08.05.1964
Efri deild: 85. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1706 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

83. mál, Seðlabanki Íslands

Ólafur Jóhannesson:

Herra forseti. Ég verð að lýsa óánægju minni yfir því, að hæstv. viðskmrh., sem fer með bankamál, skuli ekki hafa verið viðstaddur þessar umr. hér í d. Hann hefur lagt þetta frv. fyrir Alþingi. Hann lagði það að vísu fyrir hér um daginn með stuttri ræðu. Þá gerði ég við 1. umr. málsins ýmsar aths. við þetta frv. og beindi auk þess ýmsum spurningum til hæstv. ráðh. En hæstv. ráðh. var ákaflega hvikull hér í fundarsalnum, á meðan á þeim umr. stóð, og gat ekki gefið sér tíma til að hlusta á það, sem fram fór þá, og því síður að svara þeim fsp., sem til hans var beint.

Þetta er náttúrlega alveg ófært og í allan máta óviðeigandi, að okkur sé haldið hér á fundum langt fram á nótt, en hæstv. ráðh., sem ber ábyrgð á málinu og á að koma því fram, skuli ekki sjá sóma sinn í því að vera viðstaddur. Þetta mál er lagt fram mjög snemma Alþingis, mjög snemma þings, og það er búið að velkja því í Nd. mánuðum saman. Svo er það að heita má á síðustu dögum þingsins sem hér upp í Ed., og þá á að gera kröfu til þess, að þetta sé afgreitt með hraða hér og ráðh, gefi sér ekki tíma til þess að fylgja jafnþýðingarmiklu máli eftir og vera til staðar og gefa þm. þær upplýsingar í sambandi við málið, sem þeir óska eftir. Það er á allan hátt tordæmanlegt, og ég vil ekki láta þetta mál fara svo í gegn, að ég geri ekki við það aths., og ég fordæmi þessa starfsaðferð álgerlega. Það á að vera fullt jafnræði með deildunum, og þær eiga að fá jafna aðstöðu til að kanna þau mál, sem fyrir eru lögð. Þetta eru óviðkunnanlegir starfshættir, og þetta eru mjög óskynsamlegir starfshættir.

Ég hafði enn við þessa umr. hugsað mér að bera fram nokkrar fsp. til ráðh. og freista þess að reyna að fá svör hans við þeim. Þau svör hefðu m. a. getað ráðið nokkru um það, hvort ég teldi rétt að flytja brtt. um þetta mál. Þegar nú allt er í pottinn búið eins og það er, vil ég leyfa mér að fara fram á það við hæstv. forseta, að hann fresti þessari umr. og það gefist svo tækifæri til þess að halda henni áfram, þegar hæstv. viðskmrh. hefur tíma og tækifæri til þess að vera hér viðstaddur. Þessum tilmælum vildi ég beina til hæstv. forseta, og þá við ég láta staðar numið, ef við þeim er orðið. Annars get ég náttúrlega haldið áfram hér, ef það þykir heppilegt, þó að það sé tilgangslítið, að ég sé að lesa hér fsp., þegar hæstv. ráðh. ekki er við. Nú vildi ég spyrja hæstv. forseta, hvort hann vildi ekki verða við þessum tilmælum, því að það getur ekki ýkja mikla þýðingu haft, því að mér sýnist tæplega útlit á því, að hér fari fram atkvgr. hvort eð er í kvöld eða nótt. (Forseti: Ég hafði nú hugsað mér að ljúka þessari umr., en fresta atkvgr. Þetta er 2. umr. málsins, og gerir hv. þm. sig ekki ánægðan með að flytja þá sína ræðu við 3. umr.?) Nei. (Forseti: Þá mun ég verða við ósk hv. þm. um að fresta umr.)