27.02.1963
Sameinað þing: 33. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í D-deild Alþingistíðinda. (3329)

148. mál, launakjör alþingismanna

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég skal nú ekki hefja neinar deilur um hálfgerðar aðdróttanir hv. 4. landsk. þm. í garð stjórnarinnar u,m brigðmæti, vegna þess að stjórnin hefur ekki beitt sér fyrir, að flutt væri frv. um kauphækkun þm. Ég segi það nú eins og það er, að ég held, að við bætum okkur ekki á því á þessu þingi að vera mikið að ræða þetta. Mig langar ekkert að tala gegn því, að þm. eigi skilið að fá hærra kaup. Ég skal segja alveg eins og er, að ég hef gert ráð fyrir, að þegar kjaradómur hefur fjallað um það mikla mál, sem hans bíður nú, þá muni þetta mál ekki látið kyrrt liggja.