09.04.1963
Efri deild: 71. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 909 í B-deild Alþingistíðinda. (894)

231. mál, Iðnaðarbanki Íslands h/f

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt samkv. óskum aðalfundar hluthafa Iðnaðarbanka Íslands og bankaráðsins og er þess efnis, að felldar verði niður þær takmarkanir, sem hafa verið á hæð hlutafjár, en jafnframt er tryggt, að ríkisstj. hafi jafnmikla hlutdeild í bankaráði og hún hefur haft frá stofnun bankans, og er það með samþykki bankaráðsins í heild. Enn fremur er heimilað, að bankaráðið geti sjálft ákveðið tölu bankastjóra. Þetta frv. varð ekki ágreiningsefni í hv. Nd. Ég leyfi mér að leggja til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. iðnn.