20.11.1962
Efri deild: 19. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í B-deild Alþingistíðinda. (99)

98. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Alfreð Gíslason læknir:

Herra forseti. Ég vil aðeins gera grein fyrir þátttöku minni í þessari atkvgr. Þetta frv. er, eins og kunnugt er, liður í samkomulagi tveggja deiluaðila, ríkisvaldsins annars vegar og ákveðinna einstaklinga úr læknastétt hins vegar. Ég hef ákveðinn grun um, að annar aðili, læknarnir, hafi látið bugast af ofurþunga, ef ekki hótunum hins deiluaðilans, ríkisvaldsins, og þannig raunverulega gengið nauðugir til þessa samkomulags. Vegna þessarar grunsemdar á ég erfitt um vik að greiða frv. atkv., og sit ég því hjá við endanlega atkvgr. um það hér í hv. deild.