08.04.1963
Neðri deild: 67. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

173. mál, happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Frsm. (Birgir Finnsson):

Hæstv. forseti. Heilbr.- og félmn. flytur á þskj. 543 svo hljóðandi brtt. við frv. til 1. um breyt. á l. nr. 71 1954, um happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna, með leyfi hæstv. forseta:

„Á eftir 1. gr. komi ný gr., sem verður 2. gr. (og breytist greinatalan samkv. því): Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þ. á m. um endurskoðun ársreikninga happdrættisins og afhendingu fjárins til byggingasjóðsins.“

Ástæðan til þess, að heilbr.- og félmn. tók þetta mál til athugunar á ný milli 2. og 3. umr., var aths., sem gerð var af hálfu sjómannadagsráðs um gildístöku ákvæðis frv. Svo sem hv. d. er kunnugt, á núgildandi happdrættisleyfi dvalarheimilis aldraðra sjómanna að renna út. í apríl næsta ár, en samkv. gildistökuákvæði þessa frv. á byggingasjóður aldraðs fólks að fá 40% af nettótekjum happdrættisins nú þegar. Bent var á, að þetta gæti komið sér illa fyrir happdrættið vegna þeirra ráðstafana, sem þegar hefðu verið gerðar, t.d. í sambandi við kostnað við vinninga happdrættisins og aðrar skuldbindingar þess.

Mál þetta var rætt við hæstv. félmrh. og lýsti hann því yfir, að af hálfu ráðun. mundi happdrætti dvalarheimilis aldraðra. sjómanna verða sýnd fyllsta lipurð, þegar að því kæmi að ákveða, hvernig haga skyldi innborgunum happdrættisins til byggingasjóðsins, og þá með sérstöku tilliti til þeirra skuldbindinga, sem ég gat um og til hefur verið stofnað, áður en ákvæði þessa frv. öðlast lagagildi. Að fenginni þessari yfirlýsingu hæstv. ráðh. taldi fulltrúi sjómannadagsráðsins, sem við n. ræddi um málið, að hann gæti eftir atvikum fallizt á afgreiðslu málsins með þeirri breytingu, sem heilbr.- og félmn. flytur á þskj. 543.