15.03.1963
Neðri deild: 54. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (609)

172. mál, byggingasjóður aldraðs fólks

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Það er aðeins eitt orð út af ræðu hv. síðasta ræðumanns, 4. landsk. þm. — Hann sagði, að ég hefði vikizt undan því að svara, hvernig ætti að tryggja það, að aldrað fólk yrði áfram aðnjótandi þeirra íbúða, sem í upphafi væru byggðar og styrktar skv. 1., og sagði, að ég hefði ekki svarað þessu. En hefði hv. þm. aðeins lesið niðurlag 6. gr., hefði hann ekki þurft að spyrja, þar stendur, með leyfi hæstv. forseta: „Skal þá vera sú kvöð á íbúðunum, að þær verði einungis notaðar fyrir aldrað fólk, meðan lán hvíla á þeim.“ Þ.e.a.s.: ef einhverjum öðrum en öldruðu fólki verður hleypt inn í þessar íbúðir, verða lánin að greiðast upp.