27.02.1963
Sameinað þing: 33. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í D-deild Alþingistíðinda. (3331)

148. mál, launakjör alþingismanna

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Mér finnst nú, að menn séu farnir að deila nokkuð um keisarans skegg. Ég sagði nú aldrei launabót, ég sagði kjarabót. En sem sagt, um keisarans skegg held ég, að við eigum ekki að vera deila. Þetta virðist vera orðhengilsháttur og ekki skipta neinu aðalmáli. Að krónutalan var ekki heldur hærri, það get ég skilið, að sumum hafi fallið niður. En ég skal játa, að ein ástæðan fyrir, að ég féllst á þetta, var einmitt, að þessi hv. þm. sótti það altfast, og mér þótti hann hafa mikil lög að mæla. Við erum auk þess góðir vinir undir niðri, þó að við séum að látast vera dálítið alvarlegir, þegar við mætumst, af því að annar er framsóknarmaður og hinn sjálfstæðismaður. Það er sannleikurinn.