01.04.1963
Neðri deild: 63. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í B-deild Alþingistíðinda. (830)

219. mál, framboð og kjör forseta Íslands

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur kynnt sér frv. til laga um framboð og kjör forseta Íslands, og leggur n. einróma til, að það verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 4. þm. Sunnl., Óskar Jónsson, var ekki viðstaddur vegna lasleika, þegar n. fjallaði um frv.

Um efni þessa frv. get ég verið fáorður, enda er því lýst í aths. við frv. Þegar lögum um kosningar til Alþ. var breytt árið 1959, varð ljóst, að einnig þurfti að breyta l. um framboð og kjör forseta Íslands í sambandi við samningu kjörskrár, og er það nauðsynleg breyting, sem þurfti að gera á þeim 1., sem frv. þetta fjallar um. Eins og ég áður sagði, leggur allshn. til, að frv. verði samþ. óbreytt.