08.05.1964
Neðri deild: 95. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1338 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

148. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr. þessa máls, voru ýmsar tili., sem fram höfðu komið í sambandi við frv. þetta til breyt. á l. nr. 7 29. apríl 1963, um tollskrá o.fl., til athugunar hjá tollskrárnefnd, og ég gat þess þá, að fyrir 3. umr. mundi fjhn. hafa samráð við tollskrárn. um flutning brtt. í sambandi við þær till., sem þá höfðu komið fram. Fjhn. hefur á þskj. 625 flutt 7 brtt., 6 af þeim eru fluttar í samráði við tollskrárn., en síðari liður 7. brtt. er fluttur að beiðni ríkisstj., og mun ég gera grein fyrir þessum brtt. í örstuttu máli:

Fyrsta brtt. fjallar um 12, kafla 1, gr. frv., og þar er tollur 30% færður í 20%, en það er á svokölluðum síkoríurótum, sem eru notaðar í kaffibæti.

Önnur og þriðja brtt. eru varðandi brauð og kex. Ed, hafði samþ. þar brtt. við lögin, tollur færður úr 125% í 80%, en tollskrárn. hefur talið, að eðlilegra samræmi væri í, að hér væri um að ræða 100% toll, og eru hér gerðar till. um hækkun aftur.

Fjórða brtt, er um flúrskinslampa. Þar var í frv. gert ráð fyrir að lækka tollinn úr 90% í 60%, en af tollskrárn, talið að athuguðu máli, að hér væri of hratt farið að niðurfellingu tolla, og lagt til að hækka hann aftur í 70%.

Fimmta brtt. er ný og er við 87. kafla 1. gr. tollskrárinnar, að inn komi nýr liður, þ.e.a.s. sjúkrabifreiðar, sem jafnframt eru lögreglubifreiðar, eftir nánari skilgreiningu og ákvörðun fjmrn., og á þeim sé 40% tollur. Það hefur færzt í vöxt úti um landið, að lögreglubifreiðar hafa verið notaðar og innréttaðar sem sjúkrabifreiðar um leið, og þá hefur verið talið rétt, að það væri lægri tollur þar, og gert ráð fyrir, að hann sé 40%, en lögreglubifreiðar eru tollaðar með 90% tolli.

Sjötta brtt. á þskj. 625 er varðandi hreyfla minni en 200 hestöfl. Er aðeins síðasta málsgr. breyting, þ.e.a.s. til samræmis, og það sama og gildir um hreyfla minni en 200 hestöfl látið gilda um hverfla og þrýstivatnspípur til raflýsingar á sveitabæjum. Tollurinn er þar 35%, en heimilt að færa niður í 10%.

Í sjöundu brtt. er lagt til að lækka eða fella niður gjöld af vélum, sem eingöngu eru notaðar til framleiðslu á niðursoðnum sjávarafurðum til útflutnings. Hér mun vera átt við það fyrirtæki, sem nú er verið að reisa í Hafnarfirði, Norðurstjörnuna, en þar er gert ráð fyrir niðursoðnum sjávarafurðum eingöngu til útflutnings, og er talið rétt, að ríkisstj. hafi heimild til að lækka eða fella niður gjöld af vélum, sem eru notaðar til þeirrar framleiðslu.

Eins og hv. alþm. sjá, er síðari liður sjöundu brtt. varðandi tekjumöguleika til þess að standa undir stofnkostnaði sjónvarps. Eins og hæstv. menntmrh. skýrði Alþ. frá í dag, hefur sjónvarpsnefnd gert ýtarlega áætlun um íslenzkt sjónvarp, og eru skýrslur n, nú í athugun hjá ríkisstj. Sjónvarpsn. leggur til, að tekjustofnar til að byggja upp íslenzkt sjónvarp verði 3, hinir sömu og ríkisútvarpið hafði í upphafi: í fyrsta lagi stofngjöld og afnotagjöld sjónvarpsnotenda, í öðru lagi auglýsingatekjur og í þriðja lagi tekjur af innflutningi sjónvarpstækja. Sérstaka heimild Alþ. þarf til þess, að unnt sé að verja tekjum af aðflutningsgjöldum sjónvarpstækja til þess að greiða stofnkostnað sjónvarpsins. Telur ríkisstj. rétt að afla sér þessarar heimildar, og hefur hæstv. fjmrh. því óskað eftir því, að fjhn. þessarar hv. d. flytji brtt. við tollskrárl. þar að lútandi. Samþykkt þessarar till. mun tryggja, að eðlilegum og raunhæfum undirbúningi undir íslenzkt sjónvarp verði haldið áfram á næstu mánuðum. Sjónvarpsn. hefur áætlað, hve búast má við miklum innflutningi sjónvarpstækja á næstu árum. Er þá miðað við, að íslenzk sjónvarpsdagskrá verði fyrst send út 1966, en áætlanir n. eru sem hér segir: 1964 2500 tæki, 1965 3000 tæki, 1966 4000 tæki, 1967 4000 tæki, 1968 4000, 1969 3000 tæki, 1970 2000, 1971 2000 og 1972 2000 tæki. Á þessu tímabili er gert ráð fyrir, að sjónvarpskerfi verði byggt. Mundu þá um 66% íslenzkra heimila í öllum landshlutum hafa sjónvarp 1972, og er það án efa varlega áætlað.

Fjhn. hefur, eins og fram kemur á þskj. 625, flutt þessar brtt. Að vísu eru ýmsar till., sem komið hafa fram varðandi breyt. á tollskránni, sem e.t.v. einstakir þm. innan n. og utan hefðu viljað flytja. Þeim athugasemdum, sem hefur verið komið til fjhn. þessarar hv. d., hefur verið komið á framfæri við tollskrárn., sem eins og fram hefur komið hér í ræðum hæstv. fjmrh. hefur endurskoðun tollalaganna áfram til athugunar, og hefur n. fengið þær athugasemdir, sem fjhn, hafa borizt.

Ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þessar till., en eins og ég gat um, eru þær fluttar af fjhn.