27.02.1963
Sameinað þing: 33. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í D-deild Alþingistíðinda. (3340)

160. mál, bygging þverárbrautar á Vestmannaeyjaflugvöll

Guðlaugur Gíslason:

Herra forseti. Hv. 6. þm. Sunnl. gat þess í sinni ræðu, að ég hefði haft það eftir í blaði heima í héraði, að flugmálastjóri hefði tjáð mér, að byrjað mundi verða á byggingu flugbrautar þar árið 1960. Þetta er rétt, ég viðhafði þessi ummæli og gerði það með fullu samþykki og fullri vitund flugmálastjóra. Þegar farið var að líða á það ár og ekki var hafizt handa um verkið, spurðist ég að sjálfsögðu fyrir um það, hvað því ylli, og kom þá í ljós, að undirbúningi verksins hafði ekki verið eins langt komið og flugmálastjóri hafði gert ráð fyrir. Það lá þó ekki aðallega í því frá hans hendi eða skrifstofunnar, heldur hafði það komið fram, að Flugfélagið hafði óskað eftir því, að enn nánar yrði rannsakað með aðstöðu um aðflug og fráflug á þessari fyrirhuguðu braut. Þetta hafði vérið gert nokkrum sinnum í ákveðnum vindáttum, og voru flugmenn ekki fullkomlega ánægðir með þá niðurstöðu og óskuðu eftir aðstöðu til að athuga þetta enn frekar, og var það, að ég hygg, ástæðan fyrir því, að ekki var byrjað þá, þegar flugmálastjóri hafði sagt mér, að byrjað mundi verða.

Þetta mál er búið að vera baráttumál Vestmanneyinga um nokkurra ára bil. Ég minnist þess, að einmitt þegar vinstri stjórnin sat hér frá 1956–1958, þá lögðu Vestmanneyingar alveg sérstaka áherzlu á það, að hafizt yrði handa um undirbúning og framkvæmd verkeins og fé áætlað til þess. Það stóð þá þannig á, að hv. 6. þm. Sunnl., sem þá var uppbótaþm. úr Vestmannaeyjum, var þá formaður fjvn., og trúðu menn því í Vestmannaeyjum, að hann mundi gera þetta að sínu baráttumáli og að málinu þar með mundi miða áfram, sem því miður varð ekki frekar en ég vil segja — um önnur áhugamál og framfaramál Vestmanneyja á þeim tíma, að þau sátu þá öll í hreinni kyrrstöðu og fengu hér enga fyrirgreiðslu.

Það, sem hæstv. flugmrh. sagði um byrjunarframkvæmdir á 800 m braut og þá lausn, sem hann hefur gert hér grein fyrir, var mér að sjálfsögðu kunnugt um, og tel ég það út af fyrir sig vera áfanga, sem rétt er að stefna að, þó að það hins vegar liggi alveg skýrt fyrir, að Vestmanneyingar munu gera kröfu um, að fullkomnari flugbraut verði byggð í Vestmannaeyjum, þegar aðstæður leyfa. Við teljum það aðeins byrjunaráfaaga til að leysa málið og leysa úr þeim vandkvæðum, sem eru á flugi til Vestmannaeyja í suðlægum og norðtægum áttum, og ekki verður gert með öðru en þverbraut við þá braut, sem nú er. En ég vil undirstrika það, að við teljum það aðeins byrjunaráfanga. Við munum halda okkar kröfu fram um, að í Vestmannaeyjum verði byggð alveg fullkomin flugbraut fyrir þær vélar, sem nú eru notaðar hér innanlands til bæði mannflutninga og vöruflutninga. Við höfum alltaf haldið fram þeim rökum, sem hafa hér komið fram frá fyrirspyrjanda, hv. 1. landsk. (US), að aðstaða okkar væri þannig, að við fengjum ekkert af því vegafé, sem árlega er tekið inn á fjárlög, og það væri raunverulega það, sem við ættum að fá í vegafé, það væri fé til flugvallarbyggingar. Við höfum um margra ára skeið verið með þá hugmynd í Vestmannaeyjum, að þegar komin er fullkomin flugbraut, sem við köllum, bæði sú braut, sem nú er, og eins þverbraut við hana, þá muni geta skapazt aðstaða til að flytja út flugleiðis hinar dýrari tegundir af okkar útflutningsvörum, sem þá eru einna helzt flatfiskur og humar. til þess að svo mætti verða, verður að vera þar a.m.k. 1300–1400 m flugbraut, og væri þetta út af fyrir sig geysilegt skref í þá átt að koma útflutningsmátum Vestmanneyinga í betra horf en áður að sumrinu til.

Þetta hefur verið nokkuð rannsakað, eytt bæði fé í það frá bæjarstjórn Vestmannaeyja, gerðar tilraunir með það, og tel ég, að þrátt fyrir það, að sú tilraun, sem gerð var sumarið 1960 eða 1981, — ég man nú ekki alveg, hvort sumarið það var, — ekki gæfi þá raun, sem við kannske fyrir fram höfðum gert okkur vonir um, þá varð þó ljóst, að með því að standa rétt að þessum málum og læra af þeirri reynslu, sem í þeim málum fékkst, muni verða möguleiki á þessu, það megi gera það með miklum hagnaði að flytja út hinar dýrari tegundir af þeim afurðum, sem þar er aflað og þaðan eru fluttar út, með því að flytja þær út með flugvélum, ef aðstaða er til þess hvað flugbrautir snertir. En auðvitað verða flugsamgöngurnar að vera nokkuð öruggar. Þær mega ekki vera háðar því, að vindur breytist, meðan flugvél er á leið til landsins, eða annað slíkt. Og það er kannske þetta, sem er þungamiðjan í því, að við munum halda okkar kröfu áfram um það, að þó að þessi byrjunaráfangi, sem nú er fyrirhugaður, sé lausn á málinu nú í bili, þá verður okkar krafa sú, að haldið verði áfram með byggingu fullkominnar brautar í Eyjum og því máli verði ekki hætt, fyrr en það er komið í það horf, sem við heima í héraðinu teljum fullnægjandi.