09.04.1963
Efri deild: 71. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (910)

234. mál, tannlækningar

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt eftir óskum Tannlæknafélagsins og fjallar um það, með hverjum hætti veita skuli tannlæknum viðurkenningu sem sérfræðingar í einstökum greinum tannlæknafræðinnar. Málið hefur verið til athugunar hjá háskólanum og landlækni. Þeim kom ekki alveg saman um það í fyrstu, hvernig þessari viðurkenningu skyldi háttað, eða réttara sagt, hver hana skyldi veita, en að lokum náðist fullt samkomulag um þá lausn, sem í frv. felst. Vonast ég til, að málið verði ekki að ágreiningsefni frekar hér en í Nd. Leyfi ég mér að leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. heilbr: og félmn.