frestað og hanni vísað til hv. fjvn. til umsagnar, þar eð hún eðli sínu skv. gerir ráð fyrir því, að með setningu slíkrar löggjafar yrði lögð nokkur útgjaldaskylda á ríkissjóð. svo sem nú ríkissjóður hefur varðandi aflatryggingasjóð.