12.03.1963
Efri deild: 55. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (542)

174. mál, heimilishjálp í viðlögum

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Heilbr: og félmn. hefur rætt þetta frv. og er sammála um að leggja til, að það verði samþ. Frv. gerir ráð fyrir að rýmka heimildina um heimilishjálp svo, að hægt sé að veita öldruðu fólki hana, og láta hjálpina einnig ná til lengri tíma en lögin annars gera ráð fyrir. Með því er ætlunin að stuðla að því, að fólkið geti lengur búið á heimilum sínum, en neyðist ekki til þess að fara á hæli.