19.12.1962
Sameinað þing: 24. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 449 í B-deild Alþingistíðinda. (319)

1. mál, fjárlög 1963

Frsm. meiri hl. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Síðan 2. umr. fjárl. lauk, hefur fjvn. haldið nokkra fundi, farið yfir frv., brtt., sem teknar voru aftur til 3. umr., og erindi og bréf, sem bárust til viðbótar. N. leggur til, að frv. verði breytt eins og till. á þskj. 212 segir. Hv, þm. Framsfl. og Alþfl. hafa þó áskilið sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma.

Þá mun ég fara nokkrum orðum um till. n. á þskj. 212.

Við 11. gr. A.1.e, endurbætur á dómhúsi hæstaréttar, hækkun um 125 þús. kr.

Við 11. gr. A. 6. a er hækkun launa vegna fjölgunar um einn starfsmann hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, tæpar 50 þús. kr.

Við 11. gr. A. 23. a, bifreiðaeftirlitið, það er vegna húsnæðis fyrir bifreiðaeftirlitið á Akureyri, 250 þús. kr., en b-liður: ÷ tekjur breytist um sömu upphæð, þannig að það kemur út slétt.

Við 11. gr. A. 26. b, áfengisvarnaráð, er lagt til, að það hækki um 50 þús. kr.

Við 12. gr. l. a, þ. e. landlæknisembættið, og IV. a, landsspítalinn, röntgendeild, og XI, embætti skólayfirlæknis, þessir liðir hækki um samtals rúmar 60 þús. kr., vegna þess að aðstoðarlæknisstaða á röntgendeild breytist í deildarlæknisstöðu og bætt er við einni stúlku á skrifstofu landlæknis og skólayfirlæknis.

Við 13. gr. A. I. 3, það er skrifstofukostnaður Vegagerðar ríkisins, er lagt til, að hann hækki um 110 þús. kr. Það er vegna flutnings skrifstofunnar í stærra og dýrara húsnæði.

Við 13. gr. A. II. d, skipting á fé til millibyggðavega.

Við 13. gr. A. III, liðurinn hækki um 1 millj, og fénu jafnframt skipt á einstakar brýr, eins og þar segir.

Við 13. gr. A. X, liðurinn fellur niður hér, kemur inn annars staðar, eins og síðar greinir. Við liðinn 13. gr. A: II. e, þ.e. liðurinn til samgöngubóta á landi, 5.4 millj, kr., leggur n. til, að það fé skiptist milli kjördæma hlutfallslega eins og vegafé. Þá kemur í hlut einstakra kjördæma eins og hér segir:

Vesturlandskjördæmi ........ 980 þús. kr. Vestfjarðakjördæmi …………1130 þús.kr. Norðurlandskjördæmi vestra ……. 710 þús. kr.

Norðurlandskjördæmi eystra .. 680 þús. kr. Austurlandskjördæmi .. .... .. 1035 þús. kr. Suðurlandskjördæmi .......... 745 þús. kr. Reykjaneskjördæmi ....... . 120 þús. kr.

Við 13. gr. A. XIV er nýr liður, kláfferja á Tungnaá, 350 þús. kr., fyrri greiðsla. Gert er ráð fyrir, að bændur greiði nokkurn hluta af kostnaðinum við þessa kláfferju og auk þess rafmagnsveitur ríkisins nokkurn hluta.

Við 13. gr. A. XVI, liðurinn hækki um 15 þús. kr., vegna þess að bætt er við einum bæ, Kirkjubóli í Langadal.

Við 13. gr. A. XX, það eru iðgjöld til slysatryggingar hjá Vegagerð ríkisins, hækki um 70 þús. kr., það er leiðrétting til þess að ná þeirri upphæð, sem slysatryggingin reyndist vera á s.l. ári.

Við 13. gr. C, hafnarbótasjóður, hækki um 200 þús. kr. vegna óveðursskemmda á Melgraseyri og í Ólafsvík.

13. gr. C. IX, nýr liður, ferjubryggjur, þótti réttara að hafa þann lið hér, eins og ég gat um við 2. umr., og er hann hækkaður, vegna þess að hann reyndist ekki mega vera lægri en þetta til þess að koma að gagni. Þetta eru sömu staðir og áður hafa verið nefndir í þessu sambandi.

Við 13. gr. D. 2. d, hækkun vegna slökkvideildar á Reykjavíkurflugvelli um 400 þús. kr. Það er talið alveg óhjákvæmilegt til öryggis vegna aukinnar umferðar um völlinn.

Við 13, gr. D. II. 5. e, af sömu ástæðu er talið nauðsynlegt aukið viðhald flugbrauta og lagt til, að sá liður hækki um 500 þús. kr.

Við 13. gr. D. IX. b, vegna flugskráningar, hækkar um rúm 90 þús. kr. vegna aukins kostnaðar. Um þann lið er það að segja, að það þarf að fá þann starfsmann, sem annast þetta, frá útlöndum, eins og nú standa sakir. Íslenzkur verkfræðingur er að afla sér þekkingar og reynslu á þessu sviði, en það er ekki talið, að hann muni verða fær um að taka þetta að sér fyrr en eftir eitt eða tvö ár hér frá. Þá breytist væntanlega þetta og verður eitthvað ódýrara, þegar hægt verður að fá innlendan mann til þess að annast það, og hann verður væntanlega búsettur hér.

Við 13. gr. D. IX, það er nýr liður, flugöryggiskerfi, 400 þús. kr. Það er til þess að hægt sé að taka í notkun nokkuð af tækjum, sem flugmálastjórnin þegar hefur fengið til aukins öryggis í innanlandsfluginu.

13. gr. D. X, alþjóðaflugþjónustan, hækkar um 100 þús. kr. vegna leiðréttingar. Auk þess eru nokkrar tilfærslur á liðnum, sem eru leiðréttingar frá því, sem áður var.

Við 13. gr. D, þ.e. tekjur af Reykjavíkurflugvelli hækki um 900 þús. kr. vegna aukinnar umferðar um völlinn.

Við 13. gr. E eru leiðréttingar, en upphæðirnar breytast ekki.

Við 13. gr. F. II, Skipaskoðun ríkisins, er lagt til að hækki um samtals 200 þús. kr. vegna aukins kostnaðar. Það er talið, að skipaskoðunin geti ekki leyst af hendi þá nauðsynlegu þjónustu til öryggis sjófarenda og annarra nema fá þessar hækkanir, sem þar er greint.

Við 13. gr. F. XI, nýr liður, til endurbóta við Geysi 80 þús. kr.

Við 14, gr. er hækkun til íslenzkra námsmanna. Það er vegna meiri fjölgunar en gert hafði verið ráð fyrir eða 7% fjölgunar námsmannanna í stað 5%, sem gert hafði verið ráð fyrir. Og auk þess er á þessum lið nokkur leiðrétting vegna skekkju, sem orðið hafði í útreikningi.

Við 14. gr. A. X. 23. b, ný barnaskólahús, það eru leiðréttingar, á að standa „annar áfangi“ í stað „fyrsti“.

Við 14. gr. A. X. 23. b, hækki um rúm 1300 þús. kr. vegna þeirra staða, sem taldir eru og bætt er við greinina.

Við 14. gr. A. X. 23. b, nýr liður, þrír skólabílar. Þetta hafði fallið niður við 2. umr., og upphæðin er samtals 130 þús. kr.

Við 14, gr. A. XII. c, til bókasafna og lesstofubygginga er lagt til að hækki í 300 þús. kr.

Við 14, gr. A. XII. e nýr liður, til byggingar bókhlöðu á Akureyri vegna 100 ára afmælis kaupstaðarins 1 millj. kr.

Við 14. gr. A. XVII. 4, áhaldakaup fyrir heyrnleysingjaskóla, er lagt til að hækki um 30 þús. kr.

14. gr. A. XV, menningarsjóður Blaðamannafélags Íslands, hækki um 15 þús. kr.

Við 14. gr. A. XXXVI, Ríkisútgáfa námsbóka, er lagt til að hækki um 200 þús. kr. vegna aukins kostnaðar.

Við 14. gr. B. XII, liðurinn fellur niður. Félagið starfar ekki lengur.

Við 14. gr. B. XIII. 20, nýr liður, 10 þús. kr. til Guðrúnar Helgadóttur skálastjóra til ritstarfa.

Við 14. gr. B. XVI, Bandalag íslenzkra listamanna, hækki um 25 þús. kr.

Við 14. gr. B. XLII, vísindasjóður, hækki um 50 þús. kr.

Við 14. gr. B. LII, til leiklistarstarfsemi. Þá vil ég geta þess, að fjárhæðin er miðuð við, að Leikfélag Reykjavíkur fái 150 þús. kr., Leikfélag Akureyrar og Kópavogs 30 þús. kr. hvort, önnur leikfélög, sem starfa á svæðum, þar sem skemmtanaskattur er greiddur, 15 þús. kr. hvert, annars staðar, þ.e.a.s. þar sem ekki er greiddur skemmtanaskattur, 8 þús. kr. Auk þess sé fullnægt skilyrðum um mótframlag og skýrslugerðir eins og verið hefur.

Við 14. gr. B. LIV, það eru tveir nýir liðir til söngvara, sem þar greinir frá, 3 þús. kr. til hvors.

Við 15. gr. XIII, hækki um 30 þús. kr.

Við 16. gr. A. 1, Búnaðarfélag Íslands, hækki um 100 þús. kr.

V ið 16. gr. A. 10, búfjártryggingar, er lagt til að hækki um 100 þús. kr. Þetta er leiðrétting, sem hefur komið í ljós að nauðsynleg er, en gjaldið ber að greiða samkvæmt lögum.

Við 16. gr. A. 19. b, sjóvarnargarðar, hækki um 150 þús. kr. vegna tveggja staða, er bættust við.

Við 16. gr. A. 43, liðurinn hækki um 40 þús. kr.

Við 16. gr. E. I, undirliðirnir 1, 2 og 3, atvinnudeild háskólans hækki eins og þar segir um samtals 1 millj. og 99 þús. kr. vegna stóraukinnar starfsemi deildanna.

Við 16. gr. E. VIII, nýr liður, starfsfræðsla utan Reykjavíkur 30 þús. kr. Þykir réttara að hafa þennan lið hér, eins og ég gat um við 2. umr.

Við 17. gr. I. 3, það eru vatnsveitur, er lagt til að hækki um 230 þús. kr.

Við 17. gr. III. 8 er orðalagsbreyting.

Við 17. gr. III. 9, orlof húsmæðra, er lagt til að hækki í 550 þús. kr. eða um 100 þús. kr.

Við 17. gr. V. 7, sjúkraflug, hækki um 25 þús. kr.

Við 17. gr. V. 9, sumardvalarheimili, er lagt til að hækki um 85 þús. kr.

Við 17. gr. V. 11. d, dagheimili, er lagt til að hækki um 115 þús. kr. vegna tveggja heimila, er bætast við. Þetta er byggingarstyrkur.

Við 17. gr. V. 15. h, nýr liður, Geðverndarfélag Íslands, 25 þús. kr.

Við 17. gr. V. 16, neytendasamtökin, hækki í 75 þús. kr. vegna stóraukinnar starfsemi.

Um 18. gr. er það að segja, að greinin hefur verið yfirfarin, leiðrétt og bætt við skv. sömu reglum og undanfarin ár, og veldur það hækkun um 742213 kr.

Við 20. gr. Út V, það er byggingar á jörðum ríkisins, er lagt til að hækki um 200 þús. kr.

Við 20. gr. Út XI. 3, bygging sjómannaskólans, lagt til að hækki um 100 þús. kr. Enn er ólokið að ganga frá skólanum og lóðinni, og mun að vísu kosta meira fé en þetta.

Við 20. gr. Út, XI. liður, garðyrkjuskólinn á Reykjum, er lagt til að hækki um 100 þús. kr. Við 20. gr. Út XXII, bygging á prestssetrum, hækki um 500 þús. kr.

Við 20. gr. Út XXVII, nýr liður, prestssetur í Odda, 300 þús. kr.

Þá kemur við 22. gr. XIX að ábyrgjast allt að 1 millj. kr. lán fyrir Skipasmíðastöðina h/f í Stykkishólmi með venjulegum skilyrðum.

Við 22. gr. XX, síldarverksmiðjur, lagt er til, að ábyrgðarheimildin hækki í 50 millj. kr., vegna þess að umsóknum hefur fjölgað.

Við 22. gr. XXIV er nýr liður, að taka allt að 2 millj. kr. lán til byggingar við Hjúkrunarskóla Íslands. En ég er hér á eftir með skrifl. brtt., þar sem er lagt til, að orðalag é þessari gr. verði öðruvísi, eins og þar greinir og ég mun greina frá, þegar þar að kemur.

Við 22. gr. XXVI, nýr liður, að kaupa eignir Kol h/f að undangenginni rannsókn.

Við 22. gr., nýr liður, að kaupa eignir Ræktunarsambands Norðurlands, ef samningar nást.

Við 22. gr., að selja þær eignir, sem taldar eru. Það er leiðrétting á orðalagi og upptalningu, það vantaði á upptalninguna, eins og greinin var prentuð við 2. umr.

Við 22. gr. XXXVII, að ráðstafa eignum Áburðareinkasölu ríkisins til rannsóknarstarfa, eins og greinir í till.

Við 22. gr. XXVII eru nýir liðir, að selja hús eitt, er rafmagnsveitur ríkisins eiga á Seyðisfirði, að selja úr landi Setbergs á Snæfellsnesi, selja lóð á Akranesi og í Stykkishólmi, enn fremur þrjár húseignir í Keflavík, eins og í greininni segir.

Við 22. gr. XXXII, að láta gera við togarann Þorstein þorskabít, sem er eign ríkissjóðs, og taka lán til þess, ef með þarf.

Við 22. gr. XXKIII er leiðrétting, orðið „ómerktum“ fellur niður.

Við 22, gr. XXXVII, nýr liður, að festa kaup á skriðbíl og nota sem ferju á aurum Skaftafellssýslu.

Eins og fram mun koma í tillögum samvn. samgmn., mun n. leggja til 680 þús. kr. hækkun.

Þá kem ég að hinum skrifl. brtt. frá fjvn., sem ég vil biðja hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir.

Það er í fyrsta lagi 14. gr. A. 31. a. 14 hækki um 120 þús. kr. Það er leiðrétting vegna eftirstöðva á greiðslu ríkissjóðs af kostnaði við byggingu gagnfræðaskóla, sem hafði láðst hjá eftirlitsmanni skóla að taka upp við 2. umr.

Og þá kem ég aftur að brtt., sem ég gat um áðan, við 22. gr. Það er lagt til, að liðurinn orðist svo: Að taka allt að 28 millj. kr. lán til byggingar menntaskóla, kennaraskóla og hjúkrunarskóla.

Þá kemur við 22. gr. nýr liður, að taka lán allt að 70 millj. kr. til lagningar steinsteypts vegar til Keflavíkur, Reykjanesbrautar, og enn fremur að verja fé því, er varnarliðið hefur greitt fyrir afnot Keflavíkurvegar 1951–1962, að upphæð 5 millj. kr., til lagningar vegarins. Með beiðninni um þessa síðustu viðbót fylgdi svo hljóðandi bréf frá samgmrn., sem ég vil leyfa mér að lesa, með leyfi hæstv. forseta:

„Svo sem kunnugt er, hefur verið ráðizt í að leggja steinsteyptan veg frá vegamótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar til Keflavíkur. Hefur verið unnið við vegarlagningu þessa í liðlega tvö ár, aðallega undirbyggingu vegarins, en nú í haust steyptur 3.65 km kafli fyrir ofan Hafnarfjörð. Heildarkostnaður um miðjan fyrra mánuð nam um 33 millj. kr., og hefur hann verið greiddur með lánum, sem tekin hafa verið hjá Framkvæmdabanka Íslands, 10 millj. kr., bráðabirgðaláni hjá Seðlabanka Íslands um 3.8 millj. kr., og auk þess varið til þessara framkvæmda 5 millj. kr., sem varnarliðið greiddi vegna afnota af veginum 1951–1962. Þá er nú fáanlegt, á svipaðan hátt og fyrrgreint 10 millj. kr. lán, lán, sem tekið var af svonefndu PL-480 fé, nýtt bandarískt lán, að upphæð 11 millj. 890 þús. kr.

Það hefur lengi verið álit þeirra, sem um vegamál fjalla, að stefna beri að því að gera steypta vegi á köflum, þar sem umferð er mest. Ekki verður um það deilt, að Keflavíkurvegur, Reykjanesbraut, er langfjölfarnastur íslenzkra þjóðvega, með yfir þúsund bifreiða umferð á dag að staðaldri. Var því eðlilegt að ráðast í að steypa þann veg, enda ógerningur að halda malarvegi við, þegar umferð er orðin jafnmikil. Vitað er, að ef vinna á að verkinu með fullum krafti á næsta ári, þarf að afla verulegs lánsfjár. Eins og fyrr segir, hefur lagning vegarins til þessa að mestu verið kostuð með lánum. Er gert ráð fyrir, að lánin verði a.m.k. að nokkru leyti greidd með sérstöku umferðargjaldi, sem þeir, er um veginn fara, greiði. Í athugun er að óska heimildar Alþingis til að leggja á slíkt umferðargjald. Athugandi er, að m.a. vegna innheimtukostnaðar kemur ekki til greina að leggja á umferðargjald, nema þar sem umferð er að staðaldri mjög mikil. Hefur því Keflavíkurvegur að þessu leyti einnig sérstöðu vegna mikillar umferðar innlendra og erlendra bifreiða.

Ráðuneytið hefur talið, að ekki þyrfti að afla sérstakrar heimildar til, að Framkvæmdabanki Íslands endurlánaði Vegagerð ríkisins hluta hinna svonefndu PL-480 lána, og nægði til þess hin almenna heimild til töku þessara lána. Þar sem ríkisstj. vill beita sér fyrir, að útvegað verði lánsfé til áframhalds umræddrar vegalagningar eftir öðrum leiðum, telur ríkisstj. rétt, um leið og óskað er heimildar Alþingis til slíkrar lántöku, að æskja einnig heimildar Alþ. til töku fyrri lánanna, þar sem vefengt hefur verið í umr. á Alþingi oftar en einu sinni, að hin almenna heimild til töku PL-lánanna nægi. Væntir rn. þess, að Alþingi fallist á þetta, þar sem þeir, er vefengt hafa, að hin almenna heimild nægi, hafa lýst yfir því oftar en einu sinni, að ekki sé um efnislega gagnrýni að ræða á nauðsyn vegalagningarinnar og lántöku í því sambandi, heldur aðeins haldið því fram, að afla hefði átt sérstakrar lántökuheimildar, eða m.ö.o. gagnrýnt formhlið málsins.

Með skírskotun til framanritaðs er þess hér með óskað, að hv. fjvn. Alþ. beiti sér fyrir, að tekin verði upp í 22. gr. fjárl. 1963 heimild fyrir ríkisstj. til þess að taka lán að fjárhæð allt að 70 millj. kr. til lagningar steinsteypts vegar til Keflavíkur, og enn fremur að verja fé því, er varnarliðið hefur greitt fyrir afnot Keflavíkurvegar 1951—1962, að upphæð 5 millj. kr., í lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur.

Ingólfur Jónsson,

Brynjólfur Ingólfsson.“

Verði till. fjvn. og till. samvn. samgm., sem ég skýrði frá hér áðan, samþ., verða niðurstöðutölur á sjóðsyfirlitinu 2198 075 000 kr., út verða 2189 032 081 kr. Greiðslujöfnuður verður þá 9 072 919 kr.

Þá sé ég ekki ástæðu til þess að ræða fleira um þetta að sinni.