12.05.1964
Neðri deild: 99. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

36. mál, lausn kjaradeilu verkfræðinga

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Hv. Ed. gerði tvær breytingar á frv.: Við 4. gr., að fyrri málsliður gr. falli niður, og við 7. gr., greinin orðist svo: „Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til ársloka 1965. — Jafnframt eru úr gildi felld lög nr. 46 13. apríl 1963, um hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf.“

Aðalbreytingin er það, að lögin falla úr gildi í árslok 1965, og hefur það verið gert vegna þess, að það er auðfundið, að verkfræðingar fella sig betur við frv. í því formi en eins og það áður var.