06.03.1963
Sameinað þing: 35. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í D-deild Alþingistíðinda. (3344)

171. mál, brú yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi

Sigurður Ingimundarson:

Herra forseti. Varamaður minn, Unnar Stefánsson, hefur lagt fram fsp. til ríkisstj. varðandi undirbúning að brúargerð á Ölfusá við Óseyrarnes, á þskj. 324. Tilefni fsp. er, að þessi hv. þm. flutti fyrir tveimur árum till. til þál. um undirbúning brúarbyggingar við Óseyrarnes. Í grg. með till. var upplýst, að brú á Óseyrarnesi hefur verið tekin í brúalög árið 1953 og vegurinn að henni í tölu þjóðvega á árinu 1955. Og samkv. umsögn vegamálastjóra kom bað fram, að engin tæknileg vandkvæði væru á byggingu þessara mannvirkja. Einhverjar byrjunarathuganir höfðu farið fram, en ekki ha8ði verið lögð vinna í nákvæma athugun eða kostnaðaráætlun. Fjvn. fékk ti41. til athugunar og féllst á það sjónarmið flm., að með byggingu hafnar í Þorlákshöfn skapaðist nýtt viðhorf í atvinnumálum íbúanna á Eyrarbakka. Stokkseyri og í nálægum sveitum, og taldi n. vafalaust, að hagkvæmt væri að tengja fyrirhugaða höfn við þessi byggðarlög, Taldi fjvn. með hliðsjón af þessu, að sú samgöngubót, sem þáltill. fjallaði um, ætti að koma til athugunar ásamt öðrum mikilvægum vega- og brúargerðum, og var málinu á þeirri forsendu vísað til ríkisstj.

Vitað er, að hér er um dýrt mannvirki að ræða, en mjög brýnt fyrir þessi byggðarlög og ekki sízt nauðsynlegt fyrir þau að fá úr því skorið, hvort vænta má framkvæmda í náinni framtíð. Þeim er nauðsynlegt að fá úr þessu skorið, því að ef athugun leiddi í ljós, að ekki væri enn tímabært að leggja í þetta mannvirki, er nauðsynlegt að hefjast handa um aðrar ráðstafanir til að efla atvinnulíf og tryggja framtíð þessara gömlu, þéttbýlu byggðarlaga, t.d. með auknum framlögum til hafnarbóta, og bættrar aðstöðu til útgerðar, er hæfði aðstæðum. Þess vegna er fsp. fram borin, en hún er á þá leið, hvað gert hafi verið til framkvæmda á þáltill. um undirbúning brúargerðar á Ölfusá við Óseyrarnes.