14.11.1962
Sameinað þing: 13. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í D-deild Alþingistíðinda. (3301)

82. mál, skipulagning fiskveiða með netum

Fyrirspyrjandi (Jón Árnason):

Herra forseti. Ég vil færa hæstv. sjútvmrh. þakkir fyrir greinargóð svör. Eins og fram kom í skýrslu frá Fiskifélaginu, hefur sú þróun orðið nú hin síðari ár, að nælonnetin hafa verið notuð í æ ríkari mæli nú. Hin fullkomnu fiskileitartæki, sem nú eru komin til sögunnar, auk þess sem um ræðir þessi veiðnu fiskitæki, nælonnetin, hafa leitt til þess, að segja má, að fiskurinn eigi nú hvergi griðland. Þessum veiðnu netjum er dengt niður á hrygningarstöðvarnar um hrygningartímann, og það eitt út af fyrir sig segir sig sjálft, hvaða afleiðingar slíkt hlýtur að hafa í för með sér í framtíðinni. Hér verður að spyrna við fótum, áður en það verður um seinan.

Ráðh. upplýsti, að það væru væntanlegar frekari till. frá Fiskifélagi Íslands um þetta mát, og vænti ég, að það þurfi ekki lengi að biða eftir þeim till., vegna, þess að það er nauðsynlegt, að einmitt á þessum tíma liggi eitthvað fyrir um, hvað ætlazt er fyrir í þessum efnum, því að nú fer í hönd sá tími, sem útgerðarmenn verða að gera það upp við sig, á hvern hátt þeir ætla að stunda veiðarnar á komandi vertíð, og ef það verður eins og aðstaða hefur verið til veiðanna nú hin síðari ár, þá er vart um annað að ræða en leggja línuveiðarnar niður, eins og ég sagði áðan, hér í Faxaflóa, því að það er tilgangslaust að leggja línuna yfir þorskanetjatrossurnar, það hefur þær afteiðingar, að línan er á floti og fá þá ekkert á línuna.

Ég er þeirrar skoðunar, að enda þótt sú niðurstaða liggi nú fyrir af þeim viðræðum, sem fram hafa farið um þessi mál, að ekki hefur fengizt samstaða um skynsamlegt skipulag í þessum efnum, þá verði að vinna ötullega að því, að 'þeir samningar náist og að þessum málum verði atefnt inn á skynsamlega braut.