08.04.1963
Neðri deild: 67. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í B-deild Alþingistíðinda. (786)

217. mál, happdrætti háskólans

Frsm. (Birgir Kjaran):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft mál þetta til meðferðar og rætt það og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess. Efni frv. er, svo sem kunnugt er, að veita háskólanum heimild til að gefa út nýjan flokk hlutamiða vegna vaxandi tekjuþarfar þeirrar stofnunar sökum þeirra ýmsu nýrra verkefna, sem háskólanum hefur verið falið að inna af hendi. Það hefur slæðzt inn villa í frv. þetta varðandi tilvitnun i lög, og leyfi ég mér því hér að flytja skrifl. brtt. við 1. gr.: „Í stað „l. nr. 14 4. apríl 1954, í 1. mgr. komi: nr. 14 4. apríl 1955, l. nr. 26 24. apríl 1957.“

Herra forseti. Ég leyfi mér að mæla með, að frv. þetta svo breytt verði samþykkt.