10.12.1963
Neðri deild: 28. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1579 í B-deild Alþingistíðinda. (1133)

83. mál, Seðlabanki Íslands

Björn Pálsson:

Herra forseti. Ég er vanur að tala blaðalaust, en ég skrifaði nú hluta af ræðu minni og verð þess vegna ekki eins skemmtilegur, og er þó af litlu að taka. Annars ér freistandi að svara hæstv. viðskmrh. nokkrum orðum og eiginlega varla hægt að komast hjá því. Ég er að hugsa um að enda samt á því.

Það er ekki nýtt, að þessi hæstv. ráðh. skammi sjálfan sig. Hann vill aldrei taka árið 1959 með, þegar hann er að reikna út ástæðurnar hjá þjóðarbúinu, en framsóknarmenn bera a.m.k. enga ábyrgð á því ári, og ég held, að hæstv. viðskmrh. hafi verið einn aðalmaðurinn í stjórn þá. Það er þess vegna ómögulegt fyrir hann að sleppa við að taka það með, ef á að taka dánarbú Framsfl., þegar hann skildi við, og gera það upp.

Árið 1959 var útkoman á gjaldeyrisstöðunni þannig, eða ástandið breyttist þannig, að í raun og veru versnaði gjaldeyrisaðstaðan um 1038 millj., hvorki meira né minna, og þegar er verið að tala um útkomuna á tímabilinu frá 1954–1959 og segja, að hallinn hafi verið 795 millj., þá er það eitthvað rúmum 2000 millj. minna en hallinn var árið 1959, þegar hann var aðalmaðurinn í ríkisstj., og þetta er einfaldlega þannig, að föst erlend lán samkv. því, sem hann las upp áðan, hækkuðu á þessu tímabili, á árinu 1959, um 567 millj, og greiðsluhallinn versnaði frá því að vera jákvæður um 228 millj, í að vera neikvæður uni 143 millj., eða um 471 millj. Samtals eru þetta 1938 millj. Þetta er allt birt í Fjármálatíðindum, og getið þið séð það þar. Það er ekki ég, sem skrökva því. Viðskmrh. þurfti ekkert að vera að taka þessi 5 ár, hann getur bara tekið þetta eina ár, og þá er hallinn kominn og miklu meira en það.

Ég er ekkert að hæla fjármálastjórn Framsfl. Það voru margar yfirsjónir, sem sá flokkur gerði, en það er alveg óþarfi að vera að gera hans yfirsjónir meiri en þær eru. Hann getur átt þessa yfirsjón einn, hæstv. ráðh. Þessi halli er ekki kominn á þeim árum, sem Framsfl. var í stjórn með þessum hæstv. ráðh., heldur getur hann átt þetta bara einn.

Á tímabilinu, sem Framsókn var í stjórn, var eitthvað gert til gagns. Það voru byggðar verksmiðjur, og það voru miklar umbætur gerðar. Hann talaði ekki um það, þó að það séu fleiri milljarðar, sem lagðir séu í umbætur á þjóðarbúinu. Það er ekki étið upp. En það skal ég segja, því að ég vil aldrei halla á neinn og vil segja satt, að vörubirgðir jukust árið 1959. Raunverulegur halli var ekki 1038 millj., — það má deila um það, það er að deila um keisarans skegg, — í raun og veru eru seljanlegar útflutningsvörur sama og erlendur gjaldeyrir. En ég hygg, að raunverulegi hallinn hafi þá verið nálægt því, sem hæstv. ráðh. telur að hann hafi verið á 5 árum; þannig að það þarf ekkert að vera að taka þetta 5 ára tímabil: Hæstv. ráðh. getur bara tekið þetta eina ár. Annars var hann að lesa upp föst erlend lán hér og sagði, að það hefði enginn þessar sönnu upplýsingar nema hann. En þetta er ekki rétt, því að þetta er birt allt í Fjármálatíðindum. Hins vegar reyndi hæstv. ráðh, að blekkja á því viðvíkjandi lausaskuldum og gjaldeyrisábyrgðum,. að þær hefðu verið miklar árið 1958; en sannleikurinn er sá, að þær voru sáralitlar. En það var farið að leyfa þær lántökur, eftir að þessar efnahagsráðstafanir voru gerðar 1960, því að bannað var að lána mönnum innanlands nema mjög takmarkað, en leyft að taka lán erlendis, og það breytir viðhorfinu: En ég ætla að svara hæstv. ráðh. að nokkru leyti síðar, en byrja þá á þeirri ræðu, sem ég var búinn að semja, áður en hann hélt þessa ágætu ræðu sína.

Í frv. til I. um breyt. á l. nr. 10 frá 29. marz 1961, um Seðlabanka Íslands, felast tvær breytingar, sem báðar miða að því að binda meira fé í Seðlabankanum. Látið er í veðri vaka, að þetta sé gert til þess, að hægt sé að lána meira út á afurðir. Að mínu áliti er þetta eigi ástæðan, heldur hitt, að með því að binda meira fé í Seðlabankanum á að reyna að draga úr fjárfestingunni. Morgunblaðið, sem telja verður aðalmálgagn ríkisstj., hefur talað um það í 4 ár, hve viðreisnin hafi tekizt vel og hve gjaldeyrissjóðir þjóðarinnar væru orðnir gildir. Í nokkrar vikur hefur blaðið hins vegar ekki minnzt á þessa hluti. Það bendir til þess, að eitthvað sé að. Ekki þyrfti að gera þessar ráðstafanir, ef allt væri í lagi, ef viðreisnin hefði tekizt vel. Allir vita, að óvenjulega mikill skortur er á rekstrarfé hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Nú á að skylda allar innlánsstofnanir til að leggja 25% af öllu innstæðufé inn á bundinn reikning í Seðlabankanum. Enn fremur er Seðlabankanum heimilað að selja gengistryggð verðbréf. Á þann hátt er Seðlabankanum sköpuð alger sérstaða að draga til sín sparifé þjóðarinnar. Ráðh. hélt því fram, að þetta mundi sannfæra þjóðina um, að gengið yrði ekki fellt. Því fer fjarri. Seðlabankinn á ekkert á hættu. Hann átti í septemberbyrjun 1081 millj. í erlendum innstæðum, sem hækka í verði, ef gengið er lækkað. Aðrir bankar geta ekki selt gengistryggð verðbréf án áhættu og er raunar ekki leyft. Framkvæmi Seðlabankinn útgáfu slíkra verðbréfa í stórum stíl, hlýtur það að verka lamandi á þjónustu annarra lánsstofnana við almenning.

Það dylst engum, að eitthvað er að, og eigi úr því að bæta, ber að leita orsakanna. Árið 1960 var gengið lækkað um ca. 27% meira en verðgildi krónunnar stóð raunverulega þá, miðað við útflutningsverzlunina, og vextir stórhækkaðir. Þessar ráðstafanir verkuðu gagnstætt. Vaxtahækkunin á að draga úr eftirspurn eftir lánsfé, en gengislækkanir auka ábyrgðarleysi í fjármálum og eftirspurn eftir lánsfé. Aftur var gengið lækkað 1961. Þessar ráðstafanir eru hliðstæðar því, ef tveir menn ætla að setja bát, og togi annar í landátt, en hinn til sjávar.

Það er réttmæt ráðstöfun að taka vísitöluna úr sambandi. Lengra átti ekki að ganga, og allt, sem ég sagði um það mál 1960, er komið fram. Gengið hefur raunverulega verið lækkað um 40%, þannig að sparifjáreigendur hafa enga vexti fengið af fé því, sem þeir áttu 1960. Eftirspurn eftir lánsfé er ótakmörkuð. Rekstrarfjárþörfin óx mjög við verðhækkanir og fólkið trúir eigi öðru en krónan haldi áfram að lækka, hvað sem yfirlýsingu ráðh. líður. Þeir tala nú í svipuðum tón og ég gerði 1960. Það er erfitt að stöðva steininn, þegar búið er að velta honum að stað í brattri brekku. Ég skal ekki fullyrða um, hvort krónan verður lækkuð, en hitt veit ég, að nú er erfiðara að stöðva hana en 1960. Síðustu missirin hefur hún raunverulega óbeint verið að lækka, því að minna verðmæti fæst fyrir hverja krónu nú en fyrir einu ári. Rétt var að láta þjóðina eignast hæfilegan gjaldeyrissjóð til þess að koma í veg fyrir svartamarkaðsbrask og yfirfærsluörðugleika. Að því leyti til var réttlætanlegt að binda hluta af sparifé í Seðlabankanum. En jafnhliða því, sem hluti af sparifé efnalítils fólks hefur verið bundinn, því að ríkir menn eiga ekki peninga í sparisjóðsbók, hefur einstaklingum og fyrirtækjum verið leyft að taka vörukaupalán erlendis og kaupa skip, bíla og veiðarfæri, að einhverju leyti með margra ára gjaldfresti.

31. ágúst var gjaldeyriseignin samkv. Fjármálatíðindum, sem ég held að sé eitt áreiðanlegasta rit um fjármál, sem gefið er út, því að t.d. síðustu Fjármálatíðindi virðast mér vera óhlutdrægt skrifuð og því ábyggilegar tölur, sem hægt er þar að fá, og miklu áreiðanlegri tölur en hér eru oft lesnar upp, 31. ágúst var gjaldeyriseignin 1130 millj. Stuttar ábyrgðir voru þá hjá bönkunum 345 millj. Aðrar greiðsluskuldbindingar voru 475 millj. Þar frá má draga kröfur, sem bankarnir áttu á önnur 1önd, 151 millj. Hin raunverulega gjaldeyriseign var því í ágústlok, — þetta hefur eðlilega breytzt síðan, því að það breytist hvern mánuð, — 461 millj., þegar búið er að draga frá stuttar ábyrgðir og aðrar greiðsluskuldbindingar. Þetta er raunveruleg gjaldeyriseign í ágústlok, 461 millj., þegar ekki er tekið tillit til fastra, umsaminna lána. En þessi gjaldeyriseign var í árslok 1958 288 millj. Hin raunverulega gjaldeyrisstaða hefur því batnað um 170 millj. En það skal tekið fram, eins og ráðh. tók fram áðan, að það liggja ekki fyrir skýrslur um lausaskuldir eða bankaábyrgðir 1958, en það er alveg víst, að þær voru tiltölulega litlar og ekkert sambærilegar við það, sem nú er.

Samkv. Fjármálatíðindum hefur raunveruleg gjaldeyrisstaða batnað um 170 millj., ef tekið er tillit til ábyrgða bankanna og greiðsluskuldbindinga. En þetta hefur vafalaust ekkert batnað frá 31. ágúst, annará akal ég ekki fullyrða um breytingarnar: Fastar erlendar skuldir voru í árslok 1962 2775 millj. kr., en voru í árslok 1958 1924 millj. Hækkun fastra lána er því 851 millj. á þessu tímabili. Bætt gjaldeyrisstaða er, eins og ég las upp áðan, 170 millj., skuldir þjóðarinnar hafa því samkv. þessu aukizt um 681 millj. miðað viti ágústlok í sumar.

Ég skal játa það, að skuldirnar hafa minnkað frá því í ársbyrjun 1960, en ef miðað er við árið 1958, hafa þær aukist um 681 millj. Það munar nefnilega nokkuð um 1038 millj., sem verður breyting á gjaldeyrisstöðunni 1969, en það er ómögulegt að klína því á Framsfl., það verða kratarnir að eiga einir með aðstoð Sjálfstæðisins að litlu leyti. En ráðh: miðaði nú aðallega við þessi tvö ár, 1961 og 1982, þegar hann var að tala hér um, að þjóðin hefði grætt meira en 1000 millj. Þetta er alveg rétt, skuldirnar stórhækka árin 1959 og 1980, en þær lækka um 1000 millj, árin 1961 og 1962. En það er ekki neinum viðreisnarráðstöfunum að þakka, það er einfaldlega því að þakka, að aflamagnið stóreykst. Það er ekkert óeðlilegt, þó að þurfi að lána ofur lítið meira út á afurðirnar, þegar aflamagnið hefur nú á 5–6 árum allt að því tvöfaldazt. Það er vitanlega ekki hægt fyrir fyrirtækin að reka atvinnu, ef þau geta ekki fengið einhver lán til að auka viðskiptaveltuna, og það er búið að auka lánin eftir því, sem ráðh. sagði áðan.

1960 hélt ríkisstj. því fram, að greiðslubyrði af erlendum lánum í hlutfalli við tekjur af vörum og þjónustu væri allt of há. 1958 var þessi greiðslubyrði 5.1%, 1959 var hún 8.7%, 1962 var greiðslubyrðin orðin 10.8%, þrátt fyrir það að sjávarafli var 50% meiri 1962 en 1958 og verðlag hagstæðara. Það var mjög hagstætt verðlag 1962, aflinn 50% meiri, og þó að hæstv. viðskmrh. hér óðan annálaði, hvað árið 1958 hefði verið gott, og það var út af fyrir sig gott ár, þá var bara enn betra ár 1962.

Vinstri stjórnin færði Sjálfstfl. völdin á silfurfati í árslok 1958. Fólkið var fúst til að leggja á sig nokkrar byrðar, ef hægt væri að stöðva frekari verðhækkanir og tryggja verðgildi krónunnar. Þetta gerði stjórninni fært að afnema vísitöluna og taka úr sambandi við kaupgjaldið. Ríkisstj. þurfti ekki annað að gera, þegar búið var að afnema vísitöluna, en að rétta gengið af, miðað við afurðaverð, og hafa hæfilegt eftirlit með fjárfestingu. Það var hægt að spara hagfræðingunum alla útreikninga. Þeirra útreikningar hafa aldrei staðizt, hvort sem er. Þetta var ekki gert. Fjárfestingin var eftirlitslaus og skipulagslaus. Ríkisstj. virðist hafa ætlazt til og virðist enn vænta þess, að háir vextir og binding sparifjár nægi til að skapa jafnvægi í efnahagsmálunum. Reynslan hefur sýnt, að þetta nægir ekki. Það verður að hafa skynsamlegt eftirlit með fjárfestingarmálunum. Smáþjóð, sem er jafnháð utanríkisviðskiptum og við erum, hefur ekki efni á því að gera stórfelld mistök í fjárfestingarmálum. Hendur þeirra efnaminni hafa verið bundnar, en þeir hafa haft óbundnar hendur, sem áttu fjármagnið. Þeir ríka geta byggt íbúðir og selt þeim efnaminni með ríflegum hagnaði gegn því að útborgun sé lítil. Bankahús eru byggð og stórhýsi yfir verzlun og iðnað, á sama tíma og bönkum er bannað að lána alþýðufólki smávíxla. Innflutningur bifreiða hefur verið skefjalaus, en rekstur þeirra eyðir miklum gjaldeyri fyrir þjóð eins og okkur, sem allt þarf að kaupa til þeirra. Arið 1962 bættust 39 skip í flotann. Til. 30. nóv. 1963 bættust önnur 30 skip í flotann. Nú eru í smíðum 56 skip. Þessar tölur eru teknar upp eftir formanni stjórnar L.Í.Ú., og geri ég ráð fyrir, að hann hafi haft öruggar heimildir fyrir sér. Vitanlega þurfum við að kaupa skip eða láta byggja þau hér heima, en þau þurfa að vera hæfilega mörg og byggð þannig, að rekstur þeirra megi vera hagkvæmur fyrir þjóðarheildina. Þessa hefur ekki verið gætt. 180–300 tonna skip, sem ætluð eru til síldveiða; streyma til landsins. Við höfum þegar of mörg skip, til þess að hægt sé að fá á þau hæfar skipshafnir. Frekari innflutningur skipa þýðir, að minni og ódýrari skipum verður lagt, skipum, sem gætu borið sig, án þess að síld veiddist. Allt er sett á eitt spil. Ef síldveiði bregzt að meira eða minna leyti, sem áreiðanlega á eftir að koma fyrir, verður stórtap ú nær öllum stærri og dýrari bátunum, hliðstætt því, sem nú er með togarana. Fiskibátar þurfa að vera hæfilega margir, og má ekki miða stærð þeirra nær allra við einhæfar veiðar. Þessar aðfarir í fjárfestingar- og bankamálum eru hliðstæðar því, að verið sé að ausa vatni í tunnu í þeim tilgangi að fylla hana hæfilega, en það er gat á botninum, svo að vatnið rennur út jafnóðum. Það er ekki til neins að auka bundið fé í Seðlabankanum með þvingunarráðstöfunum óg viðskiptabankarnir verði að neita um framlengingu á smávíxlum og afhenda þá lögfræðingum til innheimtu, jafnhliða því að gjaldeyrisskuldir hlaðast upp vegna óþarfrar og skipulagslausrar fjárfestingar. Það þýðir ekki að ausa vatni í ílát, sem lekur, hvort tappinn er úr korki eða einum eða tveimur hagfræðingum, skiptir ekki máli, aðalatriðið er, að ílátið hætti að leka.

Ríkisstj. getur tæplega vænzt þess, að menn séu fúsir til þess að auka enn á rekstrarfjárskort fyrirtækja og einstaklinga, nema tryggt sé, að það komi að notum. 1960 sagði ríkisstj., að seðlaveltan mætti ekki aukast og afurðalán ekki hækka í krónutölu, þó að gengið væri lækkað og verðlag hækkaði um 50–70% í krónutölu eða krónutalan hækkaði um það. Eg sagði þá, að þetta væri ekki hægt. Þetta hefur reynzt svo. Seðlaveltan var í árslok 1959 412 millj. kr., en í sept. í ár 669 millj., hefur aukizt um 62%. Og endurkeyptir víxlar voru í ágúst 825 millj:, eru nú yfir 900 millj. Í sjálfu sér er hættulaust fyrir Seðlabankann að lána út á afurðir, sem sala er trygg á til annarra landa. Slíkar vörubirgðir eru í rauninni jafngildi erlendra innstæðna. Hins vegar má segja, að allt að 100% lán út á útflutningsafurðir geti í vissum tilfellum gert mögulega aukna fjárfestingu innanlands. Afurðalánunum þarf því að stilla í hóf. Hitt er í meira lagi andstætt, að leyfa nær ótakmarkaða gjaldeyriseyðslu og skuldasöfnun í stuttum vörukaupalánum og skipa- og bifreiðakaupum, en neita fyrirtækjum, sem þjóðinni er lífsnauðsyn að geti starfað, um hæfileg rekstrarlán.

Það eru aðrir aðilar, sem þarna eiga hlut að máli. Sumir eru neyddir til að spara. Aðrir hafa óbundnar hendur að eyða. Þegar ríkisstj. lækkaði gengið og hækkaði vexti 1960, reiknaði hún með, að hægt væri að hindra kauphækkanir í krónutölu að mestu. Ég sagði þá, að þetta mundi ekki takast, þrátt fyrir það að fjölskyldubætur hækkuðu og beinir skattar lækkuðu ofurlítið í bili. Vaxta- og verðhækkanir misjöfnuðu kjör fólksins og ýttu á eftir kaupkröfum. Nær ógerlegt var fyrir ungt fólk að byggja yfir sig í bæjum eða reisa bú í sveit. Eftir margvíslegan skæruhernað í launamálum afsalaði ríkisstj. sér raunverulega aðstöðu til að hafa úrslitaáhrif í þeim efnum með kjaradómslögunum. Íslenzkir embættismenn hafa jafnan verið lágt launaðir. Landið er strjálbýlt og fólkið fátt. Það á sinn þátt í því, að ríkislaunaðir starfsmenn verða tiltölulega margir miðað við það fólk, sem þeir veita þjónustu. Þetta veldur því m.a. að erfitt hefur reynzt fyrir þjóðfélagið að greiða starfsmönnum sínum sömu laun og stærri þjóðir gera og geta gert. Ég skal ekki dæma um það, hvort kjaradómur hefur ákveðið laun opinberra starfsmanna of há. En víst er, að með kjaradómnum myndaðist misræmi í launakerfinu, miðað við það sem áður var. Launamunur hefur verið minni hér á landi en í flestum öðrum löndum, og fólk kann því þess vegna illa, a.m.k. í bili, ef á að verða snögg breyting á því.

Það er eðlilegt, að ríkisstj. vilji ráða, og ríkisstj. þurfa þess til þess að geta framkvæmt það, sem þær telja rétt á hverjum tíma. 1960 sagði ríkisstj., að launasamningarnir væru mál atvinnurekenda og launþega og hún ætlaði ekki að skipta sér af þeim. 1961 greip hún samt inn í og lækkaði gengið, af því að kaup hækkaði. 1962 hækkaði kaupið aftur í krónutölu, þá var gengið ekki lækkað. Þá lífsspeki skildi fólk ekki, því að ef nauðsynlegt var að lækka krónuna 1961, þá var það jafnmikil nauðsyn 1962. Kjaradómurinn setti launamáIin úr skorðum. Úr því sem komið er, álít ég óhjákvæmilegt að samræma kaupið frekar en nú er. Hvort hægt verður að greiða það kaup í krónutölu, án þess að gengi lækki, er óvíst. Víst er, að frystihús, sem hafa fisk til vinnslu, en enga síld, þola ekki kauphækkun án þess að fá beina aðstoð. Þau geta jafnvel ekki greitt það kaup, sem nú er. Í sjálfu sér er ekki meira að styrkja þau en togarana. Tæplega er hægt að hafa ósamræmi í kaupgjaldsmálum og halda kaupgjaldi niðri í landinu aðeins vegna nokkurra frystihúsa. Kauphækkun iðnaðar- og verzlunarfólks er tekin af fólkinu aftur með hærri verzlunarálagningu og hækkuðu verði á iðnaðarvörum.

Hingað til hefur ríkisstj. ekki séð aðrar leiðir til úrlausnar í efnahagsvandamálum en gengislækkun og vaxtahækkun: Vera má, að nú séu augu hennar opin fyrir öðrum leiðum, og er það vel, ef svo er. Vitanlega hefur stjórnin margar leiðir til þess að ná fjármunum af fólkinu, og þær leiðir hafa verið óspart notaðar. Fyrirtæki og bæjarfélög hafa verið pínd til að greiða stórfé til atvinnuleysistrygginga að óþörfu. Ríkisstj. gæti varið því fé, sem til þeirra fer, til stuðnings við frystihúsin. Það er hægt að lækka niðurgreiðslur á fiski og landbúnaðarvörum, ef með þarf, og það er hægt að lækka fjölskyldubætur. Það eru ávallt einhverjar leiðir, ef menn hafa vit og vilja til að finna þær. En það er ein leið, sem ekki er fær, og það er að samræma ekki kaupið frá því, sem nú er.

Ríkisstj. heimtar meira af sparifé landsmanna í Seðlabankann, jafnhliða því að verðlag hækkar og rekstrarfjárþörf eykst. Mitt álit er, að þýðingarlaust sé að ausa vatni í botnlausa tunnu. Með því að lækka erlend vörukaupalán og greiðsluskuldbindingar og hindra áþarfa og jafnvel skaðlega fjárfestingu minnkar þörfin fyrir gjaldeyrissjóði hjá Seðlabankanum. Það ber ríkisstj. að gera, áður en hún skyldar lánsstofnanir, sem líða fyrir fjárskort, til þess að binda 25% af innstæðufé sínu í Seðlabankanum.

Hæstv. viðskmrh. var að spyrja, hvað við vildum gera. Hann benti á það, að Seðlabankinn gæti ekki lánað meira fé en hann hefði til. Það er alveg rétt. Hann benti enn fremur á, að heildarupphæðin, sem bankinn hefði ráð á, væri 2291 millj. Ég skal ekki rengja það. Þetta væri stofnfé bankans, ég skal ekki rengja það, 1319 millj., það væri bundið fé, ég vil ekki segja fryst fé, því að það er engan veginn í frosti, 756 millj., og frjálsar innstæður 226 millj. Hann sagði, að þessu væri varið þannig: það væri gjaldeyrisinnstæða 1203 millj. og endurkeyptir víxlar, sem eru nú hækkaðir frá því í ágúst, 921 millj. nú, og útlán stofnlánadeildar 166 millj. Hann óskaði eftir því, að við segðum til, sem erum ekki með þessu frv., hvað við vildum gera til þess að auka afurðalánin. Ég bendi á þessa leið: Nú er verið að kaupa um 50 skip, síldarnætur eru keyptar með lánsfé, bílunum hefur verið hrúgað inn í landið, bankaábyrgðirnar og greiðsluskuldbindingar eru í ágústlok á 8. hundrað millj., mér þykir líklegt, að þær hafi hækkað síðan. Það á að setja tappa í gatið, það á að láta rétta aðila spara. Það er nefnilega meira en það, að það sé fest of mikið fé í skipum, það er fest hættulega mikið fé í þeim, því að þegar þessi 50 skip koma, þú verður að leggja öðrum bátum, sem eru ódýrari, því að sjómennirnir hugsa ekkert um það, þeir taka engan þátt í rekstrinum og vilja bara hafa sem mest kaup, reikna með því, að stóru skipin fiski meira. Þau gera það á síld, en ekki á t.d. línu- eða netaveiðum. Þá verður að leggja öðrum skipum, sem geta borið sig, til að geta starfrækt nýju skipin, sem geta ekki borið sig. Það kalla ég ekki búmennsku. Annað er það, að það verður svo mikil eftirspurn eftir sjómönnum, að það verður farið að bjóða í þá á svörtum markaði, og ekki hjálpar það til að láta skipin bera sig.

Við erum allt of litlir, við þurfum að hafa of mikil utanríkisviðskipti, til þess að það sé nokkurt vit í að sleppa þeim hömlulaust eða láta þau vera algerlega frjáls. Ég veit, að þessir blessaðir sjálfstæðismenn elska frelsið, og það geri ég reyndar líka, og það er þessi frelsisást, sem gerir það, að við erum stundum samrýmdir og spjöllum saman og kemur vel saman um marga hluti. En þetta er óraunhæft fyrir svo litla þjóð. Stórþjóð, sem þarf að hafa tiltölulega litil utanríkisviðskipti, getur leyft sér þetta. Smáþjóð eins og við getur það ekki. Það er sama, hve miklum heljartökum ríkisstj. tekur á sparisjóðum, innlánsdeildum og viðskiptabönkum og kreistir út úr þeim peninga, meðan þeir, sem ráða aðallega yfir fjármagninu í landinu, mega gera allt, sem þeir vilja, við peningana, þá getur hún aldrei haft hlutina í lagi og aldrei gert fólkið ánægt, það er ekki hægt. Það er nefnilega meira en að það sé óþörf fjárfesting, hún er hættuleg, þessi fjárfesting: Og eins og ég benti á með bílana, það er eðlilegt, að fólkið langi til að eiga bíl. En það eru takmörk fyrir, hvað ein þjóð getur leyft sér, og við höfum enn þá ekkí rúð á því, að allir eigi bíl. Í öðru lagi er það, að uppbyggingin byggist ekki á neinu viti. Það þarf að athuga, hvaða skip bera sig bezt. Það er algerlega óraunhæft að ætla að setja allan flotann á síldveiðar. Ef þær bregðast, standa öll skipin ráðalaus. Það átti að hafa einhverja ákveðna tölu, við skulum segja 50–60 skip, sem stunduðu síldveiðar að vetrinum, en ekki, að allir kepptust við að komast á síldveiðar, svo bregðast þær eins og nú, og allir standa ráðalausir. Þetta er stórhættuleg uppbygging. Ég vil hafa frelsið eins mikið og hægt er vegna þjóðarhags, en ég vil ekki hafa það ótakmarkað, ef það er þjóðhættulegt. Ég er með eignarrétti og einstaklingsfrelsi, en hann má ekki koma í bága við þarfir þjóðfélagsins eða almennings í heild. Með því að draga úr innkaupum á hlutum, sem við getum komizt af án og eru jafnvel til að eyða gjaldeyri fyrir okkur, en ekki til að afla hans, ef það er of mikið af því, eins og t.d. bílunum og of mörgu skipunum, þá getum við á þann eina raunhæfa hátt bætt efnahag okkar. En það er algerlega gagnslaust að pína viðskiptabankana, leggja inn í Seðlabankann og láta svo aðra eyða því öllu. Það er alveg sama, hve Seðlabankinn á mikinn gjaldeyri erlendis, ef hann skuldar fyrir því öllu í ógreiddum lausaskuldum, — það er nákvæmlega sama. Föstu lánin hafa stórhækkað síðan 1858; og heildarfjárhagur þjóðarinnar út á við hefur ekki batnað. Hitt skal ég játa, að það eru miklu fleiri atvinnutæki, fleiri bílar og það hafa verið byggð hús. En þessi þróun hefur bara staðið í 20 ár. Þetta er ekki þessum ráðstöfunum að þakka, enda hlýtur ríkisstj. að sjá það, af því að þetta eru greindir menn, þó að þeir hafi raunar ekki verið að basla mikið við búskap eða útgerð og séu ekkert ákaflega vel inni í því sumir þeirra, hvað menn þurfa að fá fyrir mjólk og kjöt, vildu víst helzt, að menn framleiddu það fyrir ekki neitt, þá eru þetta greindir menn, og þeir hljóta að vera farnir að sjá þetta. Það vantar tappa í tunnuna, og það er tilgangslaust að ausa í hana, ef allt rennur út jafnóðum.

Það er satt að segja ekki von á góðu hjá okkur, sem erum að basla í atvinnulífi og höfum tekið þétt í því, og fólki úti á landsbyggðinni, — ég er ekkert að búa þetta til, — það er gengið þannig núna eftir víxlum, að menn fú ekki smávíxla endurnýjaða, og mönnum er neitað um smávíxillán í bönkunum, vafalaust af því að bankastjórarnir halda, að þeir verði að fara að bæta við innlögin í Seðlabankann. Það á sinn rétt í því. Og á meðan er fénu gersamlega sólundað í margra millj. kr. tæki, sem við þurfum ekki að kaupa og meira að segja geta orðið okkur að einhverju leyti óhagstæð í rekstri.

Það er þetta, sem ég vil gera. Ég vil, að öllum sé sagt að spara, en ekki aðeins vissum aðilum í þjóðfélaginu. Það er alveg ljóst, að með kjaradómnum kom misræmi í launakjörin, og t, d. menn, sem setja tappa í flöskur hjá vínverzluninni og vinna önnur snattstörf í þágu ríkisheildarinnar, eru orðnir betur launaðir en daglaunamenn. Það þýðir ekkert að vera að halda slíku fram. Stjórnarandstöðunni finnst ríkisstj. vera ráðrík, en ég hef alltaf skilið, að það er ekki hægt að stjórna, ef menn ráða ekki, og ég fyrirgef mönnum, þó að þeir séu ráðríkir, en ég vil bara, að þeir ráði vel. Og það er óhjákvæmilegt að samræma kaupið, hvaða leið sem svo er tekin, til þess að hlutirnir geti borið sig, það getur verið álitamál. Ég hef bent á nokkrar leiðir. Ríkisstj. getur tekið svo mikið sem hún vili af fólkinu með því að lækka niðurgreiðslur á matvæli eins og fisk, kjöt og mjólk. Hún getur líka tekið af vissum aðilum, með því t.d. að taka fjölskyldubætur af tveimur fyrstu börnunum. Það eru líklega yfir 100 millj., sem hún fengi þar. Hún getur hætt að láta ríki og einstaklinga borga til stofnana eins og atvinnuleysistrygginga, sem eru þegar stórauðugar stofnanir og hafa ekkert með meira að gera en vextina af þessu fé, og þessu fé getur hún varið til einhverra hluta, sem miða að því að samræma kaupið. Úr því sem komið er, er ekki hægt að lækka laun opinberra starfsmanna, en það er algerlega óhjákvæmilegt að samræma kaupið. Þetta er mín persónulega skoðun. Ég álít, að þessi vandræði, sem nú eru, og erfiðleikar í þjóðfélaginu séu heimatilbúinn iðnaður, sem hljóti að vera hægt að laga. Ég skal játa það, að stjórnarandataðan hefur vafalaust oft ekki verið nægilega ábyrg og ekki nógu sanngjörn í dómum sínum, en í þessum orðum, sem ég hef sagt nú, hef ég viljað tala hlutiaust og aðeins sagt það, sem ég hef meint í þessu efni.