31.01.1963
Efri deild: 35. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (768)

113. mál, virkjun Sogsins

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta til staðfestingar á brbl. er komið frá Nd. Brbl. voru gefin út s.l. sumar, vegna þess að það þótti ekki heppilegt að draga það að fá heimild til lántökunnar, þangað til hv. Alþ. kæmi saman. Eins og hv. alþm. sjá, fer frv. fram á að veita ríkisstj. heimild til að ábyrgjast 65 millj. kr. lán vegna stækkunar á virkjun Írafoss við Sog. Mál þetta skýrir sig sjálft, og er því ekki þörf á að fara mörgum orðum um það, en málið er komið á það stig, að lántaka hefur fengizt fyrir verkinu, og mun því væntanlega ljúka á þessu ári.

Ég vil leyfa mér, hæstv. forseti, að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. iðnn.