19.11.1962
Neðri deild: 16. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (715)

89. mál, veitingasala, gististaðahald o.fl.

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Hæstv. forseti. Frv. um veitingasölu og gististaðahald hefur verið flutt hér áður, árin 1951, 1957 og 1958, og náði ekki fram að ganga vegna ágreinings. Hinn 10. okt. 1961 var skipuð 5 manna nefnd til þess að leitast við að semja frv., sem samkomulag gæti náðst um, og bæta löggjöfina um gistihúsahald og veitingasölu, sem virðist í mörgum tilfellum vera nokkuð ábótavant. Í n. áttu sæti Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, sem var formaður n., Benedikt Gröndal alþm., dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir, Pétur Daníelsson veitingamaður, Símon Sigurjónsson framreiðslumaður og Þorvaldur Guðmundsson forstjóri. N. var skipuð með tilliti til þess, að aths. frá veitingamönnum og þjónum, sem fram höfðu komið við hin fyrri frv., gætu komið fram, og náði n. algeru samkomulagi við, samningu þessa frv. og hefur tekizt að sníða, að ég ætla, þá ágalla burt, sem voru á hinum fyrri frv. Mætti því ætla, að í sambandi við þetta frv. gæti orðið samkomulag.

Stærsta nýmæli till. þessarar er það, að hún leggur til, að eftirlit í gisti- og veitingahúsum, sem í eldri frv. var lagt til að falið yrði Ferðaskrifstofu ríkisins, jafnhliða heilbrigðiseftirliti, verið falið sérstökum eftirlitsmanni, sem starfar undir yfirstjórn landlæknis. Eins og nú er háttað, eru veittar á fjárlögum 20 þús. kr. til Ferðaskrifstofu ríkisins til þess að hafa eftirlit á hendi með veitingasölu og gistihúsahaldi. Má þess vegna ætla, að hér verði um nokkurn aukakostnað að ræða, þegar þetta verður ekki lengur í höndum ferðaskrifstofunnar, en það má þó geta nærri, hvort þetta eftirlit getur verið fullnægjandi með því að hafa aðeins 20 þús. kr. til umráða, eins og ferðaskrifstofan hefur áður haft, og ef þetta kostar meira, þá, verður það vegna þess, að eftirlitið verður í auknum mæli frá því, sem verið hefur, og hefur verið áætlað, að það þyrfti að hækka þennan kostnað upp í 40-50 þús. kr., því að, eftirlitið þarf nú ekki að vera allt árið um kring, heldur vitanlega aðallega á sumartímanum og úti á landi. Og reynslan sker úr því, hvað þessi kostnaður þarf að vera mikill. Úr, því að verið er að hugsa um það að breyta l. og auka eftirlitið, bæta staðhættina, þá verður a.m.k. fyrst um sinn, á meðan verið er að koma þessum málum í lag, að hafa eftirlit og, kosta þá nokkru til þess, að það beri árangur.

Ég sé ekki ástæðu til þess að rekja frv. eða aths., sem eru prentaðar með því. Hv. þm. geta, vitanlega kynnt sér það bezt með því að lesa, frv. í gegn og grg., og gæti ég ekki með því að ræða það hér gert það betur en hér er völ, á að fá með lestri þeirra gagna, sem fyrir liggja. En það má geta þess, að eftirlit með, gisti- og veitingastöðum hefur ekki borið til' ætluð áhrif af þeim ástæðum, sem ég áður, nefndi, og einnig vegna þess, að eftirlitsmaður eða eftirlitsmenn hefur skort vald til, þess að fylgja eftir aðfinnslum sínum, og einnig er óljóst, hvaða kröfur gildandi lög heimilal, að gerðar séu til gisti- og veitingastaða.

Úr síðarnefnda atriðinu mun verða bætt,, ef frv. þetta verður að lögum og gefnar verða, út reglugerðir þær, sem hér er gert ráð fyrir. Fyrrnefnda atriðinu ræður frv, einnig bót á. Eftirlitinu er gert að knýja fram kröfur sínar, um lagfæringar og breyt. til samræmis við ákvæði frv. og reglugerðar, og er þá á valdi lögreglustjóra að meta, hvort stöðva skuli reksturinn eftir kröfu landlæknis að gefinni aðvörun eða ekki eða grípa til annarra ráða, t.d. að neita að endurnýja leyfið, næst er endurnýja skal.

Það er enginn vafi á því, að ef þetta frv. verður að lögum, þá skapast aukinn möguleiki á því að fylgjast með því, að veitingasala og gistihúsahald geti orðið með því lagi, sem æskilegt er, en af eðlilegum ástæðum, þá er þetta víða frumstætt hér á landi vegna fjárskorts og mannfæðar. Og það liggur í augum uppi, að það er erfitt að halda uppi veitingasölu og gistihúsahaldi, þegar nýtingartíminn er kannske aðeins 2–3 mánuðir af árinu. Allt er þetta eðlilegt. Eigi að síður er ljóst, að hverju ber að keppa í þessu efni, og það er mikils virði, að bæði veitingamenn og framreiðslumenn virðast nú hafa fengið skilning á því, að hverju ber að keppa, og vilja gera það. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að ef þetta frv. verður að lögum, þá er það til mikilla bóta.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. samgmn.