17.12.1962
Efri deild: 30. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (373)

4. mál, ráðherraábyrgð

Frsm. minni hl. (Alfreð Gíslason læknir):

Herra forseti. Ég vil nú eiginlega þakka sérstaklega hæstv, dómsmrh. fyrir þær leiðbeiningar, sem hann gaf mér í sinni ágætu ræðu. Ég efast ekkí um, að það er rétt, sem hann segir, að ég hafi ekki alveg farið rétt í málið. En ég bið þá hv. þdm. að virða mér það til vorkunnar og taka viljann fyrir verkið. Ég vil einnig þakka hæstv. ráðh. fyrir ábendingarnar í niðurlagi sinnar ræðu, m.a. ábendinguna um, að það kæmi til mála að salta bæði frv. eða að hv. þd. gæfi sérstaka viljayfirlýsingu af sinni hálfu varðandi þessi frv. Ég vil aðeins beina því til hv. allshn., að hún taki nú þetta mál til athugunar á milli umr., 2. og 3., þannig að það, sem fram hefur komið nú í þessum umr., verði litillega rætt í n.

Það er alveg rétt, sem báðir ræðumenn hafa sagt, að að vissu leyti og í vissum efnum hafa þessi lög verið þrengd, sérstaklega í tveimur atriðum, sem þeir nefndu. En þau hafa einnig, að mér skilst, verið gerð í öðrum efnum nokkru víðtækari. Eins og ég gat um áðan, er ákvæðið í a-lið 10. gr. nýmæli, sem gerir frv. að vissu leyti víðtækara en gildandi lög.

Fleira held ég, að ég hafi ekki fram að taka að þessu sinni.