05.04.1963
Efri deild: 68. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 789 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

5. mál, lögreglumenn

Frsm. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Svo sem nál. allshn. á þskj. 513 ber með sér, mælir n. einróma með samþykkt frv. Tveir nm. áskilja sér þó rétt til þess að flytja. eða fylgja öðrum brtt., og hefur annar þeirra flutt brtt. á sérstöku þskj.

Í hv. Nd. var sú breyt. gerð á upphaflega frv., eins og það var lagt fyrir þá deild, að hækkuð var hlutfallstala þess kostnaðar, sem gert var ráð fyrir að ríkissjóður greiddi af lögreglukostnaði í Reykjavík. En samhliða þeirri breyt. var einnig breytt því upphaflega ákvæði frv., að lögin skyldu að fullu koma til framkvæmda 1. jan. 1965. Allshn. þessarar hv. d. leggur til, að þessu ákvæði verði aftur breytt í hið upphaflega horf, þ.e.a.s. hún fellst á það sjónarmið, að eðlilegt sé, að ríkissjóður greiði þann aukna hluta lögreglukostnaðar í Reykjavík, sem samþ. var í Nd., en hækkunin árlega verði greidd í samræmi við það, sem stóð í upphaflega frv., þannig að fyrsti hluti hækkunarinnar komi til framkvæmda nú þegar á þessu ári, en ekki á næsta ári, og lögin komi að fullu til framkvæmda 1. jan. 1965 í stað 1. jan. 1966, eins og er í frv. nú. Er orsökin fyrst og fremst sú, að þegar frv. upphaflega var lagt fyrir, munu sveitarfélög almennt hafa gert ráð fyrir því, að það yrði hagað kostnaðargreiðslum eins og þar var lagt til, og þykir því óeðlilegt að fara að breyta frá því ákvæði, þótt þessi tili. væri gerð um nokkra hækkun til Reykjavíkur, sem á ekki að hafa þau áhrif, að það réttlæti, að það verði ekkert greitt af þessum aukna kostnaði fyrr en 1964. Vænti ég, að allir hv. þdm. geti fallizt á þessa breytingu.

Það er hins vegar önnur breyt., sem n. hefur láðst að gera á frv. og ég vil því leyfa mér að leggja hér fram skrifi., en það er breyt., sem óhjákvæmilegt er að gera á 13. gr. frv., eins og það kemur frá Nd., en í henni segir, að lög þessi öðlist gildi 1. jan. 1964, og er það í samræmi við þá frestun á greiðslu kostnaðar, sem ég gerði áðan grein fyrir. En með hliðsjón af því. að við gerum ekki ráð fyrir að fresta þessum kostnaðargreiðsluákvæðum eins og þau upphaflega voru í frv., þá er nauðsynlegt að breyta þessu aftur í hið fyrra horf, og leggur allshn. til, að 13. gr. verði breytt á þann veg, að í stað orðanna „Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1964“ komi: „Lög þessi öðlast þegar gildi“. Vildi ég mega leyfa mér að afhenda forseta þá till. og biðja hann að leita afbrigða fyrir henni.

Á Alþingi 1959 flutti ég ásamt núv. hv. 2. þm. Norðurl. e. till. um endurskoðun l. um lögreglumenn, og var sú till. samþ. ásamt annarri till., sem þá var flutt af hv. þáv. þm. Siglf. um athugun á sameiningu tollgæzlu og löggæzlu. Í till. um endurskoðun l. um lögreglumenn var sérstaklega gerð grein fyrir því í grg., hvaða atriði það væru, sem einkum þörfnuðust endurskoðunar, og var þar fyrst og fremst um að ræða ákvæði þágildandi laga eða núgildandi um greiðslur ríkissjóðs í lögreglukostnaði, sömuleiðis ákvæðin um ríkislögreglumenn og ákvæðin um héraðslögreglu, einnig að við töldum nauðsynlegt að setja í lög um lögreglumenn einhverjar reglur um, hvernig greiða skyldi kostnað við tímabundna löggæzlu í verstöðvum og á öðrum þeim stöðum, þar sem af sérstökum ástæðum væri nauðsynleg tímabundin aukin löggæzla.

Það verður að telja, að það frv., sem hér liggur nú fyrir, sé mjög til bóta varðandi þessi ákvæði öli, þó að mönnum kunni að sýnast sitt hvað um einstök ákvæði þess að öðru leyti, því að hér er gert ráð fyrir mjög aukinni hlutdeild ríkissjóðs í lögreglukostnaði, og það er jafnframt formlega ákveðið í þessum lögum, að ríkinu sé skylt að greiða eftir tilteknum reglum kostnað við héraðslögreglu. En heimildin til þess að greiða kostnað við þá löggæzlu, sem er hin nauðsynlegasta úti um sveitir landsins, hafði verið mjög vafasöm og afleiðingin orðið sú, að margar lögreglusamþykktir, sem settar höfðu verið úti um héruðin, fengu ekki staðfestingu, þar sem talin var mjög hæpin heimild til þess að greiða þann kostnað. Nú eru í þessu frv. skýr ákvæði um þetta efni, bæði um það, að hlutur ríkissjóðs er stóraukinn í greiðslu lögreglukostnaðar, ákveðið er, eftir hvaða hlutfalli greiða skuli kostnað við héraðslögreglu, og sérstakt ákvæði er um tímabundna löggæzlu.

Ég vil láta þá skoðun í ljós sem mitt álit í sambandi við lögreglumálin yfirleitt, að það sé eðlilegt, að ríkið yfirtaki yfirleitt alla löggæzlu í sínar hendur og beri allan kostnað af henni. Það hefur lengi verið skoðun sveitarfélaganna, að það væri eðlilegt, og það virðist í rauninni vera sjálfsagður hlutur, að ríkið sjálft, ekki sízt þar sem það skipar þá embættismenn, sem á hverjum stað hafa yfirstjórn lögreglumálanna, — þó að lögregluþjónarnir séu kastaðir af öðrum aðila, — að ríkið þess vegna greiði allan kostnað við löggæzluna, og það hlýtur að verða smám saman þróunin. Það er hins vegar erfitt að stíga það skref í einu, og þess vegna ber að fagna því, að það er þó gert ráð fyrir, að kostnaðarhluti ríkissjóðs verði mjög aukinn með þessu frv., eins og það liggur hér fyrir.

Ég vildi aðeins segja örfá orð um þá brtt., sem fram hefur komið frá einum nm. allshn., hv. 9. þm. Reykv., þar sem hann leggur til, að það verði breytt því ákvæði í 1. gr. frv., að ríkisstj. sé heimilt að fengnum till. sveitarstjórnar að mæla fyrir um lögregluhald í sveitarfélagi, eins og þar segir, og vill, að það sé ekki heimilað, nema fyrir liggi beinlínis samþykki sveitarstjórnarinnar. Það má vafalaust færa fullgild rök fyrir því sjónarmiði. En ég tel hins vegar, og það er skoðun meiri hl. n., að það sé ástæðulaust að breyta þessu ákvæði, m.a. með hliðsjón af því, að það er gert ráð fyrir stóraukinni aðild ríkissjóðs í kostnaði, og ef ríkisstj. ákveður að beita þessari heimild, felur það um leið í sér, að ríkið verður að leggja fram aukin framlög til löggæzlunnar á viðkomandi stað, þannig að það ætti að vexa fullt aðhald um það, að ekki væri að ástæðulausu farið að fjölga löggæzluliði. Hins vegar kann vel svo að fara, að það geti risið ágreiningur milli lögreglustjóra og sveitarstjórnar um það, hvað þessir aðilar telji nauðsynlegt í sambandi við löggæzlu, og ég tel, að það geti verið mjög varhugavert að slá því endilega föstu, að það sé víst, að sveitarstjórn hafi þar á réttu að standa, en ekki lögreglustjóri, sem á að bera ábyrgð á löggæzlunni, og ef svo ólíklega vildi til, að ágreiningur yrði um þetta efni, þá eigi ekki tvímælalaust að ákveða, að það sé sveitarfélagið, sem hafi þar hið afgerandi atkvæði.

Ég tel þess vegna þessa till. ekki heppilega til breyt. á þessu ákvæði, einkanlega með hliðsjón, eins og ég sagði áðan, af þeirri meginstefnu, sem hlýtur að verða, að smám saman yfirfærist þessi löggæzlukostnaður og löggæzlustjórnin yfirleitt að öllu leyti yfir á ríkissjóð. Það er því, herra forseti, till. n., að frv. verði afgr. óbreytt að öðru leyti en því, að sú breyt. verði á því gerð, sem segir í nál., og sömuleiðis sú breyt., sem felst í hinni skrifl. brtt., sem ég lýsti og leyfi mér að afhenda hæstv. forseta.