06.04.1963
Sameinað þing: 46. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í D-deild Alþingistíðinda. (3220)

191. mál, héraðsskóli í Eyjafjarðarsýslu

Flm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja á þskj. 375 till. til þál. um héraðsskóla í Eyjafirði. Eins og fram kemur í grg., hafa vaxið mjög hin síðari ár örðugleikar eyfirzkra unglinga á því að öðlast gagnfræðamenntun. Í sýslunni er ekki starfandi neinn gagnfræðaskólí eða héraðsskóli, og eins og víðar í sveitum landsins hefur gengið á ýmsu um framkvæmd lögboðinnar skólaskyldu, eða a.m.k. á það við um unglingafræðsluna. Þó er síður en svo, að ég telji, að þeim málum sé verr komið í Eyjafjarðarsýslu en mörgum öðrum sýslum landsins, og mun jafnvel mega telja, að fræðslumál barna séu þar í betra meðallagi, í langflestum sveitum sýslunnar ljúka börn þó skyldunámi sinu 14 ára. taka svokallað fullnaðarpróf, sem er tíðkað víðast í sveitum landsins og mörgum smærri þorpum. Ég er ekki dómbær um það, hvort fullnaðarprófið stenzt samjöfnuð við unglingapróf þau, sem tekin eru í kaupstöðum, en mér þykir það þó harla ósennilegt, enda er gert ráð fyrir a.m.k. eins árs lengri kennslu til ungtingaprófs en fullnaðarprófs sveitanna, þannig að skólaskyldualdur sveitabarna er af þeirri ástæðu skemmri en kaupstaðabarna.

Um þetta mætti hafa mörg fleiri orð, og full ástæða væri til þess að kanna framkvæmd fræðslulaganna frá 1948, og leitast við að gera sér grein fyrir, hverju þau hafa fengið áorkað í því að samra2ma skólakerfið í raun og jafna aðstöðumun til öflunar almennrar skólamenntunar. Það titla, sem ég þekki til þessara mála, sýnist mér, að aðstöðumunur til almennrar skólagöngu sé enn allmikill eftir sveitum og héruðum, og því miður virðist hann fremur vaxa en minnka, a.m.k. á það við um þann landshluta, sem ég þekki bezt, og þá fyrst og fremst Eyjafjarðarsýslu. Þar er um svo geigvænlega afturför að ræða, að full ástæða er til að taka í taumana.

Eins og alkunna er, starfaði um alllangt skeið á ofanverðri síðustu öld og fram yfir síðustu aldamót gagnfræaskóli á Möðruvöllum í Hörgárdal. Sá skóli fluttist síðar til Akureyrar og varð að lokum menntaskóli. Starfaði gagnfræðadeild við skólann alla tíð þar til nú á siðasta ári, að ákveðið var að leggja deildina niður, og voru því engir fyrsta bekkjar nemendur teknir í gagnfræðadeild MA á s.l. hausti. Þá er þess að geta, að núv. gagnfræðaskóli Akureyrar, sem stofnaður var kringum 1930 og um langt árabil gat veitt nemendum úr sveitinni nokkra viðtöku, er nú svo þétt setinn af bæjarnemendum, að hann verður að vísa utanbæjarmönnum frá. Fyrirhugað er að reisa nýjan gagnfræðaskóla á Akureyri í náinni framtíð, en ólíklegt er, að það leysi vanda sveitaunglinganna, heldur mun skólinn einungis koma til með að fullnægja þörf Akureyringa sjálfra, ef hann þá gerir það nema um mjög takmarkaðan tíma. Það er því svo komið, að eyfirzkir unglingar eiga í raun og veru hvergi greiðan aðgang að almennum framhaldsskóla, því að það telst aðeina sérstök heppni, ef unglingar fá vist í einhverjum héraðsskólanna. Þetta verð ég að telja hina mestu afturför miðað við það, sem verið hefur undanfarin 80 ár, sé stofnun Möðruvallaskóla höfð í huga, að ekki sé minnzt á ýmsa einkaskóla. sem einnig var haldið uppi um skeið í sýslunni, svo sem á Grund, þar sem Magnús Sigurðsson rak allmyndarlegan skóla, og var hann talavert sóttur, að ógleymdum alþýðuskóla Guðmundar Hjaltasonar, sem starfaði um sinn í þessu héraði eða við Eyjafjörð.

Nú eru til þeir menn, sem ekki láta sig skólamál miklu varða og telja ekki brýna nauðsyn á eflingu gagnfræðaskólanna. En sem betur fer eru slíkir menn fáir. Framhaldsskólanám er hin mesta nauðsyn hverjum andlega heilbrigðum þjóðfélagsþegni. Þó að menn hafi fyrr á árum alloft getað brotið sér braut til þroska og frama án skólagöngu, þá er það varla hægt lengur, eina og nú háttar störfum í þjóðfélaginu. Er mér þó fyllilega ljóst, m.a. af þeirri reynslu, sem ég hef sjálfur fengið sem gagnfræðaskólakennari, að námsgeta er ærið misjöfn og oft hið mesta vandamál að stjórna svo skóla eða einstökum bekkjardeildum, að nægur árangur verði af kennslunni. Slíkir erfiðleikar í skólastarfi rétttæta engan veginn vantrú á gildi gagnfræðaskólanna, því að yfirgnæfandi meiri hl. nemenda rækir nám allt vel og skilar sómasamlegum árangri, svo að námið verður þeim að gagni, eins og vera ber.

Þessi till. mín fjallar um það, að ríkisstj. láti undirbúa stofnun héraðsskóla með heimavist á heppilegum atað í Eyjafjarðarsýslu og hafi um það samráð við sýslunefnd og fræðsluráð og aðra þá aðila, sem málið kynni að heyra undir. Ég hef leyft mér að nefna skólann héraðsskóla, þó að það nafn sé e.t.v. numið úr lögum, eftir að l. um gagnfræðanám frá 1948 tóku gildi, en með þeim lögum voru hinir svokölluðu héraðaskólar teknir inn í almenna fræðslukerfið sem gagnfræða- eða miðskólar í sveit. Þegar lögin gengu í gildi, voru atarfandi 7 héraðs- og alþýðuskólar í landinu, þ.e.a.s. Alþýðuskólinn á Eiðum, sem hefur alla tíð verið einkaeign ríkisins, a.m.k. síðan hann varð alþýðuskóli, Laugaskóli í Þingeyjarsýslu, Reykjaskóli í Hrútafirði, Reykjanesskóli við Ísafjarðardjúp, Núpsskóli í Dýrafirði, Reykholtsskóli í Borgarfirði og Laugarvatnsskólinn. Allt eru þetta sveitaskólar, upphaflega hugsaðir sem sérstakir gagnfræðaskólar sveitaæskunnar og byggðir upp að öllu leyti sem slíkir. Var hugmynd þeirra. sem að skólum þessum unnu, sú, að námagreinar og kennslutilhögun miðaðist við þarfir unga fólksins í sveitunum, til þess gert að efla þroska þess og hæfni við dagleg störf og félagsmál, og þá ekki sízt ef það legði fyrir sig sveitabúskap sem atvinnu. Skólar þessir eiga rót sína að rekja til lýðháskólahreyfingarinnar á Norðurlöndum, svo sem alkunna er, og margir þeirra voru stofnaðir á árabitinu frá því um aldamót og fram undir 1928. Árið 1929 gengu í gildi hin fyrri lög um héraðsskóla og hin siðari árið 1940. Voru þau síðan afnuminn svo sem ég hef áður minnzt á, með gildistöku laga um hið samræmda skólakerfi árið 1946.

Það er of seint að gagnrýna það nú, að héraðsskólalöggjöfin skyldi afnumin með þeim hætti, sem gert var fyrir 17 árum. En á hitt er rétt að minna, — og vil ég þar taka undir með hv. 5. þm. Vesturl. (BGr), sem ræddi þetta mál á þinginu í fyrra í sambandi við till. svipaða þeirri, sem ég ber hér fram, um héraðaskóla á Snæfellsnesi, — ég vil minna á það, að varla mun það hafa verið ætlun löggjafans, þegar héraðsskólalögin voru afnumin, að alger stöðvun yrði á byggingu gagnfræðaskóla í sveitum. En hafi það verið ætlun löggjafans, þá hefur það verið vandlega dulið í umr. um málið, þó að framkvæmdin síðan bendi að vissu leyti til þess, því að aðeins hefur verið reistur einn héraðsgagnfræðaskóli síðan 1946, og hygg ég, að stofnun hans hafi verið ráðin, áður en héraðsskólalögin voru afnumin í sinni réttu mynd.

Þó að till. mín fjalli ekki beinlínis um almenna rannsókn á þörfinni fyrir fleiri héraðagagnfræðaskóla, vænti ég þess eigi að siður, að fræðsluyfirvöldin láti þetta mál til sín taka í heild, því að grunur minn er sá, að æskulýður þessa lands verði að þola talsverðan aðstöðumun í menntamálum, og þar mun áreiðanlega halla á sveitaæskuna.

Ég hef sérstaklega bent á nauðsyn þess, að stofnaður verði héraðsgagnfræðaskóli í Eyjafjarðarsýslu, og skýrt frá því, hvernig leiðir eyfirzkra ungmenna til framhaldsnáms hafa smám saman verið að lokast, svo að ástandið er nú litlu eða engu betra en það var fyrir áttatíu árum, áður en Möðruvallaskóli var stofnaður. Ég hef ekki viljað horfa upp á slíka þróun aðgerðarlaus, og þess vegna hef ég leyft mér að hreyfa þessu máli hér á hv. Alþingi. En þess vil ég jafnframt geta, að almenningur í Eyjafjarðarsýslu gerir sér glögga grein fyrir mikilvægi málsins. Hef ég rætt þetta mál við menn úr flestum hreppum sýslunnar, og hafa allir verið sammála um, að brýna nauðsyn bæri til úrbóta, og hafa yfirleitt talið þá einu lausn viðunandi, að stofnaður væri héraðsskóli í Eyjafjarðarsýslu og jafnframt bætt úr unglingakennslunni, þannig að hún gæti sem víðast farið fram heima í hreppunum til jafns við það, sem er í kaupstöðum.

Reynslan hefur orðið sú um héraðsskólana eða héraðagagnfræðaskólana, sem þeir eru nú nefndir, að þeir virðast mjög eftirsóttir og aðsókn að þeim svo mikil, að undanfarin ár hefur ekki verið gerlegt að fullnægja nema litlum hluta þeirra umsókna, sem borizt hafa. Meðal umsækjenda er stór hópur unglinga úr kaupstöðum og kauptúnum, enda er það trú margra foreldra kaupstaðarbarna, að þeim sé jafnvel hollari skólavist í heimavistarskóla í sveit heldur en heimagönguskóla í kaupstað. Skal ég ekki um það dæma. En hin mikla sjósókn að héraósskólunum sýnir a.m.k. ótvírætt, að þeir eru sízt of margir, og sennilega væri réttara að segja: allt of fáir. Þótt relatur yrði einn héraðsskóli í viðbót, t.d. í Eyjafirði, þá þarf ekki að kvíða því, að ekki væri nægilegt verkefni fyrir skólann. Þykir mér hitt líklegra, að ástæóa væri til að reisa fleiri héraðsskóla, og mundu þeir allir hafa næg verkefni.

Á síðasta þingi var samþ. breyt. á l. nr. 41 1955, um greiðslu kostnaðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum. Með þeirri breytingu er opnuð leið til þess að gera héraðsskólana að ríkiseign, þ.e. að ríkið yfirtaki rekstur þeirra og öll útgjöld í sambandi við þá. Á þessu stigi tel ég ekki ástæðu til að ræða það, hvort rétt væri, að væntanlegur héraðsskóli Eyfirðinga kæmist undir þetta ákvæði. Ég sé ekki, að það sé neitt höfuðatriði á þessu stigi, og skal því láta útrætt um það. Eins ætla ég ekki að sinni að fara út í neinar hugleiðingar um það, hvar skóli þessi teldist bezt staðsettur í sýslunni, vil þó benda á, að heppilegast mun hér sem annars staðar að velja jarðhitastað undir skólann.

Herra forseti. Ég mun ekki hafa þessi orð mín fleiri, en vil óska þess, að málinu verði nú frestað og falið hv. fjvn. til athugunar. Vil ég jafnframt leyfa mér að benda hv. n. á það, ef hún fengi málið til meðferðar, að senda það m.a. til umsagnar fræðsluráði í Eyjafjarðarsýslu svo og sýslunefndinni.