09.12.1963
Neðri deild: 27. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1548 í B-deild Alþingistíðinda. (1129)

83. mál, Seðlabanki Íslands

Eysteinn jónsson [frh.):

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir, að hæstv. viðskmrh. telji, eins og raunar kom fram í ræðu hans, að gjaldeyrisstaða bankanna, sem hann nefndi sýni, að þessi nýja stefna í lánamálunum hafi borði góðan árangur, að því er varðar afkomuna út á við. En ég hafði sýnt fram á varðandi þróun verðlagsmála í landinu og dýrtíðina, að það hafi orðið stórum meiri dýrtíðarvöxtur og alvarlegri hækkun á dýrtíðinni, eftir að þessi nýja stefna í lánamálunum var tekin upp. Hún hafði því alls ekki leitt til jafnvægis á þann bóginn. En hæstv. ráðh. ræddi talsvert um, að gjaldeyrisstaða bankanna hefði batnað, og nefndi telur í því sambandi sem vafalaust eru alveg réttar. En hæstv. ráðh. verður að gæta þess, að þegar hann vill gera upp áhrif stjórnarstefnunnuar á afkomuna út á við, dugir ekki að einblína einblína á gjaldeyrisstöðu bankanna. Það er svo margt fleira, sem kemur til greina í þessu sambandi. Og ég vil sérstaklega benda á það, að gjaldeyrisstaða bankanna hefur t.d. batnað um mörg hundruð millj. kr., vegna þess að tekin hafa verið verzlunarlán erlendis í stórum stíl umfram það, sem áður var, og mun þaðan nema á sjötta hundrað millj., sem verzlunin hefur tekið að láni erlendis til vörukaupa, og má því segja, að þetta, sem kallað er gjaldeyrisvarasjóður, sé að mjög verulegu leyti hreinlega byggt upp á þessum stuttu verzlunarlánum.

Ég höfð hefði verið sama stefna varðandi verzlunarlán erlendis og áður, hefði þurft að borga þessum á sjötta hundrað millj. kl. meira út í reiðufé til að geta haft jafnmiklar vörubirgðir í landinu og nú eru og jafnmikinn innflutning og ert hefur verið. Þá ein einnig í þessu sambandi rétt að minna á , að það er auðvitað fleira, sem kemur til greina og hefur áhrif á gjaldeyrisstöðuna, en lánpólitík bankanna. Ég býst varla við, að nokkur vilji halda því fram, að lánapólitík bankanna sé eina atriðið sem skoða þarf í því sambandi þó að hæstv. ráðh. tengdi þessi ummæli sín um lánastefnuna eingöngu við gjaldeyrisstöðuna. Og er því í því sambandi rétt að minna á, að til landsins hafa komið á þessu tímabili um 240 millj. kr. sem gjafafé frá Bandaríkjunum eða uppbót á varnarliðsviðskiptin. Loks er svo þess að geta, að erlendar lántökur hafa verið æðimiklar umfram verzlunarlánin á þessu tímabili. T.d. var tekið æðistórt lán á vegum ríkisstj. í Englandi, sem kunnugt er, á þessu ári, sem náttúrulega hefur bætt gjaldeyrisstöðuna verulega hjá bönkunum, og enn fremur úir og grúir af öðrum lánum. Og þegar þessi mál vöru gerð upp í heild fram að áramótunum síðustu, stóðu þau þannig, að þegar erlendu skuldirnar voru teknar allar í heild og innistæður dregnar frá, þá voru erlendar skuldir að frádregnum innistæðum aðeins hærri en þær voru 1958, en ekki lægri. Ég býst ekki við, að sú mynd hafi úr lántökum samanborið við innstæður, því að enska lánið var alls ekki komið til sögunnar í ársbyrjun.

Þess vegna er ómögulegt að nota þau rök að benda á gjaldeyrisstöðu bankanna og segja að þessi betri gjaldeyrisstöðu bankanna sé ávöxtur af því, að samdráttur hafi verið í lánastarfseminni. Það er alveg óhugsandi. Það eru svo mýmörg önnur atriði, sem þarna koma til greina, eins og ég hef sýnt fram á að dálitlu leyti. Loks er rétt að minna á að a.m.k. árið 1962 og raunar öll þessi ár, 1961, 1962, og 1963, hafa verið óvenjulega mikil aflaár og mokazt upp síld langt umfram það, sem venja hafði verið áður, og margfalt á við það, og munar þetta hundruðum milljóna á hverju ári í gjaldeyristekjur, og það er náttúrulega alveg óhugsandi, að nokkrum detti í hug að halda því fram, að slíkt hafi ekki haft einhver áhrif á gjaldeyrisstöðu bankanna til bóta.

Þarna eru þess vegna mjög mörg afar veigamikil atriði, sem gera það að verkum, að gjaldeyrisstaða bankanna hefur batnað, þegar litið er yfir nokkurra ára tímabil. En mér skilst, að gjaldeyrisstaða bankanna hafi á þessu ári nokkurn veginn staðið í stað, — þó að ég viti það ekki glöggt, þá mun það láta nærri. En ef litið er á allt tímabilið, þá hefur hún batnað, og er það augljóst, að þannig hlaut það að verða, miðað við þessar lántökuráðstafanir, sem e´g hef verið að rekja, og miðað við aflabrögðin og stórauknar gjaldeyristekjur af síldveiðunum.

Mér dettur það ekki í hug, að gjaldeyrisstaða bankanna hefði batnað á þessa lund, ef t.d. síldveiðin hefði verið eitthvað lík á þessum árum og hún var áður, og það er ekkert fremur fyrir því, þó að stjórnin hefði framkvæmt þessa samdráttastefnu sína í lánamálunum. Þetta sýnir okkur, að það er ótalmargt, fleira en endurbótapólitík Seðlabankans og útlánapólitíkin, sem kemur til greina og hefur sín áhrif á útkomuna.

Ég vil í þessu sambandi minna á, að hæstv. ríkisstj. heldur sér enn ákaft við þá stefnu að ná því , sem hún kallar jafnvægi í þjóðarbúskapnum, með því að láta verðlag hækka, en halda sem mest niður kaupgjaldi og afurverði hins vegar og hafa þannig eins og hún kallar, stjórn á kaupgetunni, að hún verði ekki of mikil. og með því að gera lánsféð dýrara en áður og takmarka lánsfé í umferð og reyna þannig að knýja fram jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þetta er það, sem ég hef stundum kallað neikvæða aðferð við að reyna að ná þessu marki, og ég hef hvað eftir annað bent á og vil benda á það enn, að þessi aðferð, að snúa sér einhliða að þessum ráðstöfunum, er ákaflega hættuleg vegna þess, hve hætt er við, að hún dragi stórkostlega úr þjóðarframleiðslunni frá því, sem hún ella gæti verið.

Lánakreppan og rekstrarfjárkreppan, sem efnt er til, þegar þannig er haldið á málum, verður mjög gjarnan til þess, að framleiðslan verður minni en ella og minna er keypt af heppilegum tækjum til að auka framleiðni og framleiðslu, og ég held, að þetta sé í raun og veru kannske ein allra veigamesta ástæðan fyrir því hversu illa búnast núna í sjálfu sér, hversu ódrjúglega búnast þrátt fyrir góðar aðstæður. Ég held að t.d. rekstrarfjárskorturinn, sem er mjög alvarlegur hjá atvinnuvegunum, stuðli mjög að því að draga úr framleiðninni og draga úr því, að atvinnuvegirnir geti gert sér mögulegt að borga það kaupgjald, sem óhjákvæmilega þarf að greiða. Ég held því, að það sé miklu skynsamlegra að hafa spariféð í umferð og nota það t.d. til að lána, svo að ég taki dæmi, til að lána atvinnurekendum eða lána framleiðslunni til að kaupa tæki og gera ráðstafanir til þess að auka framleiðnina og framleiðsluna. Slík tæki vantar í stórum stíl í ótal fyrirtækjum, og væri miklu viturlegra að hafa spariféð í umferð og nota það til að greiða fyrir þessu en reyna að ná jafnvægi með því að draga spariféð að verulegu leyti úr umferð og í vaxandi mæli, eins og virðist stefnt að með þessu frv.

Ég veit, að hér er um tvær stefnur að ræða og stjórnin hefur valið þá leiðina að reyna að stjórna með ráðstöfunum í peningamálunum einum saman út af fyrir sig og láta þær duga, hugsar sér að stjórna með ráðstöfunum í peningamálum einum saman og ætlar sér að reyna að hafa þannig tök á því að skapa jafnvægi. En þetta tekst ekki, eins og reynslan sýnir. Reynslan er ólygnust í þessu efni. Hér hefur ekkert jafnvægi skapazt þrátt fyrir ráðstafanir ríkisstj. til þess að hækka vextina gífurlega og þar með íþyngja atvinnuvegunum og almenningi og þrátt fyrir ráðstafanir ríkisstj. til að draga úr kaupum Seðlabankans á afurðavíxlurri og aðrar slíkar ráðstafanir. Hún ætlar með þessu að hafa hemil á, að ekki sé of mikið fjármagn í umferð, og mynda þannig jafnvægi: En þessar ráðstafanir hafa alls ekki orðið til að mynda neitt jafnvægi. Dýrtíðarskriðan fellur með meiri hraða en nokkru sinni fyrr, og stjórnin segir sjálf, að afkoman út á við sé í hættu í hinu mesta góðæri.

Þannig sjáum við, að þessi stefna nær ekki tilgangi sínum, enda held ég, að það sé ekki hægt að byggja einvörðungu á því, hafa þá efnahagsmálastefnu að byggja einvörðungu á ráðstöfunum í peningamálum, og ég ætla að færa nokkur rök fyrir því, hvers vegna ég tel þetta ekki mögulegt, einmitt í landi eins og Íslandi. Við höfum svo lítið fjármagn hér samanborið við þörfina fyrir rekstrarfé og stofnlánaþörfina, að reynslan mun sýna það áfram, eins og hún hefur sýnt, að þeim mun meira sem kreppt væri að bönkunum og þeim gert erfiðara fyrir að lána, þeim mun meiri ráðstafanir yrði að gera á annan hátt, til þess að atvinnuvegirnir gætu fengið rekstrarfé og þjóðin fengið stofnfé. Það yrði til þess m.a., að það yrði að taka lán erlendis í vaxandi mæli, — eða hvað sýnir reynslan núna? Hvers vegna var sú leið farin að leyfa íslenzku verzluninni að taka mörg hundruð millj. að láni erlendis í stuttum lánum? Það var fyrir það, að menn fundu, að þegar búið var að kreppa að viðskiptabönkunum, gátu þeir ekki séð verzluninni fyrir fjármagni. Og hvert var þá úrræðið? Það var að leyfa að taka lán erlendis, stutt lán erlendis. Þetta er vegna rekstrarfjárskortsins. Menn verða að leita sér rekstrarfjár erlendis, ef okkar eigið fé er ekki haft í umferðinni. Og alveg eins er með stofnlánin og verður kannske í vaxandi mæli á næstu árum. Hvað sýnir reynslan? Meira að segja stjórnin sjálf taldi sér ekki annað fært en taka stórlán erlendis og smá, þó að hún væri búin að gefa talsvert sterkar yfirlýsingar um, að hún vildi ekki efna til lántöku erlendis, og einn þáttur í hennar stefnuyfirlýsingu var beinlínis sá, að það ætti að lækka skuldirnar við útlönd, menn yrðu að leggja að sér ýmislegt, til þess að skuldirnar við útlönd lækkuðu ár frá ári sem afborgunum nam. En hver varð svo reynslan? Nauðsynjaverkin knúðu á, og niðurstaðan varð svo sú, að ríkisstj. fór sjálf á stúfana og tók stórlán erlendis, fyrir utan mýmörg lán, sem aðrir taka, jafnvel í stórvaxandi mæli, til skipakaupa og alls konar nauðsynlegra framkvæmda. Þess vegna verður þetta svona, að á sama tíma sem gjaldeyrisstaða bankanna batnar af ýmsum ástæðum og bankarnir eignast nokkrar innstæður erlendis, tekur ríkisstj. og fjöldi annarra lán erlendis með mjög háum vöxtum. Og verzlunin verður að leita út fyrir landssteinana til að fá rekstrarfé.

Þá er annað sem gerir að verkum, að hér er mjög erfitt að stjórna með peningamálaráðstöfunum einum saman, og það eru hinar miklu sveiflur, sem hér eru á framleiðslunni eftir árferði og aflabrögðum. Það er allt öðru máli að gegna í þeim löndum, þar sem þetta gengur sinn jafna, fasta gang, sem hér um bil alveg er hægt að reikna út fyrir fram, í háþróuðum iðnaðarlöndum og löndum, sem byggja á stöðugri veðráttu en við höfum hérna. En hér eru þessar ógnarsveiflur fram og aftur frá ári til árs, og þess vegna mun það sýna sig, að það verður ætíð afar erfitt að stjórna Íslandi eftir sömu aðferðum og notaðar eru í þeim löndum, þar sem þetta gengur með meiri festu eftir eðli málsins og miklu minni sveiflur verða á, t.d. ef hér kemur stórkostlegur aflabrestur. Nú hefur orðið stórkostleg aukning á afla. Segjum, að hér yrði stórkostlegur aflabrestur og svo ætlaði. ríkisstj. að reyna að verjast áföllum, svara aflabrestinum með því að draga fjármagn úr umferð með stórfelldum ráðstöfunum, t.d. enn miklu meiri vaxahækkun og enn stórkostlegri lánasamdrætti og á annan hátt mæta þessum vanda með þessum aðferðum sínum. Það mundi sýna sig, að afleiðingarnar af því yrðu svo alvarlegar og fyrirsjáanlega svo alvarlegar, að ég efast um, að nokkur ríkisstj. legði út í þvílíkt.

Þá er líka eitt atriði, sem kemur til greina og er ákaflega þýðingarmikið að gera sér grein fyrir, og það er, að vegna þess, hve íslendingar eru fáir og kunnugleiki mikill manna á meðal, eru svo miklu meiri möguleikar hér fyrir peningaviðskiptum utan bankakerfisins en í öðrum löndum og miklu erfiðara að ætla sér að hafa stjórn á efnahagsmálum Íslands í gegnum almennar ráðstafanir í bankakerfinu en nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli. Enda mun reynslan sýna, að ef farið verður að reyna að nota í enn ríkara mæli en áður lánasamdráttaraðferðina, þá leita peningarnir í vaxandi mæli út fyrir bankakerfið, af því að menn þekkjast svo vel, af því að það er svo auðvelt að komast hér í bein sambönd. Þeir, sem eiga peninga, og þeir, sem þurfa að fá peninga að láni, eiga svo auðvelt með að ná saman. Og þetta er ein ástæðan fyrir því, hvernig þetta hefur allt saman gersamlega farið úr böndunum hjá hæstv. ríkisstj. Menn hafa í vaxandi mæli farið með peningaviðskipti sín út fyrir bankana og geta farið, þeir sem peningaráð hafa stórfelld, sínu fram, þrátt fyrir ráðstafanir ríkisstj. Og kemur þá enn fram galli á þessari stefnu og átakanlega í ljós, sem er þýðingarmikið að hugleiða, og hann er þessi: Ef þessar aðferðir eru notaðar í vaxandi mæli, samdráttaraðferðirnar í lánapólitíkinni, er einmitt tekið úr umferð það fjármagn, sem ríkisvaldið gæti helzt haft áhrif á að væri skynsamlega notað, þ.e. það fjármagn, sem ríkisbankarnir hafa yfir að ráða. Það fjármagn verður dregið inn til þess að halda jafnvæginu eða skapa jafnvægið að dómi hæstv. ríkisstj. En þá verður í vaxandi mæli handahófskennt, hvað það er, sem raunverulega kemst í framkvæmd í landinu. Það kemst þá helzt í framkvæmd, sem þeir fjársterkustu, þeir, sem geta starfað utan bankanna, hafa mestan áhuga fyrir, en mörg af þeim verkefnum, sem ríkisstj. sjálf hefði mestan áhuga fyrir, og verkefni, sem hefðu mesta almenna þýðingu, gætu aukið framleiðnina mest og gefið bezta þjónustu fyrir fólkið, þær sitja þá gjarnan á hakanum.

Ég vil sérstaklega vara við því, hvernig þetta getur farið í sambandi við þær bollaleggingar, sem maður heyrir um, að það þurfi að styrkja þessa peningapólitík með því að hafa stórkostlegan greiðsluafgang hjá ríkinu, sem lagður sé inn í bankakerfið til þess að auka jafnvægið, m.ö.o. draga inn í bankakerfið hluta af sparifjáraukningunni, minnka endurkaupin á afurðavíxlunum og hafa stóra greiðsluafganga hjá ríkissjóði, allt til þess að draga fjármagn inn í bankakerfið, minnka peningaumferðina og tryggja þannig jafnvægi. Að nota þessa aðferð hefur sem sé þann galla með fleirum, að þá verður dregið inn og tekið úr umferð einmitt það fjármagn, sem beztu tökin væru á að nota skynsamlega í þær framkvæmdir, sem þyrftu að sitja fyrir og hefðu mesta almenna þýðingu, t.d. framkvæmdir til að auka framleiðni, til að veita til nýrra greina og reyna að komast út úr vandanum með því að auka sjálfa framleiðnina og þannig út úr þessari klípu, enn fremur það fjármagn, sem helzt væri hægt að festa hendur á til þess að lána, við skulum segja: til þess að byggja praktískar íbúðir, til þess að leysa húsnæðisvandamálið. Með stefnu núv. ríkisstjórnar verður það einmitt þetta fé, sem tekið verður úr umferð og haldið föstu, en hitt féð verður áfram í umferð, sem þeir fjársterkari ráða yfir utan við bankakerfið, og þá verja þeir því sumpart skynsamlega, en sumpart náttúrlega í ýmislegt, sem gjarnan þyrfti að bíða, samanborið við margt af því, sem ég var áðan að nefna, og fjöldamargt, sem ég hef ekki tök á að nefna án þess að lengja mál mitt um of.

Ég vil aftur leggja áherzlu á, að reynslan mun sýna vegna þess, hve okkar þjóðfélag er sérkennilegt og hvað þjóðin er fámenn, kunnugleikar miklir og ýmsar sérástæður, sem þarna koma til greina, þá er ekki mögulegt að stjórna, svo að vel fari, með ráðstöfunum í peningamálum einum saman. Og þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í þá átt á undanförnum árum, benda alveg eindregið í þessa átt. Þess vegna ætti sízt að ganga lengra á þeirri braut, eins og þó er ráðgert með þessu frv.

Það er nefnilega mesti misskilningur, ef menn halda, að ef þeir séu bara nógu duglegir að loka inni sparféð og þrengja að viðskiptabönkunum og sparisjóðunum og halda niðri afurðalánunum, þá komi allt af sjálfu sér, þá- leysist öll efnahagsmál landsins. En mér finnst, að ýmislegt, sem fram hefur komið, beri einmitt þess vott, að menn einblíni á þessi atriði. En það tel ég háskalegt, og reynslan sýnir það einmitt mjög glöggt.

Það er því mín skoðun, að það þurfi að endurskoða þessa stefnu og það eigi ekki að samþykkja þetta frv. Ég sagði áðan, að um tvær meginstefnur væri að ræða eða stjórnaraðferðir í þessum málum. Önnur er sú að treysta einhliða á ráðstafanirnar í peningamálunum, eins og hæstv. ríkisstj. virðist gera og ætla sér að gera, beita lánasamdrættinum og hafa stóra greiðsluafganga hjá ríkissjóði, sem byggðir séu upp með neyzlusköttum, til að draga úr kaupgetunni og reyna að þvinga fram jafnvægi eftir þessari leið, en við sjáum nú, hvernig þetta hefur gengið. Þetta er þó önnur leiðin. Ég veit, að þessi leið er notuð í mörgum löndum, en þar stendur víða allt öðruvísi á en hjá okkur. Það er bæði miklu meira fjármagn samanborið við þörfina, bæði rekstrarfjárþörfina og stofnlánaþörfina, í mörgum þessum löndum. Það er miklu meiri stöðugleiki, þeir búa við miklu meiri stöðugleika í öllum sínum atvinnurekstri en hugsanlegt er hér, þar sem við eigum svo mikið undir náttúruöflunum, og þess vegna miklu minni sveiflur en hér hjá okkur. Það er enn fremur áreiðanlega miklu erfiðara að fara utan við bankakerfið víða en hér hjá okkur, og margar fleiri ástæður koma til greina, svo að þetta getur ekki að mínu viti komið vel út.

Hin stefnan er svo sú að hafa spariféð í umferð, reka nokkuð djarflega endurkaupastefnu varðandi afurðavíxlana, t.d. svipað og gert var, áður en breytt var til, hafi ríkissjóður greiðsluafgang, að nota hann þá að mjög verulegu leyti, eins og áður v ar gert, til að greiða fyrir og ýta undir þær framkvæmdir, sem mestu máli skipta frá almennu sjónarmiði, t.d. íbúðabyggingar, til þess að ýta undir framfarir í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði o.s.frv., sem sagt að halda fénu í umferð nokkuð svipað og gert var. Það er náttúrlega nauðsynlegt að taka fram, að þessi stefna yrði að styðjast við ráðstafanir, hliðarráðstafanir, einkum meiri stjórn á fjárfestingarmálunum en sú stefna sem nú hefur verið reynd um sinn. Með því móti yrði að reyna ð hamla gegn því, að þessi tiltölulega djarfa lánamálstefna hefði í för með sér og mikla þenslu með stjórn á fjárfestingarmálunum og með því að gera ráðstafanir til þess að láta þær fjárfestingarframkvæmdir sitja fyrir, sem mest þýðingu hafa. En ég er hiklaust þeirrar skoðunar, að þessi stefna yrði miklu heppilegri sökum þess fyrst og fremst, að með því væri reynt fremur en nú að leysa vandkvæðin jákvæðu leiðina, þ.e.a.s. með því að tjalda öllu því , sem til er, til að auka framleiðnina og framleiðsluna og komast þannig út úr vandanum.

Það hefur nú farið þannig, að það hefur skapazt ofþensla nú um skeið, en ég tel, að ráðstafanir til að draga úr henni eigi fyrst og fremst að ganga í þá stefnu að draga úr þeim framkvæmdum, sem helzt mega bíða. En ég tel, að það sé að fara úr öskunni í eldinn, ef á að reyna að leysa þennan vanda með því að klemma að almenningi með nýjum neyslusköttum og draga þannig stórfé inn í bankakerfið eftir þeirri leið og loka inni sparifé í vaxandi mæli. Þá verður það hreinlega til þess að það situr á hakanum, sem sízt skyldi, en hitt hefur framgang, sem fremur má bíða, og þá tel ég hættu á því, að áfram muni búnast mjög illa. En út úr þessari klípu verður helst að reyna að komast með því að auka framleiðsluna og framleiðnina, og ég fæ ekki séða, að það fái komizt í framkvæmd mena með því að tjalda því, sem til er, t.d. í lánamálunum, til þess að greiða fyrir með rekstrarfé og allra nauðsynlegasta stofnlánafé til uppbyggingarinnar.

Ef hin leiðin verður farin, leiðri það að mínu viti fyrst til þess, eins og ég hef margtekið fram, að það situr fyrir sem sízt skyldi, hitt situr á hakanum og svo verður að leita í vaxandi mæli til útlanda til að fá lán til að koma því framkvæmd, því að til lengdar verður ekki hægt að hunza framfarirnar. Það verður nákvæmlega sama sagan og gerst hefur á síðasta tímabili, það hefur orðið að taka stórlán erlendis, bæði stutt og löng lán. Það er hugsanlegt, að „kassaaðstaða“ bankanna yrði eitthvað hagfelldari stundum með því að fara þessa lánasamdráttarleið, og skal ég þó ekkert um það segja, það fer eftir fjöldamörgum atvikum, en í heild sinni er sú leið allt of dýr fyrir okkar þjóðarbúskap. Við höfum ekki efni á að fara stjórnarleiðina að mínu viti.

Ég skal svo að lokum aðeins minnast á annað atriði í þessu frv. Það er um heimild Seðlabankans til að gefa út verðbréf með gengistryggingu. Það er ekki óþekkt fyrirbrigði hér að gefa út verðbréf að gengistryggingu, hefur verið gert stöku sinnum. En eftir því sem ég man bezt, hefur það verið þannig, að Alþingi hefur ákveðið, í hvað skyni það skuli gert. Það er t.d., ef ég man rétt, aflað þannig fjár í íbúðarlánakerið að dálitlu leyti, og nokkru oftar hefur verið gripið til þess. Þetta hefur verið gert til að greiða fyrir málum, sem menn álitu forgangsmál, ef svo mæti segja, væri lífsnauðsyn að ná fjármagni til að framkvæma. En þarna er gert ráð fyrir því, að Seðlabankinn hafi ótakmarkaða heimild til að gefa út verðbréf með gengistryggingu og setja þau út á markaðinn. Ég er algerlega mótfallinn því að láta slíka heimild, þó að ég álíti, að það geti vel komið til greina að nota þessa aðferð til að greiða fyrir vissum málum, sem væru sérlega þýðingarmikil. En mér finnst ekki geta komið til greina að láta Seðlabankann hafa ótakmarkaða heimild til að nota þessa aðferð, því að þá hefur Alþingi ekki lengur neitt vald á því, hvaða málefni það eru, sem verða leyst með þessari forgangsaðferð, ef svo mætti segja því að þetta er eins kona forgangsleið að fjármagni í landinu. Það er gefið mál að þeir sem gefa út skuldabréf með gengistryggingu, hafa allt aðra og miklu meiri möguleika til að koma þeim bréfum út en aðrir, sem geta ekki boðið gengistryggingu. Því mundi þarna vera um eins konar forgangsleið að ræða og þess vegna geysilega þýðingarmikið, hvaða framkvæmdir það væru, sem ættu að sitja fyrir fé á þennan hátt.

Ég vil nú biðja hæstv. ríkisstj. að athuga hvort það er ekki óviðeigandi að fela stofnun eins og Seðlabankanum að gera þetta og hitt væri skynsamleg stefna, að nota þessa aðferð til að koma fram vissum þýðingarmestu málum og ákveða það þá á Alþingi, hvaða mál það væru, sem þannig ætti að styðja. Ég álít að með þessu sé Seðlabankanum og þar með í raun og veru hæstv. ríkisstj. líka gefið allt of mikið vald til að ákveða um forgangsfjáröflun og forgangsframkvæmdir.

Auk þess vil ég aftur, — og ég skal láta það verða mín síðustu orð, — minna á og biðja hæstv. viðskmrh. að athuga, hvernig ráðgert er að búa að viðskiptabönkunum með þessu frv., ef það verður framkvæmt. Ætlunin er að koma þeirra hag þannig, að 25% af öllu þeirra sparifé og þar með innistæðum á ávísanareikningum verði sett inn í Seðlabankann, og það eru ekki í þessu frv. nein ákvæði, sem tryggja, að þetta fé verði lánað aftur út. Auk þess mun væntanlega verða haldið áfram að ætlast til þess, að þessar stofnanir láti 15% af sparifjáraukningunni í fjárfestingarlána„púlíu“, ef svo mætti orða það, hæstv. ríkisstj. þegar svo við þetta bættist kannske veruleg útgáfa af gengistryggðum bréfum, þá held ég , að það færi að þrengjast fyrir dyrum hjá þessum stofnunum. Og ég tel, eins og ég hef margsagt í þessum orðum, mjög háskalega stefnu að ganga svo fast að þessum inndrætti lánsfjárins. Og ég held, að viðskiptabankarnir munu verða mjög illa settir til að sjá fyrir þörfum viðskiptamanna sinna, og ég tel, að niðurstaðan verði sú ef svona verður farið að og samdráttur aukinn, að mörg allra nauðsynlegustu verkefnin verði útundan með fjármagn, en það sitji fyrir, sem fremur mætti bíða. Rekstrarfjárskortur verður vaxandi og stórfelldur hjá mörgum greinum og niðurstaðan sú, að leitað verður í vaxandi mæli eftir erlendum lánum, bæði stuttum og löngum, til að halda fljótandi. Ég tel miklu hyggilegri stefnu að lána spariféð út, hafa það í umferð í rekstrarlánum og öðrum viðskiptum, hafa afurðavíxlaendurkaupum svipað og var, áður en nýja stefnan var tekin upp og úr þeim var dregið, hætta til með að reka lánastefnu á þessa lund til að greiða fyrir rekstri og framkvæmdum í landinu, en styðjast við stjórn á fjárfestingunni og gera á þá lund beinar ráðstafanir til þess að forða ofþenslu með því að láta það sitja fyrir, sem mesta þýðingu hefur.