26.03.1963
Neðri deild: 60. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

5. mál, lögreglumenn

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Hæstv. forseti. Það eru aðeins örfá orð út af brtt. þeim, sem hv. 3. þm. Norðurl. e. og fleiri hafa borið fram á þskj. 452.

Ég sé ekki, að 1. brtt. á þessu þskj. sé skýrar eða betur orðuð en frv. sjálft um það efni, sem brtt. hljóðar um. Þvert á móti finnst mér einmitt, að ákvæði frv. um þetta efni, þ.e.a.s. 1. gr. frv., séu gleggri og skýrari í orðalagi en sú brtt., sem hv. þm. hafa borið fram.

Varðandi 1. mgr. 2. brtt. hv. þm. um, að staðsetja skuli ríkislögreglumenn í einstökum landsfjórðungum, ef meiri hl. hlutaðeigandi sýslunefndar og bæjarstjórnar óskar þess, sé ég ekki betur en hér sé gersamlega raskað þeim grundvelli, sem frv. byggist á, hvað viðkemur skiptingu kostnaðar við löggæzlu milli ríkissjóðs annars vegar og bæjar- eða sýslufélags hins vegar. Annars segir í 1. mgr. 7. gr. frv., að ríkislögreglumönnum sé skylt að gegna löggæzlustörfum, hvar sem er á landinu, svo að ég sé ekki betur en þessi brtt. hv. þm. sé í raun og veru óþörf.

Síðast þegar frv. þetta var til umr. hér í þessari hv. d., lýsti ég þeirri skoðun minni, að efni laga nr. 45 frá 1956 — og 2. og 3. mgr. brtt. hv. þm. á þskj. 452 er shlj. þeim lögum væri tekið upp í frv. eins og það er, og verð af þeim sökum að telja enn sem fyrr, eins og ég lýsti, þegar þetta frv. var hér síðast til umr., að flutningur þessara brtt., þ.e.a.s. 2. og 3. brtt. á þskj. 452, sé raunverulega alveg óþarfur.