06.04.1963
Sameinað þing: 46. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í D-deild Alþingistíðinda. (3235)

199. mál, vegasamband milli Fljótshverfis og Suðursveitar

Flm. (Karl Guðjónsson):

Herra forseti. Á hinum síðustu árum vaxandi tækni hefur þjóðvegakerfi okkar íslendinga tekið miklum framförum. Enda þótt enn séu þar mörg verk óunnin, þá ber ekki að líta fram hjá því og ekki að vanmeta það, að þar hafa stórir hlutir gerzt á undanförnum árum. Menn hafa leitt hugann að því, hvað hægt væri að gera til áframhaldandi vegalagninga í landinu, og hér hafa verið fluttar ýmsar till. og ýmsum málum skotið fyrir þingið, til þess að það ætti þess kost að gera sér grein fyrir því, hvar þarfirnar kölluðu hæst, að því er varðar vegakerfi landsins. Alþingi hefur líka sýnt í því á undanförnum árum verulega framsýni, að landið þyrfti að vega betur en gert hefur verið. Það er þess vegna eitt af gömlum ákvæðum í vegalögum, að Suðurlandsvegur skuli ná frá Reykjavík að Lónsheiði í Austur-Skaftafellsýslu, enda þótt á þessari leið séu torfærur, sem allt fram undir síðustu tíma hefur varla sézt hilla undir, að hægt væri að yfirvinna, þannig að Suðurlandsvegur gæti verið heili og órofinn.

Um land okkar liggur nú orðið allþéttriðið vegakerfi, og það nær í hringleið um landið m.a., að öllu öðru leyti en því, að á svo sem 120 eða 130 km kafla er þessi leið ekki samfelld og hreinlega rofin af vötnum og öðrum meiri háttar torfærum. Þetta er vegarkaflinn frá Steinavötnum í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu og vestur í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu. Þó ber ekki svo að skilja, að á þessari leið séu engir vegir eða brýr til. Svo er ekki. Í Öræfasveit, sem liggur á þessu svæði, sem er slitið úr aðalvegasambandi við þjóðvegakerfi landsins, eru þó innansveitarvegir, og á þessu svæði hefur verið unnið að meiri háttar samgöngubótum, brúarsmíðum, á undanförnum árum. Ber þess t.d. að minnast, að á s.l. vori eða s.l. sumri var tekin í notkun myndarleg stórbrú einmitt á þessu svæði, sem er brúin yfir Fjallsá í Öræfum.

Steinavötn eru þess háttar vatnafall, að oftast nær er hægt að komast yfir þau á bifreiðum, án þess að þau séu verulegur farartálmi, þótt svo sé ekki alltaf. Það má því segja, að launatengt við þjóðvegakerfi landsins sé þó nokkur spölur af því 120 eða 130 km svæði, sem ég þegar hef nefnt að vanti í hringvegakerfi landsins.

En við það, sem þegar hefur verið gert, má bæta þeim upplýsingum, að úr brúasjóði mun nú ákveðið að brúa Jökulsá á Breiðamerkursandi árið 1984. Í ár er á fjárl. veitt rúmlega 1 millj. kr. til brúargerðar á þessu svæði, yfir Kotá í Öræfum. Það er því augljóst mál, að í lok ársins 1984, ef þær áætlanir, sem þegar hafa verið gerðar, standast, verður einungis eftir á þessari leið u.þ.b. 30 km spölur, sem ekki getur talizt þær bifreiðum, þ.e.a.s. spölurinn frá Núpsvötnum við Lómagnúp í Fljótshverfi austur í Öræfi, en þessi spölur er raunar erfiðasta vatnasvæði landsins til brúargerðar. Á þessu svæði eru Núpsvötn, Skeiðará og fleiri vatnakvíslar, sem allajafna eru ekki neitt ógnanleg fljót, svo sem sjá má af því, að ýmis ferðafélög eru um þessar mundir að auglýsa bílferðir austur í Öræfi nú um páskahátíðina, sem í hönd fer, þar sem áformað er að aka yfir þessi vatnsföll á stórum bifreiðum, en það er öðru hverju hægt að gera það eða á vissum árstíðum, enda eru þessi vatnsföll ekki mjög ógnarleg nema stundum. Það, sem gerir leiðina verulega torfæra eða veldur verulegum vanköntum á því að brúa þessi vatnaföll, er það, að á þessu svæði hafa á, undanförnum árum ruðzt fram meiri og stærri jökulhlaup en tíðkanleg munu vera á byggðu bóli annars staðar á þessari jarðarkúlu.

En þar sem eitt sinn þótti ógnarlegt og nægilega erfitt til þess, að ekki þýddi að leiða mannlegan hug að því að yfirvinna þá örðugleika, sem þar voru risnir, þar hafa nú skapazt möguleikar til þess að gera bæði eitt og annað og það að tveimur ástæðum: Annars vegar af því, að tækninni fleygir stöðugt fram, maðurinn ræður yfir meiri orku, tiltækara byggingarefni og ýmsum þeim hlutum, sem gera honum fært að valda stærri verkefnum nú en áður var. En þetta helzt einnig í hendur við það, að íslenzkir jöklar hafa minnkað á undanförnum árum verulega, enda virðist nú svo sem jökulhlaup á þessu svæði séu bæði sjaldgæfari og minni fyrirferðar en þau hafa verið á umliðnum árum. Það er þess vegna fullkomlega tími til þess kominn að hefjast handa um athugun, með tilliti til þess, að öruggt vegasamband yfir þetta svæði mundi gera meira gagn, mér liggur við að segja en nokkurt annað 30 km langt vegakerfi í þjóðvegakerfi landsins. Ef unnt væri að koma þarna á vegasambandi, mundi margt vinnast. Í fyrsta lagi mundi það vinnast, að heill landsfjórðungur, Austurland, mundi komast í stöðugt vegasamband við byggðir Suðurlands og þar með Reykjavík, en vegasamband Austurlands er nú um Norðurland og getur ekki talizt nothæft nema u.þ.b. helming ársins. Ástæða er til að ætla, að snjóalög mundu ekki stórlega torvelda notkun þess vegasambands, sem Austurland kæmist þannig í við suðurbyggðir landsins, nema þá tiltölulega fáa daga ársins. En auk þess sem hér yrðu notkunardagar vegakerfisins fyrir Austurland miklu fleiri en með núverandi vegakerfi, þá mundi úr öllum suðurbyggðum Austurlands styttast leiðin til Reykjavíkur til mikilla muna. T.d. mundi leiðin frá Höfn í Hornafirði styttast u.þ.b. um helming til Reykjavíkur. Sú leið er um það vegakerfi, sem mögulegt er að komast nú akandi milli Hornafjarðar og Reykjavíkur, 980 km langt. En ef það vegasamband, sem þessi till. fjallar um, opnaðist, mundi aðeins verða 500 km langur akvegur milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur.

Í öðru lagi liggja á þessu svæði ýmsar byggðir, sem nú eru næsta afskekktar og eru í nokkurri hættu, þrátt fyrir sína kosti, að verða ekki jafnblómlegar byggðir á komandi árum, nema því aðeins að samgöngur verði greiðari á þeim slóðum en nú eru. Úr þessu mundi opnun þess vegasambands, sem þessi till. fjallar um, verulega bæta, og öll reynsla sannar það, að fátt er einu byggðarlagi jafnlíklegt til þess, að þar geti haldizt blómi í byggð og greiðar samgöngur. Í ýmsum sveitum, sem þarna ræðir um, mundi og styttast verulega vegasamband til verzlunarstaða þannig að það mundi ekki einasta verða um það að ræða, að fleiri væru leiðirnar um þessar sveitir, heldur mundi og verða í mörgum þeirra mun hægara um aðdrætti en nú er og einnig um að koma afurðum frá sér. Það mundu einnig myndast allmiklir atvinnumöguleikar á ýmsum samgöngumiðstöðvum, sem á þessari leið mundu rísa upp. Þannig er líklegt, að mundi myndast veruleg samgöngumiðstöð með gistihúsarekstri, verzlun og ýmiss konar þjónustu við farartæki og ferðamenn bæði á Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal, svo að einhverjir staðir séu nefndir, en þar koma suðvitað miklu fleiri slíkir til greina.

Í þriðja lagi mundi það verða einkar vinsælt fyrir alla þá, sem vilja eyða sínum frídögum til þess að skoða sitt land, að fara einmitt þessa leið sem ferðamenn, og þar mundu ekki einasta sækjast eftir íslendingar, heldur mundi þessi leið einnig verða fjölfarin sí erlendum ferðamönnum, enda liggur leiðin um sum af fegurstu héruðum landsins.

Ég hygg, að ekki sé þörf á því að telja hér fleira upp um það, hvert gagn væri að þessari leið. En með tilliti til alls þessa og einnig með tilliti til þess, að svo nærtækur og svo mikilvægur sem þessi möguleiki virðist í rauninni vera, þá hefur verið hljótt um hann hér á Alþingi allt til þessa, hef ég leyft mér ásamt hv. 4. þm. Austf. (LJós) að flytja þá þáltill., sem hér um ræðir og efnislega er á þá leið, að Alþingi feli ríkisstj. að láta fara fram athugun á því, hvort unnt sé og hvað kosta mundi að opna á tveim næstu árum akvegasambandið á milli Fljótshverfis í Vestur-Skaftafellssýslu og Suðursveitar í Austur-Skaftafellssýslu, þannig að vegakerfið myndi órofna hringleið um landið. Nú er hugsanlegt, að við athugun sérfróðra manna á leið þessari, verði talin á því veruleg tormerki að byggja varanlegar brýr á vatnsföllin á vatnasvæði Skeiðarársands, þ.e.a.s. á vatnasvaðinu milli Lómagnúps og Öræfasveitar, eða þá að það mundi koata slíka fjármuni, að ekki yrði talið viðráðanlegt fyrir íslenzku þjóðina að byggja á þessu sviði brýr, sem traustar gætu talizt og öruggar að atanda af sér þau jökulhlaup, sem á þessu sviði má gera ráð fyrir að komi. En þá er hér til enn önnur leið, sem við flm. leyfum okkur að benda á í þessari till. og ég hlýt að tala að alla vega muni vera tiltæk leið, eða a.m.k. leyfi ég mér að hafa þá skoðun, þangað til mér kynni með rökum að verða sýnt fram á, að svo væri ekki. Það er sú leið, að á þessu svæði verði vatnsföli brúuð með tiltölulega ódýrum brúm, með svokölluðum staurabrúm, sem er mjög þekkt aðferð til brúargerðar, þótt ekki sé þar um eins varanlega brúargerð að ræða og nú tíðkast almennt, og gera þá ráð fyrir því, að í meiri háttar jökulhlaupum geti slíkar brýr laskazt eða jafnvel tortímzt, þannig að gera mætti ráð fyrir, að slíkar brýr yrði að endurbyggja að einhverju eða öllu leyti eftir stór jökulhlaup. En ég hygg, að til þess að halda opinni jafnmikilvægri leið eins og hér um ræðir, væri ekki í það horfandi, jafnvel þótt brýr á þetta kostuðu, — ég gæti látið mér detta í hug, að ódýrustu brýr á þetta sveði kostuðu kannske 12–18 millj. kr., og við skulum bara segja, að það mætti reikna með því, að þær týndust sjötta hvert ár, þá liggur það í sugum uppi, að kostnaðurinn við að halda þessari leið opinni að þessu leyti mundi nema 2 3 millj. á ári, en slíkt er í rauninni ekki mikið fjármagn, þegar miðað er við það, að hér er um að ræða að opna hringleiðina um faland og að opna alveg nýja möguleika, sem eru ekki bara fyrir fáa menn, heldur fyrir fjölmennar byggðir og heilan landsfjórðung alveg sérstaklega.

Með tilliti til þess, sem greint hefur verið um þetta, bæði í grg. till. og ég hef einnig verið að reyna að gera hér í þessari minni framsöguræðu, þá leyfi ég mér að vona, að hv. Alþingi sjái, að hér er um mikilvægt mál að ræða, sem verðskuldar, að á það sé kapp lagt, að hér verði möguleikarnir rannsakaðir þegar á næsta sumri, og leyfi ég mér með tilliti til þess, að hv. allshn. Sþ. hefur sýnt nokkra röggsemi að undanförnu og afgreitt frá sér tillögur, að leggja til, að þessari till. verði til hennar vísað, í trausti þess, að hún afgreiði till. hið bráðasta, svo að hún geti komið hér til afgreiðslu þingsins á næstu dögum og nái samþykki þingsins, áður en því lýkur.