20.03.1963
Sameinað þing: 41. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í D-deild Alþingistíðinda. (3161)

169. mál, lánveitingar til íbúðarhúsabygginga

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Þessi till. fjallar um það, að Alþingi álykti að fela ríkisstj. að gera nú þegar ráðstafanir til þess að útvega byggingarsjóði ríkisins allt það fjármagn, sem þarf til þess, að unnt sé án tafar að veita hámarkslán skv. l. til allra þeirra, sem sótt hafa um lán og komið íbúðum sínum í lánshæft ástand. Enn fremur, að ríkisstj. ákveði, að 150 þús. kr. hámarkið, sem nú er ákveðið í lögum um lánveitingar húsnæðismálastofnunarinnar, verði látið ná til íbúða, sem byrjað var á eftir gengisbreytinguna 1980.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á undanförnum árum hefur orðið mikill misbrestur á því, að þeir, sem hafa átt að fá lán úr byggingarsjóði ríkisins, hafi fengið það á þeim tíma, sem íbúðir þeirra eða viðkomandi aðila hafa orðið lánshæfar, og hafa þessar tafir oft og tíðum valdið viðkomendum hinum mestu óþægindum. Það verður einnig að teljast eðlilegt, að það hámark á þessum lánum, sem samþ. var á siðasta þingi, þ.e.a.s. lánin máttu ná 150 þús. kr. hámarki, verði látið ná til allra, sem byrjuðu á byggingu íbúða eftir gengisbreytinguna 1960, en nú ná þau ekki nema til þeirra, sem voru búnir að steypa grunn að byggingu fyrir 1. ágúst 1961. Ég held, að öllum hljóti að koma saman um, þegar þeir athuga þetta mál, að hér sé um sjálfsagt rétttætismál að ræða.

Mér finnst rétt að rifja það upp, hvaða tekjuöflun mundi þurfa hjá byggingarsjóði til þess að geta fullnægt þessari till. Skv. upplýsingum, sem ég hef fengið frá stjórn byggingarsjóðsins eða mönnum, sem eiga sæti í stjórn byggingarsjóðsins, var þannig ástatt 8. marz s.l., að fyrir lágu lögmætar umsóknir, þ.e. þar sem búið var að fullnægja öllum skilyrðum, sem námu samanlagt 114 millj. kr. Auk þess lágu fyrir umsóknir, þar sem ekki var fullséð, hvort íbúðirnar væru orðnar lánshæfar, þ.e. hvort þær væru orðnar fokheldar, en munu hins vegar verða það áreiðanlega mjög fljótlega, ef þær eru þá ekki orðnar það. Þessar umsóknir námu samanlagt 21.6 millj. kr., þannig að 8. marz s.l. lágu fyrir lánsbeiðnir hjá byggingarsjóði upp á 135.6 millj. kr. En þess ber að gæta varðandi flestar umsóknirnar utan af landi, að það vantaði skilríki um, hvort búið hefði verið að steypa grunninn fyrir 1. ágúst 1961, og þess vegna er þeim í þessari áætlun yfirleitt ekki ætlað nema 100 þús. kr. lán. En ef skilríki koma fram um það, sem vafalaust má vænta um mjög margar þeirra, að það hafi ekki verið búið að steypa grunninn fyrir 1. ágúst 1961, þá má búast við, að þessi upphæð hækki verulega, þannig að það er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir því, að þær lánsbeiðnir, sem lágu fyrir hjá húsnæðismálastofnuninni 8. marz s.l. og eru ýmist orðnar lögmætar eða verða það mjög fljótlega, nemi að upphæð um 140 millj. kr., sem sagt, að sjóðurinn þyrfti að ráða yfir 140 millj. kr. nú í dag til að geta fullnægt þessum lánsbeiðnum. Nú mun það hins vegar hafa verið gert af hálfu hæstv, ríkisstj., að sjóðnum hefur verið tryggt fé til útlána, sem nemur um 80 millj. kr., þannig að þó að þessi fjárveiting hafi fengizt, þá mun samt vanta um 60 millj. kr., þegar þeirri úthlutun lýkur, sem nú stendur yfir, til þess að sjóðurinn geti fullnægt þeim lánsbeiðnum, sem fyrir liggja. En svo má að sjálfsögðu gera ráð fyrir því og verður að sjálfsögðu á þessu ári, að þá bætast við margar nýjar íbúðir, sem verða lánshæfar. Ef um væri að ræða eðlilega byggingarstarfsemi, þá er alls ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir því, að slíkar íbúðir gætu orðið um 800, og eigendur þeirra allra ættu skv. lögum að hafa rétt til að fá 150 þús. kr. lán út á hverja, svo að hér yrði um 120 millj. kr. upphæð að ræða. Þannig virðist liggja nokkurn veginn ljóst fyrir, að til viðbótar þeim 80 millj., sem sjóðurinn er þegar búinn að fá til ráðstöfunar á þessu ári, þurfi alltaf um 180 millj. kr. til viðbótar á árinu, og það fjármagn þyrfti að útvega, ef þessi till. yrði samþ.

Ég held, að allir hv. þm., sem eru mjög kunnugir því, hvernig ástatt er í byggingarmálunum, hljóti að telja sjálfsagt, að þessi upphæð verði útveguð sjóðnum, og samþ. þá till., sem hér liggur fyrir. Það vill líka svo vel til, að það eru ýmsir góðir möguleikar til þess að fullnægja þessum þörfum sjóðsins. Bæði er það, að það hefur mikið fé verið fryst hjá Seðlabankanum. Það er mikið fé, sem hefur safnazt í atvinnuleysistryggingasjóð, og víðar er um sjóði að ræða, sem ættu að geta lánað til þessarar starfsemi.

En í sambandi við þetta er ekki úr vegi að gera sér nokkra grein fyrir því, hver fjárþörf byggingarsjóðs muni verða á komandi ári, en hún verður að sjáifsögðu töluvert miklu meiri en þetta, vegna þess að það er ljóst, að það er alls ekki fullnægjandi, eins og nú er komið byggingarkostnaði, að veita 150 þús. kr. lán út á íbúð. Ef íbúðarbyggjandi ætti t.d. nú að vera svipað staddur og 1958, þannig að hann þyrfti ekki að leggja fram meira fé eða útvega meira lán sjálfur en hann þá gerði, heldur fengi hitt að láni frá byggingarsjóði ríkisins, þá mundi það lán, sem byggingarsjóður ætti að útvega honum, þurfa að nema frá 250 til 300 þús. kr., þannig að það þyrfti næstum því að tvöfaldast frá því, sem nú er, til þess að menn verði svipað staddir og þeir voru 1958 í þessum efnum. Nú mun það vera talið eðlilegt, að það þurfi að bætast við á ári um 1500 nýjar íbúðir, þar af má gera ráð fyrir, að kannske 120–140, miðað við venju undanfarinna ára, séu í sveitum, en til þeirra ná lánveitingar byggingarsjóðs ekki, en í kaupstöðum mundu þá skv. þessu þurfa að bætast við um 1300–1400 nýjar íbúðir árlega. Að sjálfsögðu eru ýmsir þeirra, sem byggja, þannig fjárhagslega staddir, sem betur fer, að þeir þurfa ekki að leita eftir láni úr byggingarsjóði. En fjarri lagi væri ekki að gera ráð fyrir því, að eigendur um 1000 íbúða mundu þurfa að leita eftir láni úr sjóðnum, og ef gert væri ráð fyrir því, að hægt væri að hækka lánin upp í 250–300 þús. á hverja íbúð, væri hér um upphæð að ræða, sem nemur 250–300 millj. kr. á ári. Það virðist vera það lágmarksfjármagn, sem byggingarsjóður þyrfti að hafa til umráða, svo að vel væri og svo að það yrði tryggt, að ekki drægi óeðlilega mikið úr byggingarstarfsemi í landinu. Nú hefur hins vegar verið þannig háttað á undanförnum árum, eða t.d. á s.l. ári, að þá fékk sjóðurinn ekki nema 82 millj. kr. til umráða, en það er sem sagt ekki nema frá 1/4 til hluta þess, sem sjóðurinn þyrfti að hafa til umráða, ef vel væri. Þess vegna er augljóst mál, að hér er mjög atórt og erfitt verkefni við að fást. En það verður ekki komizt hjá því að reyna að leysa þennan vanda, og þess vegna er það, að við framsóknarmenn höfum flutt till. um það á öðru þskj., að tekin verði til endurskoðunar öll löggjöf, sem fjallar um aðstoð við byggingar, og sett ný heildarlöggjöf með það fyrir augum, að það verði hægt að útvega þeim að láni, sem þess þurfa, um 2/3 hluta byggingarkostnaðar, en það er sú upphæð, sem menn eiga kost á í nágrannalöndum okkar sem lánsfé, og jafnvel í sumum þeirra geta menn fengið meiri hluta byggingarkostnaðarins að láni.

till., sem hér liggur fyrir, fjallar aðeina um þann vanda, sem við er að fást í dag, að tryggja það, að menn geti fengið þau lán, sem þeim eru eiginlega nú heitin í lögunum um byggingarsjóðinn. En mikið vantar á, að svo að, eins og tölurnar sýna, sem ég hef nú greint frá. Fyrir fjöldann allan, sem stendur í byggingum, er að sjálfsögðu mjög nauðsynlegt, að ekki standi á, þessum lánum, og því eðlilegt og sjálfsagt, að þær ráðstafanir séu gerðar, sem till. fjallar um, að tryggja það, að hægt sé að veita þessi lán strax og íbúðirnar verða lánshæfar.

Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa þessi orð fleiri að sinni, en leyfi mér að leggja til, að till. verði vísað að lokinni þessari umr. til allshn.