09.04.1963
Efri deild: 70. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

172. mál, byggingasjóður aldraðs fólks

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Í hv. Nd. voru gerðar lítils háttar breyt. á frv. frá því, sem var, þegar það var afgreitt héðan. Breytingarnar eru að tölunni til nokkrar, en efnislega er þar aðallega um eina breyt. að ræða, og það er, að sú heimild, sem í frv. var til þess að veita þessa aðstoð sem styrk, er numin í burtu, og eftir frv., eins og það er nú, er aðeins um lán að ræða. Þá er einnig numið úr frv., eins og það var, heimild til þess að láta húsnæðismálastjórn úthluta einhverju af þessum lánum, og gert ráð fyrir, að tryggingaráð annist það eitt. Þetta eru aðalbreytingarnar. Þá þriðju má að vísu nefna, þar sem gert er ráð fyrir því, að lán í þessu skyni megi nema 50% af stofnkostnaði, þá var bætt við í Nd., að lánið mætti veita annaðhvort samhliða eða næst á eftír öðrum lánum, sem fengin væru annars staðar og næmu allt að 35% af stofnkostnaði. Aðrar breytingar, sem eru smáar, eru aðallega orðalagsbreytingar. — Ég vildi mjög leyfa mér að leggja til, að frv. verði samþ. eins og hv. Nd. gekk frá því.