13.03.1963
Sameinað þing: 38. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í D-deild Alþingistíðinda. (3362)

251. mál, dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Spurt er: Hver áhrif hefur heimild til dragnótaveiði í fiskveiðilandhelgi í Faxaflóa haft á fiskistofna þar, sbr. 5. gr. l. nr. 40 1960? Mér þótti rétt að leita eftir upplýsingum um þetta til þess aðila, sem í l. er gert ráð fyrir að leitað skuli til, þ.e.a.s. til atvinnudeildar háakólans, þó að mér skildist nú á fyrirspyrjandanum, að kannske hefði átt að leita til fleiri en til rannsóknarstofu, þar eð fullt eins mikið mark væri takandi á umsögnum annarra manna um þessa hluti ag vísindamanna fiskideildar. En það hefur ekki verið gert, það verð ég að játa, ég hef eingöngu stuðzt við þessa umsögn, sem ég hef fengið frá forstjóra eða deildarstjóra fiskideildar atvinnudeildarinnar, dr. Jóni Jónssyni, sem er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta, hann segir:

„Til eru samanhangandi árlegar rannsóknir á fiskistafnum í Faxalóa á árunum 1924–39 og frá árinu 1953 og fram á þennan dag. A fyrra tímabilinu var yfirleitt farin ein rannsóknarferð á ári, en á síðari tímabilinu hafa verið farnar allt að 4 rannsóknarferðir árlega. Í ferðum þessum hefur verið safnað saman ýmsum upplýsingum um ástand fiskistofnanna. Gerðar voru kerfisbundnar lengdarmæingar og aldursákvarðanir, framkvæmdarmerkingar á þorski, ýsu og skarkola og gerðar athuganir á magninu af hinum einstöku tegundum á ákveðnum veiðisvæðum, en það verður helzt ákvarðað með því að mæla þann fjölda fiska, sem aflast í botnvörpu á ákveðinni tímaeiningu, og er þá talað um aflamagn á togtíma.

Þær tegundir, sen mestu máli skipta í afla báta í Faxaflóa, eru þorskur, ýsa og skarkoli. Árið 1961 var heildarafli sá, sem landað var í vinnslustöðvar í Faxaflóa, 7717 tonn, en af því magni voru 3800 tonn þorskur, 2268 tonn ýsa og 650 skarkoll. Samtals námu þe9sar 3 tegundir því nm 87% af heildarmagni aflans. Sé athugað, hve mikill hluti þetta er af heildaraflanum í landinu, þá kemur í ljós, að hér er um að ræða tæp 2% af heildarþorskaflanum, um 5.5% af ýsuaflanum og 14.8% skarkolaaflanum.“

Síðan rekur hann nokkuð um hinar ýmsu tegundir, fyrst um þorskinn og segir:

„S.l. 2 ár hefur þorskafli í tilraunaveiði á Bollasviði og í Garðsjó verið allmiklu lægri en á árinu á undan. Reynslan sýnir, að mjög miklar árlegar sveiflur eru í tilraunaveiði að því er snertir þessa tegund, og stafar það að miklu leyti af breytilegum fiskigöngum, og því hætt við, að svo fáar veiðitilraunir sem hér er um að ræða gefi ekki rétta mynd af hinu raunverulega ástandi að því er snertir magn. Ef við lítum á aldursdreifinguna í afla dragnótabátanna árið 1981, þá voru tæp 99% af fiskinum á Aldrinum 3–7 ára, en langflestir 5–6 ára gamlir.

Það er mjög fróðlegt að bera saman, hvað veiðzt hefur af hinum einstöku aldursflokkum af þorski í dragnót sumarið 1961 og á línu og ne2 á vetrarvertíðinni sama ár. Er það sýnt í eftirfarandi töflu,“ — sem hann stillir hér upp á eftir, — „um veiðimagn á línu og í net annars vegar á vertíðinni og hjá dragnótabátum hins vegar. Það kemur t.d. í ljós, að aðalveiðimagn dragnótabátanna af þorski er af 6 ára aldursflokki, og það er líka aðalflokkurinn fyrir neta- og línufiskinn, en af þessum aldursflokki er veitt í dragnót 1500 tonn rúm, en á línu og í net á vertíðinni sama ár 29 800 tonn. Af þorski á aldrinum 4–6 ára hafa veiðzt 3241 tonn í dragnót, en 41225 á línu og í net eða tæplega 13 sinnum meira en veitt er í dragnótina af þessum sömu árgöngum. Sá línu- og netafiskur, sem hér um ræðir, er að miklu leyti af sama stofni og dragnótafiskurinn, tiltölulega staðbundinn fiskur, sem að nokkru leyti er að hrygna, en sumpart óþroskaður fiskur, sem leitar dýpra út á veturna. Mælingar um borð í dragnótabátum og á afla í landi sýna, að mjög lítið af þorski undir 50 cm að lengd veiðist í dragnót, sem hefur þá möskvastærð, sem krafizt er.“

Þá segir hann um ýsuaflann: „Þegar Faxaflóa var lokað árið 1952, var að alast þar upp mjög sterkur ýsuárgangur frá árinu 1949. Ári seinna bættist annar sterkur árgangur af ýsu við, fæddur 1950, og báru þessir tveir árgangar uppi ýsuveiðin, í flóanum fram til ársins 1956, en þá bættist enn við nýr árgangur frá árinu 1951. Þessi árgangur ásamt árganginum frá 1950 bar svo uppi veiðina allt fram til ársina 1959. Í tilraunaveiði í Garðsjó í ágúst 1954 fengust 1350 ýsur á togtíma, en árið 1958 fengust á sama stað ag um líkt leyti ekki nema 350 ýsur eða næstum því að segja ekki nema 4 af því, sem veiddist 1954, og var þó 1958 engin dragnótaveiði komin til sögunnar. En 1958 veiddust einungis 350 ýsur á togtíma, og virðist aðalskýringin á þeirri rýrnun vera sú, að ýsan hafi gengið jafnt og þétt út úr flóanum, eftir að hún náði kynþroskaaldri, og ekki komið aftur nema, að mjög óverulegu leyti, því að á þessum árum er ekki um að kenna veiði, svo að nokkru nemi. Árið 1959 kom svo til sögunnar nýr ýsuárgangur í flóanum, fæddur árið 1956, og við það jókst aflinn í tilraunaveiði í Garðsjó í tæplega 800 fiska á togtíma. Frá þessum tíma hefur veiðin aðallega byggzt á þessum árgangi og árganginum frá 1957, og hefur nú sama sagan endurtekið sig að því er snertir aflamagn á tilraunar svæði, og var aflinn aðeins 146 fiskar á togtíma. í Garðsjó í ágúst 1962. Ekki er vafamál, að dragnótin á hér einhvern þátt í, en hve mikinn, vitum við ekki enn þá né heldur hvort það er á nokkurn hátt hættulegt stofninum. Hins vegar má geta. þess, að í leiðangrinum, sem farinn var í nóv. 1962, fengust 458 ýsur á togtíma í Garðsjó, og var það mjög vænn fiskur, að meðallengd 51 cm.

Eins og að framan getur, eru mjög miklar sveiflur í ýsustofninum, sem að mestu leyti orsakast af missterkum árgöngum. Af þeim orsökum var t.d. ýsustofninn í Faxaflóa árið 1980, þegar dragnótaveiðar hófust, aðeins um það bil 1/3 þess, sem hann var 1954. Ýtarlegar mætingar á ýsuafla dragnótabáta, bæði um borð í bátunum og á afla þeim, sem lagður hefur verið í land, hafa leitt í ljós, að ekki fæst í dragnót fiskur, sem er undir 40 cm, og langmest af fiskinum er yfir 45 cm að lengd.“ Um skarkolann segir svo:

„Það eru því miður ekki eins fullkomnar upplýsingar. Gerðar hafa verið yfirgripsmiklar rannsóknir á þessari tegund, bæði í Faxaflóa. og víðar umhverfis landið, en vegna fjarveru þess sérfræðings, sem hefur þau gögn með höndum, verður nánari umsögn um þennan stofn að bíða. Þó má geta þess, að aflamagn í tilraunaveiði í Garðsjó og á Bollasviði jókst mjög frá 1953–1956, árið 1957 féll aflamagnið, en jókst svo aftur fram til ársins 1959, en féll á árunum 1960 og 1961, en jókst svo aftur 1962“

Þetta er það, sem fiskifræðingurinn hefur um málið að segja, og ég vænti, að það gefi þær upplýsingar, sem vænta má um þetta mál. En heildarniðurstaða hans, sem bæði kemur að nokkru leyti fram í bréfinu, og þó hefur hann sagt mér hana enn ýtarlegar munnlega, er sú, að hann telur, að þær rannsóknir, sem fram hafa farið á hinum síðustu árum, nægi ekki til að skera úr um það, hvort hér sé gengið of nærri stofninum eða ekki, þessum rannsóknum verði að halda áfram enn um skeið, ef endanleg niðurstaða eigi um það að fást, án þess að of fljótfærnislega sé að því hrapað að draga ályktun af þeim takmörkuðu tilraunum, sem gerðar hafa verið. En sem sagt, tilraunirnar hafa farið fram og tilraunirnar halda áfram.